miðvikudagur, maí 28, 2008

Ég var sjálf minn 15000 gestur og í tilefni þess eldaði ég frábæran kvöldmat - hreindýrakjöt snöggsteikt með grænmeti á pönnu og núðlur soðnar og svo skellt á pönnuna, smá eplasafi með hveiti og svo slatti af guaram masala kryddi - mmmmmmmmmmm mig langar í í meira bara við að skrifa þetta. Guaram masala er indversk kryddblanda ef einhver er að velta því fyrir sér.

Búin að pakka í nokkra kassa í dag og ef ég væri dugleg myndi ég pakka í nokkra í viðbót...en ég nenni ekki!!!

mánudagur, maí 26, 2008

Þessa vikuna rek ég heilan fjölbrautaskóla....alveg satt....er að spá í að bæta við nokkrum brautum eða fella niður nokkra áfanga - hvað finnst ykkur????

Nú er seinasti mánuðurinn minn hér farinn að nálgast, fæ lykla af nýrri íbúð um helgina...hitti líka eitthvað af tilvonandi samstarfsfélögum á föstudag - spennandi

Ég er búin að ná mér í fullt af kössum hjá foreldrunum....þeim fannst vissara að geyma alla kassa síðan seinast þannig að í raun eru þetta gömlu kassarnir mínir sem sumir hverjir hafa ferðast frá íslandi til danmerkur til íslands og svo aðeins innanlands eftir það.

Hvenær hættir maður að flytja og sest að einhversstaðar????? Hvenær er komið nóg???? Ég hef verið hér lengur en nokkurs staðar annars staðar ef frá er talin barnæskan sem byrjaði þó með flutningum - held samt ekki að ég eigi eftir að vera 15-20 ár á sama stað aftur þannig að ef ég yrði hreppsómagi þá yrði ég send beint í borgarfjörðinn - alla veganna eftir gömlum reglum um hvernig búseta og framfærsluskylda var....eins gott að það reyni ekki á þetta því ekki langar mig að búa í uppsveitum Borgarfjarðar aftur ónei

Seinasta föstudag útskrifuðum við 12 stúdenta með hvítar fallegar húfur og á aðfaranótt laugardags stoppaði fjölskyldulöggan þau öll á leiðinni á flugvöllinn.....reyndar bara í venjulegu eftirliti því að sjálfsögðu brjóta ungarnir mínir ekki af sér undir stýri - eru nefnilega gáfaðir krakkar:) Elsti krakkinn er sennilega 40 ára hahahahahahaha

þriðjudagur, maí 20, 2008

og vikurnar líða ein af annarri...í lok vikunnar er útskrift hér

Ég er komin með fullt af vinnu næsta vetur og er algerlega hætt að hafa fjármála áhyggjur...hef svo sem engar áhyggjur því mér finnst gott að hafa nóg að gera!!! hætti bara að sofa 9-11 tíma á nóttu ef mig vantar meiri tíma...hehehehe annars er ég grínlaust að sofa 9-11 tíma allar nætur núna og finnst það eiginlega of mikið.....er samt á fullu allar nætur því ég hef bæði verið í sauðburði þar sem ég tók á móti köflóttum lömbum og verið í hestaferð og svei mér þá ef ég var ekki komin aftur í rhs (reykholtsskóla) eina nóttina.

núna er ég að reyna að horfa á undankeppni eurovision - gengur ekki vel en ég reyni kannski aftur á fimmtudaginn.....

miðvikudagur, maí 14, 2008

Búin að vera kennari í bili og frá og með morgundeginum er ég námsráðgjafi og get ráðlagt ykkur um allt mögulegt......

vantar kassa til að pakka niður í....þarf að redda því á morgun

er búin að vera að skoða hvað það kostar að flytja yfir í næsta landshluta og trúið því að mér hefur dottið í hug að skilja allt dótið mitt eftir og kaupa nýtt fyrir norðan

þriðjudagur, maí 06, 2008

skólinn er að verða búinn...bara 3 kennsludagar og svo 4 prófdagar - þá fer kennarinn í mér í frí og námsráðgjafinn tekur yfir....viðtöl við nýnema, ráðleggingar um námsval og svona!!!

tíminn hér í firðinum er að styttast í annan endann og ég þarf að fara að hugsa um að byrja að pakka....er reyndar pínu byrjuð en það er NÓG eftir....hlakka til að byrja að pakka...mér finnst gaman að pakka niður - en ógeðslega leiðinlegt að taka upp úr kössum!!!!

föstudagur, maí 02, 2008

Þar sem ráðningarsamningur hefur verið undirritaður get ég gefið það upp hér að ég er að fara að kenna við Menntaskólann á Akureyri næsta vetur, ca 50% staða við dönskukennslu.

Þar að auki er ég að fara í nútímafræði við Háskólann á Akureyri og nú vantar mig bara skemmtilega sumarvinnu og einhverja smá vinnu næsta vetur svo dæmið gangi 100% upp.

Ég er á fullu að láta drauminn rætast og ég er nokkuð ánægð...

vantar einhvern 2006 árgerð af skoda fabia???? ég ætla að vera bíllaus næsta vetur!!!