föstudagur, mars 31, 2006

langur dagur

ég var að koma heim til mín eftir langan en góðan dag....ég fór í ræktina með Þóru...svo fórum við út á kaffi....svo fórum við heim til Þóru........svo fórum við út á kaffi....núna er ég komin heim og nenni ekki að fara að sofa....

það er að koma helgi og ég er að spá í að vera bara í rólegheitunum og gera ekkert....Þóran mín er að spá í að fara til Reykjavíkur og skilja mig eftir;o) en hún á nú líka reykjavíkureiginkonu sem hún þarf að sinna stundum þannig að það er svo sem í lagi!!!!

þarf eiginlega að fara í bónus á morgun en er ekki viss um að ég nenni því.....kannski ég fari bara að fordæmi nemenda og mæti í þennan eina tíma sem ég á að kenna og fari svo bara heim að sofa...ég ætla allaveganna að elda eitthvað gott á morgun....kannski ég eigi steik einhversstaðar í frystinum....best að athuga það og fara svo að lúlla..

fimmtudagur, mars 30, 2006

fimmtudagur til...fjár....frægðar...frama...æi man ekki!

Ég er pínu þreytt í vinnunni núna....ástæðan er fyrst og fremst sú að það hefur verið svefnóregla á mér síðan....í byrjun febrúar!!! shit er þetta orðið svona langur tími....ég fer of seint að sofa og vakna of snemma....þar sem ég þarf að mæta í vinnuna á vissum tíma þá er erfitt að breyta þeim tíma sem ég vakna....what to do.....

ég er búin að hugsa þetta mál mikið og ég er komin með niðurstöðu....ég er með laust starf í boði....

ég auglýsi hér með eftir einhverjum til að sjá til þess að ég fari að sofa fyrir miðnætti og að ég fari á fætur ekki seinna en 7:20 á morgnanna alla virka daga. Áhugasamir hafi samband við mig!!!!

miðvikudagur, mars 29, 2006

mars ojjjj

mars hefur náð að setja sín skítugu ummerki á sál mína í dag og mér eiginlega líður illa í dag.....í mörg mörg ár hef ég hræðst marsmánuð því mér hefur svo oft liðið illa þá.....ég geri mér alveg grein fyrir að þetta hefur ekkert með mars að gera heldur er ég bara búin að fá yfir mig nóg af vetrinum og ég þrái að finna vorlykt í loftinu....ég er bara svona hrikalega óþolinmóð að ég nenni ekki að bíða lengur.....allaveganna nenni ég ekki neinu og langar bara að sitja einhversstaðar með tónlistina í botni og sjá ekki neitt....ætla í ræktina eftir vinnu og taka vel á þá allaveganna sofna ég í kvöld.....best að halda áfram að vinna.....

þriðjudagur, mars 28, 2006

bladíbla

í gær skilaði ég stóru verkefni í HA og þá eru bara 2 minni verkefni eftir þessa önnina.....mér finnst ég vera nýbyrjuð í þessu námi en ég er að verða búin með 3 fagið

önnin er líka að verða búin í skólanum...það eru 19 kennsludagar eftir þar


ég og þóra erum búnar að finna leið til að stytta langa vinnudaga mikið.....við förum í alls kyns leiki á msn og í dag fórum við í sannleikann eða kontór.....ef það er langt síðan þið lékuð þann leik þá mæli ég með því að þið rifjið hann upp því þetta er stórskemmtilegt....það er líka gaman að leika svona á msn því þú sérð ekki þann sem þú ert að leika við......;o)

já við erum kannski skrýtnar en það er alltaf gaman hjá okkur....


Á þessu ári er ég búin að lesa eina bók sem ekki kemur skólanum eða skólanum við....ég er búin að vera uþb mánuð að lesa hana....ég hlakka til að komast í sumarfrí og lesa eins og 400 bækur....ég er ekki einu sinni búin að lesa nýjustu bókina hans Arnaldar....ég er ekki einu sinni búin að kaupa hana....ég er að hugsa um að skreppa í bókabúðina á morgun og kaupa hana jafnvel þó ég lesi hana ekki strax...

jæja núna er ég orðin svo þreytt að ég get ekki skrifað meira..knús knús á ykkur öll

laugardagur, mars 25, 2006

hmmmmm

konan mín er komin heim....það er gott

maðurinn minn er farinn að sína ofverndunartakta....það er ekki gott

konan mín og maðurinn minn rífast eins og hundur og köttur....hvað er ég að gera vitlaust????

föstudagur, mars 24, 2006

lífið um þessar mundir

enn einn föstudagurinn kominn....vikurnar líða fljótt um þessar mundir...ég er frekar fegin því að mars hefur oft reynst mér erfiður andlega og mér hefur alltaf þótt hann hrikalega langur....kannski er marsþunglyndið að eldast af mér????

í gær var söngvarakeppni og ball hjá skólanum og ég var að vinna þar...þetta er svo sem ekki það skemmtilegasta sem maður gerir en það var samt mjög gaman og hljómsveitin hélt krökkunum á dansgólfinu allan tímann - ég söng aðeins of mikið og er frekar rám í dag

ég er að hugsa um að drífa mig í bónus núna á eftir því ég hef grun um að barnið ætli að stela bílnum mínum um helgina og ekki vil ég verða matarlaus...ó nei

þóran mín fór frá mér í gær og ég sakna hennar mikið...hún hringdi aðeins í gærkvöldi til að athuga hvort ég væri ekki að haga mér almennilega - sem ég auðvitað geri alltaf!!!

miðvikudagur, mars 22, 2006

kaldur en aðeins minna brenndur dagur...

betri dagur.....ekkert viðbrennt í dag....eldaði ekkert í dag;o)

konan mín er að fara til reykjavíkur á morgun og verður í burtu í marga marga daga....ég verð ein eftir og hún er með miklar áhyggjur af mér.....það er ekki eins og ég sé fullorðin manneskja sem get alveg séð um mig sjálf;o) Þyrfti sennilega á hágæslu að halda.......en svoleiðis er ekki á fjárlögum.....

Ég er nörd....bara svona svo þið vitið að ég viðurkenni það....ég les leiðbeiningar með öllum hlutum....ég hef gaman af því að lesa orðabækur....ég les símaskránna eins og bók.....ég hef gaman af því að skoða "hversu margir íslendingar heita" síðuna hjá hagstofunni og pæla í skemmtilegum nafnasamsetningum......ég kann að prjóna.....

well nóg í kvöld best að fara að vaska upp og lúlla smá í hausinn á sér...er að fara í ballgæslu á morgun.

þriðjudagur, mars 21, 2006

vondur dagur>o/

...........ég brenndi allar kartöflurnar sem ég var að sjóða í kvöldmat

..........ég brenndi poppkornið sem ég ætlaði að narta í eftir kartöflulausa kvöldmatinn



..hvað er eiginlega í gangi.....ég brenni ekki allt við!!!


vondur, vondur dagur sem var sko líka ógeðslega kaldur!!!!

sunnudagur, mars 19, 2006

sunnudagslíf

nú er enn einni helginni að verða lokið og ég er barasta hress og kát, ég er búin að sofa í 4 tíma í nótt(í dag) en er samt ánægð því ég var vakin af skemmtilegu símtali frá gamalli vinkonu sem ég hef ekki heyrt frá í langan tíma. Núna er ég að spá í hvað ég eigi að fá mér í hádegismat og gengur illa að komast að niðurstöðu því vogin er á fullu að rugla í höfðinu á mér.

ég eyddi fullt af peningum í reykjavík á föstudaginn í föt og annað slíkt....mjög sátt

ég fór líka til augnlæknis sem stakk mig í augað með sverustu nál sem ég hef séð hjá lækni sem er ekki dýralæknir.....augnlæknirinn komst að niðurstöðu og úrskurðaði mig með frekar nördalegan sjúkdóm.....ég er með bakflæði í táragöngunum í auganu og fékk lyf sem ég á að taka í nokkra daga og svo kemur bið í nokkrar vikur og ef þetta verður ekki komið í lag eftir það þá verð ég að fara í aðgerð!!!!! Ég fékk pínu hnút í magann þegar hún sagði mér þetta en ég er búin að jafna mig að mestu á því og ákvað að hugsa ekki um málið fyrr en að því kæmi og þangað til ætla ég að trúa því að þetta lagist.....

þegar ég var búin að kaupa allt sem mig langaði í þá fór ég og hitti Guðrúnu og við sátum í nokkra klukkutíma og spjölluðum um daginn og veginn!!! Við fórum líka og gáfum öndunum brauð....svanirnir voru MJÖG ágengir og einn þeirra nartaði meira að segja í Guðrúnu. Yndislegt kvöld að öllu leyti sem lauk með því að ég ákvað að drífa mig heim í sjávarþorpið og knúsa allt fallega fólkið þar.....

í gærkvöldi var svo ball og þegar okkur var hent út af skúrandi starfsfólki var farið í partý og þar var ég langt fram á morgun.....en núna er ég svo svöng að ég verð að hætta!!!!!

knús og kossar

föstudagur, mars 17, 2006

föstudagur

í dag er föstudagur og það virðist ekki vera rigning....ég græt nú samt ennþá á öðru auga en er að fara til augnlæknis eftir 3 klst og 40 mínútur....

Er hressari í dag en í gær en samt ógurleg hornös ennþá

heyrumst þegar ég kem frá Reykjavík....hvenær sem það nú verður

fimmtudagur, mars 16, 2006

kvörtun

Mér finnst svindl að það fáist bara ein tegund af sykurlausum hálsbrjóstsykri hér og hann er á bragðið eins og vont tannkrem!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!ARGGGGGG

það er samt til fullt af snýtipappír.....var allaveganna til fullt af honum áður en ég fór og keypti hann allan!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

veikindadagur

já nú sit ég heima með snýtipappírinn áfastan nefinu til að hindra það að ég sé með hor niður á hné - smekkleg Valla!!!!

Ég er búin að dorma yfir sjónvarpinu í allan morgun og ekkert gert að viti.....ég er fegin að vera komin með sófa til að geta legið fyrir framan sjónvarpið.....kannski ég fari að setja veikindadag inn á dagatalið reglulega;o)

Á morgun er ég að fara til augnlæknis í rvk og ég ætla rétt að vona að hún geti lagað augnvesenið hjá mér því ég er búin að fá nóg!!

Ég er ekki viss hversu lengi ég verð í rvk en ég ætla allaveganna að kaupa mér ný gleraugu og skoða fatabúðirnar því fötin mín eru öll að verða of stór

Jæja er orðin þreytt best að kúra aðeins

þriðjudagur, mars 14, 2006

Svona er Valgerður

Ég sá að Doppa hafði "nælt" í mig en þar sem ég er ekkert sérstaklega góð í að fylgja fyrirmælum þá ákvað ég að breyta þessum leik aðeins;o)


Hvar hef ég unnið seinustu 10 árin:
Ung pige i huset
Tollurinn
Hreint ehf
Passa tvíbura
Seyðisfjarðarskóli
Heilbrigðisstofnun Austurlands Seyðisfirði
Íslandspóstur Egilsstöðum
Heilbrigðisstofnun Austurlands Egilsstöðum
Hótel Hérað
Hótel Cabin
Hótel Oak
Hótel LeifurEiríksson
Dk-Benzin
Grunnskólinn í Búðardal
Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Hvar hef ég búið seinustu 10 árin:
Nautrupvej 33, Nautrup, Danmark
Nýi Garður, Reykjavík
H.C. Örstedkollegiet Niels Bohrs Alle 25, Odense
Eggertsgata 24, Reykjavík
Hamrabakka 12, Seyðisfjörður
Laufás 6 Egilsstaðir
Breiðvangur 10, Hafnarfjörður
Hrauntunga, Kópavogur
Rödegårdsvej 15, Odense
Sunnubraut 3, Búðardalur
Eyrarvegur 7, Grundarfjörður
Grundargata 49, Grundarfjörður

Staðir sem ég hef ferðast til seinustu 10 árin:
Erfitt að muna svona lagað en hér eru allaveganna þeir staðir sem ég man eftir núna

Kristiansand, Noregi - fór frá dk til Noregs að heimsækja frænda minn og konuna hans
Tübingen, Þýskalandi - fór frá dk til að heimsækja þýska vinkonu sem var með mér í HÍ
Vopnafjörður, Ísland - Þetta er eitt af fáum alvöru fríum sem ég hef farið í.
Bornholm, Danmörku - fór með skátahópnum mínum í svona vikuferð, mikið gengið, mikið drukkið, mikið hlegið og mjög lítið sofið!!
København, Danmörku - Siggi og Einar buðu mér til Köben:-D
Golfhótel á Englandi - ég vann ferð í einhverjum sms leik hjá Iceland express
Odense, Danmörku - fékk flugmiða til dk í jólagjöf og skellti mér í heimsókn til vinkonu minnar.
Indianapolis, Bandaríkin - Angel User Conference 2005
Egilsstaðir, Ísland - gerðist au-pair á Egilsstöðum í sumar, það allaveganna hljómar betur heldur en gesturinn sem fór aldrei!!!!
Minneapolis, Bandaríkin - skólaheimsóknir

Uppáhaldsmyndirnar mínar:
Birgdet Jones Diary
Elsker dig for evigt
Dirty dancing
Titanic
Ungfrúin góða og húsið

Uppáhaldsþættirnir mínir:
Sex and the city
Friends
CSI
CSI - Miami
CSI - New York
NCIS
SVU
Dharma og Greg

Uppáhaldsvefsíðurnar mínar sem ég skoða á hverjum einasta degi:
http://www.vallaosk.blogspot.com
http://www.blog.central.is/Buddhabelly
http://www.theladystardust.blogspot.com/
http://www.fsn.is
http://www.unak.is
http://www.sjonvarp.is
http://bebbaoghjolli.blogspot.com/
http://www.lara.is/

og svo allar hinar síðurnar sem er linkað á af síðunni minni

Uppáhaldsmaturinn minn:
Lambalæri með öllu mögulegu meðlæti
Kjúklingur í kók með pönnusteiktu grænmeti
Saltfiskur með nýjum kartöflum
Kjötsúpan mín
Fiskisúpan hennar Michelle
Soðnar kjötfarsbollur með hvítkáli

4 staðir sem ég vildi vera á núna:
Í Danmörku með öllum vinum mínum þar og köldum Odense
Í stelpupartýi með öllum uppáhaldsstelpunum mínum með brjálaðan húmor og endalausa kokteila
Í Þýskalandi hjá Dagmar að rifja upp gamla tíma
Í innri íhugun;o)

mánudagur, mars 13, 2006

landsbyggðarfrík

komin heim frá borg óttans....þetta var stutt stopp en mjög áhugavert!!!!

það er eitthvað við umferðina í reykjavík sem vekur upp ökuníðingsskrímslið í mér....ég verð ruddi í umferðinni þar og það tekur alveg 100 km að ná ruddanum úr mér eftir að ég kem upp úr göngunum á leiðinni heim.....svona ferð er samt fín áminning um af hverju ég vil ekki búa í reykjavík!!!!

þegar ég bjó seinast í reykjavík var ég orðin að skrímsli....ég var frek, grim, vægðarlaus og hæðin, ég brosti ekki ég glotti og ég var eiginlega frekar neikvæð!!!! Svo losaði ég mig við bílinn nokkrum mánuðum áður en ég flutti til Odense og fór að taka strætó og labba og snöggskánaði í skapinu við það:-D

og ykkur sem finnst ég vera frek, grim, vægðarlaus og hæðin ennþá þá vil ég bara benda á það að ég er mjög góð í að brosa núna og ég er ekki alltaf neikvæð.........maður getur nú ekki búist við kraftaverki bara þó maður losi sig við einn bíl;o)





af hverju ætli fólk sé stundum hrætt við mig??????????????????

sunnudagur, mars 12, 2006

Sunnudagur til sælu

Hér sit ég í hreinu íbúðinni minni nánast afvelta eftir veislu kvöldsins alsæl með góðan félagsskap í kvöld, ég er búin að vaska allt upp og ganga frá í eldhúsinu og núna er ekkert eftir nema skella sér í langa sturtu og fara svo að sofa og þá verð ég vel útsofin og kát í fyrramálið!!!!

Á morgun verð ég að kenna fram að hádegi og svo bruna ég til Reykjavíkur á ráðstefnu....verð örugglega mjög glöð þegar ég kem heim annað kvöld!!!!

Ég er ennþá grátandi á öðru auga og er að verða agnarögn þreytt á því....ef ekkert breytist er ég að hugsa um að láta taka augað í lok vikunnar;o)

Knús og kossar frá sælli, sætri og ótrúlega ljúfri stúlku!!!!

laugardagur, mars 11, 2006

Laugardagsspjall

hér í sjávarplássinu gráta himnarnir í kvöld.....ég hef líka grátið á öðru auga í uþb 11 daga....ég er með sýkingu í auganu og er að verða vitlaus á þessu....var hjá augnlækni á fimmtudaginn og hún reyndi að losa um stíflu sem er í tárakirtli en það gekk ekki nógu vel...núna er ég með krem sem ég ber í augað nokkrum sinnum á dag og er blind í nokkra klukkutíma á eftir....gaman gaman!!!!

Í dag er ég búin að ryksuga og laga til og breyta til.....ég tók til í fatahrúgunni á gólfinu hjá mér og braut saman föt og gekk frá og núna er hreinlega engin fatahrúga þar lengur....á morgun er ég að spá í að taka upp úr eins og einum pappakassa og kannski finna eitt eða tvö póstkort til að hengja upp á vegg hér!!!!

Er að spá í að fara og gramsa í frystinum og finna steik eða eitthvað álíka og elda góðan mat á morgun svona í tilefni þess að það verður sunnudagur og engin þynnka í gangi;o) Þið mætið bara ef þið hafið áhuga!!!!!!

Knús og kossar frá mér til ykkar

fimmtudagur, mars 09, 2006

Fyrir þig Þóran mín svo þú hafir eitthvað að lesa

1. reykt sígarettu - já
2. klesst bíl vinar/vinkonu - nei en minn eiginn
3. stolið bíl (foreldranna) - nei
4. verið ástfangin - það er víst
5. verið sagt upp af kærasta/kærustu - já
6. verið rekin úr vinnu - nei
7. lent í slagsmálum - já
8. læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum - nei ég var svo ung þegar ég flutti þaðan
9. haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki - já það held ég, allaveganna á dramaunglingsárunum
10. verið handtekin - nei ég er SAKLAUS
11. farið á blint stefnumót - nei eða já eða nei, ég bara man það ekki:o(
12. logið að vini/vinkonu - já
13. skrópað í skólanum - JÁ
14. horft á einhvern deyja - nei
15. farið til Canada - nei
16. farið til Mexico - nei
17. ferðast í flugvél - já það hefur komið fyrir;o)
18. kveikt í þér viljandi - nei
19. skorið þig viljandi - nei
20. borðað sushi - nei en ég hef borðað hráan fisk...oj!!!
21. farið á sjóskíði - nei
22. farið á skíði - já
23. farið á tónleika - já
24. tekið verkjalyf - já
25. elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna - JÁ
26. legið á bakinu úti og horft á skýin - já og væri alveg til í að vera í KRAFT gallanum núna einhversstaðar úti í móa að hlusta á náttúruna og horfa á skýin
27. búið til snjóengil - já
28. haldið kaffiboð - já en það er yfirleitt ekki kaffi í mínum boðum, ég á ekki kaffivél
29. flogið flugdreka - já í sumar, það var gaman
30. byggt sandkastala- já
31. hoppað í pollum - já
32. farið í "tískuleik" (dress up) - já
33. hoppað í laufblaðahrúgu - já
34. rennt þér á sleða - já
35. svindlað í leik - já
36. verið einmana - já
37. sofnað í vinnunni/skólanum - ekki segja neinum, en JÁ við bæði
38. notað falsað skilríki - nei
39. horft á sólarlagið - já
40. fundið jarðskjálfta - já oft og mörgum sinnum en aldrei virkilega stórum.
41. sofið undir berum himni - já það er ljúft
42. verið kitluð - já
43. verið rænd - nei
44. verið misskilin - gerist nú á hverjum degi held ég;o)
45. klappað hreindýri/geit/kengúru - já/já/já
46. farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunarskyldu að vettugi - já
47. verið rekin eða vísað úr skóla - nei ég er engill!!!
48. lent í bílslysi - já en aldrei alvarlegu sem betur fer
49. verið með spangir/góm - já/já
50. liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni - já það hefur komið fyrir
51. borðað líter af ís á einu kvöldi - já á dramaunglingsárunum en ekki síðan
52. dansað í tunglskininu - já
53. fundist þú líta vel út - JÁ
54. verið vitni að glæp - það held ég ekki eða jú það hef ég
55. efast um að hjartað segði þér rétt til - já
56. verið gagntekin af post-it miðum - ÉG ER EKKI GAGNTEKIN AF POST-IT MIÐUM, ÉG HEF GAMAN AF ÞEIM OG Á DÁLÍTIÐ MARGA Í MISMUNANDI LITUM OG FORMI EN EKKI GAGNTEKIN - nota ekki svona venjulega gula:o)
57. leikið þér berfætt í drullunni - já en það er alltof langt síðan
58. verið týnd - það er nú kannski spurning um hvort þetta á að vera týnd eða villt????
59. synt í sjónum - já
60. fundist þú vera að deyja - nei....jú einu sinni þegar ég fékk lungnabólgu og mjög háan hita
61. grátið þig í svefn - nei ekki síðan ég var pínu pons
62. farið í löggu og bófa leik - já
63. litað nýlega með vaxlitum - já
64. sungið í karíókí - ójá og það var hræðilegt
65. borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum - já, það er sko ansi margt sem ég hef borgað fyrir eingöngu með smápeningum
66. gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki - ó já, hætta því núna Valla!!
67. hringt símahrekk - já og logið endalaust af fólki
68. hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér - já á hverjum degi;o)
69. stungið út tungunni til að ná snjókorni - já
70. dansað í rigningunni - já
71. skrifað bréf til jólasveinsins - ég man það ekki
72. verið kysst undir mistilteini - já
73. horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um - já
74. blásið sápukúlur - já
75. kveikt bál á ströndinni! - já
76. komið óboðin í partý - nei
77. verið beðin um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin í - nei
78. farið á rúlluskauta/línuskauta - nei
79. hefur einhver óska þinna ræst - já margar
80. farið í fallhlífastökk - nei
81. hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig - já
82. gert þig af þvílíku fífli fyrir framan fullt af fólki - já oft!
83. kysst einhvern af sama kyni - já en ekki kynferðislega - bara svona mér þykir svo vænt um þig!!
84. farið nakin í sund - já sko þegar maður brýst inn í sundlaugar þá er maður ekki alveg alltaf með sundföt með sér
85. rennt þér á grasinu á snjóþotu - nei
86. verið sett í straff - nei ég er engill
87. logið fyrir vini þína - já
88. liðið yfir þig - já af sársauka einu sinni
89. fengið sms frá einhverjum sem þú veist ekkert hver er og byrjað að spjalla við manneskjuna - nei ég er svo snobbuð;o)
90. eyðilagt eitthvað sem vinur þinn átti - ég man ekki til þess

miðvikudagur, mars 08, 2006

vikan hálfnuð

enn ein vikan er hálfnuð og mér finnst ég eiginlega alveg hafa misst af þessu.....hvert fara allir þessir dagar??

það er kominn 8. mars og það þýðir að það eru 19 dagar í stór verkefnaskil í ha....ætla að skella mér í verkefnavinnu um helgina og held ég eigi eftir að skemmta mér frekar vel því þetta er mjög skemmtilegur áfangi.

Ég er búin að vaka langt fram á nætur seinustu vikur og ég finn að ég er að verða þreytt.....best að borða eitthvað gott í kvöldmat og halda áfram að vaka í kvöld;o)

Önnin er hálfnuð þannig að í raun og veru er farið að styttast í vorpróf...og sumarfrí....held ég lifi á þessari hugsun í dag því það er kalt úti og ekki alveg útséð með hvort það verður slydda, rigning eða snjókoma í dag!!

Best að halda áfram í vinnunni, knús og kossar

sunnudagur, mars 05, 2006

Helgarhugleiðing

helgin að verða búin.....á morgun er mánudagur.....sem er fínt því ég þarf ekki að mæta í vinnuna!!!!
Á morgun eru sjúkrapróf og þar sem ég er ekki með svoleiðis þá ætla ég að sofa út og fá mér góðan morgunmat áður en ég mæti...því auðvitað mæti ég þó ég þurfi ekki að mæta....ég er svo samviskusöm....eða þá að ég hef nóg að gera!!!

Á föstudaginn var UT í skólanum....margt fólk og mikið að gera....ég og heilt lið af útvöldum kynntum Angel allan daginn...gekk fínt hjá okkur...eins og við var að búast;o)
Eftir ráðstefnuna fór starfsfólkið út að borða og úr því varð mikil gleði og mikill hlátur.....menn sendu sms í nafni annara til að ergja saklausar eiginkonur sem héngu í unglingapartýi allt kvöldið....aðrir héldu sýnikennslu í daðri...enn aðrir voru bara fúlir og leiðinlegir!!!!

Á laugardeginum eyddi ég nokkrum klukkutímum á skjálftavaktinni eins og eiginkonan orðar það....eftir það litaði ég hárið og fékk yndislegustu fósturtengdamömmu í heimi til að klippa á mig hanakamb....eftir klippingu fórum við stöllurnar að undirbúa okkur fyrir grímuballið.....við vorum stórglæsilegar en mjög ólíkar....set inn mynd á morgun ef ég finn einhverja sem eignar sig fyrir netbirtingu;o...það var hrikalega gaman á grímuballi og margir flottir grímubúningar!

Í dag fór ég svo aftur til fósturtengdó og fékk hana til að klippa kambinn af.....annars eyddi ég mestum hluta dagsins í að hanga með sætustu stelpunum hér í bæ....Sirrý og Þóra Magga alltaf gaman að hlægja með ykkur......jafnvel þegar önnur ykkar hringir og er með svefngalsa;o)

föstudagur, mars 03, 2006

midt om natten

ætli ég læri aldrei að sinna vinnunni minni á daginn???
allaveganna núna er ég búin í bili og er að hugsa um að sofa hrikalega hratt svo ég nái nógum svefni fyrir morgundaginn

eiginkonan er að fara á samfés á morgun og hún er búin að leggja mér nokkrar skýrar lífsreglur á meðan hún er í burtu....það er eins og hún treysti mér ekki!!!???
ég náttúrulega er búin að lofa að hafa mér afskaplega vel og vera henni til sóma

ég held ég muni allar reglurnar...

-ekki láta eins og fífl
-bara daðra við tvo í einu, annað veldur ruglingi
-bara drekka úr einu vínglasi í einu
-vera kurteis og sæt við alla
-ekkert kelerí nema mig langi til þess

.....voru þetta ekki annars reglurnar Þóra Magga???????

miðvikudagur, mars 01, 2006

smá tilraun

miðvikudagslíf

eiginkonan er eitthvað fúl yfir því að hér sé ennþá sunnudagshugleiðing í gangi þannig að það er best að breyta því.

Það er prófavika í skólanum núna og þar af leiðandi er engin kennsla - ljúft!!!!
Reyndar er alveg nóg að gera því á föstudaginn er UT sem verður í ár haldið hér í skólanum og ég verð með pínu pós þar!!!!! Reyndar ekkert skipulagt en þar sem ég er athyglissjúk þá náttúrulega stenst ég ekki mátið.

Ég er búin að vera ofboðslega þæg það sem af er vikunni og hef vaskað upp á hverju kvöldi, farið í gönguferðir og fór í ræktina í gær. Hef reyndar aðeins klikkað á því að fara snemma að sofa en maður getur nú ekki gert allt eða hvað??

ég er frekar sátt við að galdradagsetningin 3. mars sé alveg að renna upp en er samt búin að muna eftir auka verkefni sem varir til allaveganna 20. mars þannig að kannski 3. sé ekki rétt dagsetning:'(

Hér í sjávarplássinu mínu er búið að vera frábært veður síðan á fimmtudaginn og maður verður svo glaður þegar það er gott veður:D

Annars verður grímuball á laugardaginn og ég ætla að skella mér í búning og sýna mig og sjá aðra...það er samt vissara að siðapostuli Hugarróar komi með á ball því ég ber, eins og áður hefur komið fram, enga ábyrgð á gjörðum mínum!!!!!!

Jæja er að hugsa um að láta þetta nægja í bili, knús og kossar til allr