þriðjudagur, mars 28, 2006

bladíbla

í gær skilaði ég stóru verkefni í HA og þá eru bara 2 minni verkefni eftir þessa önnina.....mér finnst ég vera nýbyrjuð í þessu námi en ég er að verða búin með 3 fagið

önnin er líka að verða búin í skólanum...það eru 19 kennsludagar eftir þar


ég og þóra erum búnar að finna leið til að stytta langa vinnudaga mikið.....við förum í alls kyns leiki á msn og í dag fórum við í sannleikann eða kontór.....ef það er langt síðan þið lékuð þann leik þá mæli ég með því að þið rifjið hann upp því þetta er stórskemmtilegt....það er líka gaman að leika svona á msn því þú sérð ekki þann sem þú ert að leika við......;o)

já við erum kannski skrýtnar en það er alltaf gaman hjá okkur....


Á þessu ári er ég búin að lesa eina bók sem ekki kemur skólanum eða skólanum við....ég er búin að vera uþb mánuð að lesa hana....ég hlakka til að komast í sumarfrí og lesa eins og 400 bækur....ég er ekki einu sinni búin að lesa nýjustu bókina hans Arnaldar....ég er ekki einu sinni búin að kaupa hana....ég er að hugsa um að skreppa í bókabúðina á morgun og kaupa hana jafnvel þó ég lesi hana ekki strax...

jæja núna er ég orðin svo þreytt að ég get ekki skrifað meira..knús knús á ykkur öll

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Verðum að finna fleiri leiki, gefa svo út bókina...."hvernig má stytta vinnudaginn með uppbyggilegu hangsi á msn".
Takk fyrir frábæran kvöldmat og yndislegt kvöld....mundu bara að eldhúsglugginn hjá mér gefur ekki frá sér hljóð....það er bara hann kisi að reyna að komast inn ;)

28 mars, 2006 23:52  
Anonymous Nafnlaus sagði...

heyrðu kúl, ég þarf að koma þessu á hjá mér og vinkonum mínum;) við erum einmitt alltaf að reyna að stytta vinnudaginn á msn og svo bara höfum við stundum nákvæmlega ekkert að segja og þá væri þetta snilldarhugmynd ;)

29 mars, 2006 19:54  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim