miðvikudagur, janúar 28, 2009

UTN nr 2

Á morgun hefst kennslan í MA aftur....búið að vera ágætt að vera bara að vinna á einum stað - samt var gaman að hitta bekkinn "minn" í dag við stundatöfluafhendingu....

Ég er alltaf að reyna að ákveða hvað mig langar til að verða þegar ég verð fullorðin...á hverjum vetri er ég viss um að þetta sé seinasti veturinn sem ég kenni en samt er ég heilluð af öllu sem hefur með kennsluaðferðir, námsmat, skólaþróun og annað slíkt, að gera

kannski þarf ég bara að prufa eitthvað nýtt innan kennslunnar, búin að kenna í grunnskóla og framhaldsskóla, kenna á staðnum og í fjarkennslu, kenna fullorðnum á námskeiðum hjá símenntun, finnst mjög áhugavert að hugsa um fjarkennslu og mismunandi kennsluaðferðir tengdar henni

kannski þarf ég bara að skipta um fag??? einhverjar uppástungur??? hvaða fag er skemmtilegast???

hef líka verið að spá í náms og starfsráðgjöf - veit samt ekki hvort það er vegna þess að mig vantar ráðgjöf eða vegna þess að mig langar til að læra það...

En ég hef gaman af upplýsingatækni og get eytt löngum tíma í að nördast eitthvað í tölvunni


ps) var að átta mig á því í stjórnarslits/stjórnarmyndurnar/"kosningar sem fyrst" umræðum að við næstu kosningar mun ég kjósa í norð-austur kjördæmi - ég kann ekkert á pólitík í norð-austur....

sunnudagur, janúar 25, 2009

Patrek Hall Einarsson

Patrek komin í heimsókn til að hella niður eplasafa og borða túnfisksamlokur

Búinn að finna þennan líka skemmtilega spegil sem er hægt að káma aðeins

Patrek getur falið sig heillengi og á meðan á ég að leita af honum og kalla á hann

föstudagur, janúar 23, 2009

í dag fékk ég verð-sjokk
mig vantaði blek í prentarann minn og var stödd á Glerártorgi....í Eymundsson var ekki til blekið sem mig vantaði þannig að ég fór í Office One - þar kostaði blekið 7990. Mér fannst það ekki alveg nógu gott verð þannig að ég fór í Eymundsson niðri í bæ - þar kostaði blekið 6200 og þar sem ég er með afsláttarkort þar endaði ég á því að borga tæplega 5300 fyrir blekið. Hvernig er það auglýsir Office One sig ekki verandi með lægri verð en aðrir??!!!

Alla veganna þá er ég komin með blekið og ýmislegt annað sem mig bráðvantaði.....

fimmtudagur, janúar 22, 2009

UTN færsla 1

Nú sit ég heima í stofunni minni og hlusta á fyrirlesturinn frá því að miðvikudaginn - þvílíkur lúxus!!

Ég var búin að lesa glærurnar og einhverjar af greinunum/slóðunum en það er alltaf gagnlegt að hlusta líka eða það finnst mér.

Ég er líka búin að skoða verkefnin sem gera á og lýst bara vel á þau - finnst reyndar erfitt að eiga að skrifa eitthvað svona opinberlega einu sinni í viku....hahahaha sko þá meina ég að ég eigi að skrifa eitthvað fræðilegt því ég hef bloggað í mörg ár og það er ekkert mál að skrifa um mig og hvað ég er að bralla.


sunnudagur, janúar 18, 2009

ég var heima hjá mér í eina og hálfa viku áður en ég fór á flakk aftur - á þessari einnu og hálfu viku var ég með próf, tók próf og sat yfir í 5 prófum

á fimmtudaginn fór ég í skoðunarferð um nýjasta framhaldsskóla landsins - um að gera að ná því áður en nýr skóli tekur til starfa í Mosfellsbæ

á föstudaginn kenndi ég nokkrar klukkustundir og fór svo á Hvanneyri!!

í gær skrapp ég til Reykjavíkur og hitti skemmtilegt fólk - alltaf gaman að spjalla

á morgun ætla ég heim aftur

mánudagur, janúar 12, 2009

allar fréttir af andláti mínu eru stórlega leknar......

sunnudagur, janúar 04, 2009

Nýtt ár

jólin og áramótin liðin....

...ég var netlaus allan tímann - án mikilla fráhvarfseinkenna og sjónvarpslaus - án nokkurra fráhvarfseinkenna....að vísu var ég með dvd spilara og nóg af efni til að horfa á þannig að það voru eiginlega bara fréttir sem ég missti af:o)

fannst samt dálítið skrítið að skoða mbl áðan því ég kannaðist ekki við neitt af fréttunum!!!

áðan þegar ég ætlaði að fara að vinna í Angel - loksins komin á netið og tölvan hætt að vera bara til að spila tónlist!!! og þá var Angel bilað!!! fjandans drasl!!!