þriðjudagur, mars 23, 2010

mars er farinn að styttast í annan endan...4 kennsludagar eftir í páskafrí...jeiiiiiiii

Ég er á kafi í tölfræði í háskólanum og búin að rifja upp það sem ég lærði í gamla daga og læra ýmislegt nýtt....kannski ég verði tölfræðinörd hér eftir...

Ég er búin að vera að spá í áföngum í háskólanum næsta vetur....ég þarf að ákveða hvað ég vil gera - hvernig ég vil hafa þetta master nám mitt....eiginlega búin að ákveða áfanga...vonandi fæ ég að taka 2 áfanga sömu önnina í skiptinámi og þá er ég sátt...næstu önn verð ég í eigindlegum rannsóknaraðferðum (nenni ekki hahahahaha) mér finnst megindlegar aðferðir skemmtilegri - ætli ég geti tekið þær aftur hahahaha

vinnu/búsetu spurningarnar eru enn jafn margar....ekkert gengur að leysa þær enda tíminn ekki kominn....

fimmtudagur, mars 04, 2010

þarf að segja svo margt.....þyrfti samt fyrst að klára að hugsa nokkra hluti....ætli fólk fari til sálfræðings til að fá frið til að tala hahahahahaha

nei það er ekki svo slæmt að ég fái ekki að tala nóg....málið er bara það að ég get ekki ákveðið neitt fyrr en eftir nokkrar vikur svo ég verð bara að halda áfram að hugsa þangað til