föstudagur, ágúst 29, 2008

ég er byrjuð á fullu í skólanum...það er áskorun að lesa svona mikið á ensku en það hlýtur að koma á næstu vikum - ég er eins og krakki sem er nýbúinn að læra að lesa það gengu svo hægt!!!

Ég er samt í einum kúrs sem er bara á íslensku og þá valdi ég danska bók til að gera verkefni um hahahahaha

Vikan að verða búin og ég að fara á ferðalag á sunnudaginn og kem heim viku seinna....er búin að lána íbúðina mína á meðan þannig að blómunum mínum á ekki eftir að leiðast.

þriðjudagur, ágúst 26, 2008

Ég er búin að kaupa nokkrar skólabækur og prenta út fullt af glærum og kennsluáætlunum og raða upp í möppu...ég er orðin skipulagsfrík á seinni árum því hérna í gamla daga skoðaði ég aldrei kennsluáætlanir og keypti bækurnar rétt fyrir próf eða verkefnaskil - ef ég þurfti þess

Ég tók smá kast áðan hvað ég væri eiginlega að gera í nám...ég myndi falla á fyrsta prófi ef ekki væri búið að biðja mig um að fara fyrir þann tíma.....en ég er nú klárari en svo!!!!!! Ég er sem sagt búin að jafna mig á óörygginu og hlakka bara til á morgun þegar það verður fyrsti skóladagur hjá mér

um helgina skelli ég mér í ferðalag sem með nokkrum stoppum endar í danmörku að skoða tvíbura - er að spá í að kaupa svoleiðis hahahahahahahahahahaha

laugardagur, ágúst 23, 2008

í vikunni hef ég....

...haldið 4 nýnemafyrirlestra
...breytt ótalmörgum stundatöflum
...talið einingar í ansi mörgum námsferlum
...farið yfir muninn á kjörsviði og kjarna milljón sinnum
...haldið 2 Angel námskeið fyrir starfsfólk
...haldið kynningarfund fyrir eldri nýnema
...farið tvisvar í fangelsi og út aftur
...sent u.þ.b. 3 milljónir tölvupósta
...búið til 3 kennsluáætlanir
...kynnt 3 kennsluáætlanir
...farið á eitt óvart fyllerí á gistiheimilinu mínu
...sorterað ótal skjöl og pappíra í möppur (og hent slatta)
...lagað til á skrifstofunni
...pakkað niður öllum pappírum sem eiga að koma með

núna er kominn tími til að fara heim

sunnudagur, ágúst 17, 2008

vikan er að hefjast og á morgun er nýnemadagur hjá okkur - ég ætla að vera skemmtiatriði þar!!!

Það var gaman í skírn á laugardaginn og barnið heitir áfram Björn Daníel. Þetta var samt löng ferð og ég var orðin nokkuð þreytt þegar ég kom hingað í Grundarfjörðinn þó klukkan væri ekki margt. En ég get bætt Súðavík, Ísafirði, Hnífsdal og Bolungarvík á þéttbýliskjarna sem ég hef séð.

fimmtudagur, ágúst 14, 2008

nýbúin og strax aftur ........helgin!!

Hér í firðinum hefur vikan liðið við mikla vinnu....finnst þetta samt ekki nógu mikil vinna af minni hálfu en það er alltaf þannig að mér finnst ég ekki gera nógu mikið.

Hef smá áhyggjur af því að ég þurfi að fara í meðferð þegar ég fer héðan eftir rauðvín með matnum og púrtvín eftir mat nokkuð marga daga en ég sef alla veganna vel um þessar mundir hahahahaha

Á morgun fer ég í fyrsta skipti á norðanverða vestfirði - áfangastaður er Bolungarvík...þar er ástarvika núna svo það er best að passa sig!!!! Finnst ég ekki alveg hafa tíma til að fara frá vinnunni en tek bara eitthvað með mér svo ég geti unnið nema rétt á meðan ég er í kirkjunni að heyra hvort barnið heiti ekki örugglega BD!!!

sunnudagur, ágúst 10, 2008

Í gær fór ég til höfuðborgarinnar og gisti á reykjavíkurgistiheimilinu mínu....alltaf gott að gista þar.

Við elduðum góðan mat og spjölluðum um heima og geima, vorum með húslestur og fórum í "finna sem flestar villur"

Í dag fékk ég svo félagsskap í verslunarferðir og eftir það fórum við og horfðum á gleðigöngu....alltaf jafn gaman á gay pride - Páll Óskar var fallegastur í göngunni!!!! Við horfðum á skemmtiatriðin og skemmtum okkur barasta mjög vel!!! Dagurinn var sem sagt mjög góður fyrir utan svínið á veitingastaðnum hahahahahahahahahahaha

Núna er ég komin á grundarfjarðargistiheimilið mitt og er að hugsa um að fara að halla mér......þar sem vinnan hleðst upp hjá mér er ég að hugsa um að grynnka aðeins hrúgunni á morgun:0) Skrifa kannski meira þá...

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Ég er mætt í vinnuna eftir langt og gott sumarfrí....mér finnst mjög gaman í vinnunni minni svo þetta er ekki svo slæmt

hef laumu áhyggjur af því að ég muni hafa hrikalega mikið að gera næsta vetur....en það þýðir ekkert að vera að æsa sig yfir því - gert er gert.

föstudagur, ágúst 01, 2008

Hér er brjálæðislega gott veður og ég er hálfdofin af hitanum....ég er búin að gera margt seinustu daga meðal annars...

-fara í jólahúsið
-fara í gönguferð í skóginum
-dorga á bryggjunni á Hauganesi
-fara í smádýragarð
-sigla til Hríseyjar
-fara í Nonnahús
-skoða Möðruvelli í Hörgárdal
-labba upp tröppurnar að Akureyrarkirkju

Sumarfríið mitt er búið á þriðjudaginn og það verður ágætt að fá smá reglu á tilveruna:o)