miðvikudagur, maí 30, 2007

Svona er gott veður á Akureyri!

SUMARFRÍ!!!!

Það er gott að vera í sumarfríi....er komin á Akureyri og nýt þess að vera í leti og njóta tilverunnar í góðu veðri og góðum félagsskap. Litli frændi er enn ekki fæddur og í raun ekki von á honum fyrr en eftir 6 daga en það sakar ekki að vonast eftir honum sem fyrst:o)

Veit ekki hvað ég geri næst í fríinu en sennilega styttist í að ég missi þolinmæðina og fari að vinna eitthvað....er ekki mjög góð að vera í fríi í margar vikur og nú þegar er komin heil vika!!!!

Vona að þið hafið það gott!!!

laugardagur, maí 26, 2007

Sit í Borgarfirðinum í góðu yfirlæti...búin að elda og baka og fylla á sápur í fullt af sumarbústöðum....langar að fara að undirbúa næsta vetur en hefur hingað til tekist að hemja mig!!!





Powered by ScribeFire.

mánudagur, maí 21, 2007

mánudagur

Ég er svo ótrúlega löt....ég nenni engu en langar svo ótrúlega margt.....það er einn dagur eftir í vinnunni og þá get ég farið að undirbúa næstu önn...hehehehehe......ætla nú samt að bíða með það í nokkra daga og skreppa í Borgarfjörðinn í nokkra daga....svo eiginlega vantar mig bara einhverja sem nenna að passa mig svo ég fari mér ekki að voða....

föstudagur, maí 18, 2007

Home Sweet Home...eða svona næstum því

Komst loksins til Íslands, einungis sólarhring á eftir áætlun...athyglisverð saga bak við þetta allt en ég nenni ekki að rifja hana upp núna....en nokkrir punktar



....3 hótel á 5 dögum

....8 sinnum vopnaleit á 6 dögum

....eitt flug af 5 á réttum tíma, eða sko við á réttum tíma í það

....fékk pláss í seinustu vélinni 15 mín áður en hún fór af stað





en alla veganna komin heim, skítug, þreytt og alveg að verða pirruð en samt skemmtileg;o)





Powered by ScribeFire.

miðvikudagur, maí 16, 2007

AUC

Var á ráðstefnu í dag...fínt og margar góðar hugmyndir hafa fæðst....búin að versla slatta og er nokkuð sátt

Á morgun, miðvikudag er heimferðardagur eftir ráðstefnu og stefnan er að koma heim á fimmtudagsmorgun...svo er útskrift kl 14 og ég á að halda ræðu!!!!

Best að fara að sofa bráðum....þarf reyndar að pakka aðeins:)





Powered by ScribeFire.

sunnudagur, maí 13, 2007

Kveðja frá Maryland, Georgia og Indiana

Sit hér í rokna hita og fallegu sumri...það tók tímann sinn að komast hingað...nenni ekki að skrifa heljarlanga ferðasögu en hér koma helstu punktar:

-"missti" tvisvar sinnum af flugi
-gisti á Hilton hóteli farangurslaus þar sem farangurinn missti ekki af fluginu
-var í lengstu security röð í heimi, held ég
-hef eytt ca 10 klst í flugvél seinasta sólarhringinn og jafnmörgum á flugvöllum
-gleymdi myndavélinni minni en mundi eftir snúrunni í hana
-gleymdi pin-númerinu í símanum mínum og þurfti að hringja sos í símann og láta opna kortið
-búin að fara 3 sinnum í vopnaleit síðan ferðin hófst og þurfti að fara úr skónum í hvert skipti

en þrátt fyrir þetta allt hef ég skemmt mér mjög vel...er í góðum félagsskap og búin að kaupa 4 bækur og borða mjög góðan mat, er að hugsa um að fara að sofa þó klukkan sé aðeins 8 um kvöld hér því flugvélar og flugvellir taka á!!!!

Knús til ykkar allra

laugardagur, maí 12, 2007

status

Búin að pakka...búin að vaska upp....búin að senda sjálfsmat....búin að kjósa(gerði það samt í dag en ekki í kvöld).....búin að kaupa dollara....búin að double tjekka að allt sé pakkað og uppvaskað.....búin að tjekka opnunartíma búðanna sem ég ætla að versla í....

ég held hreinlega að ég sé algerlega tilbúin til að leggja af stað á morgun(eftir)

fimmtudagur, maí 10, 2007

Hvad ka' man sige...boller fra Koberg

Í dag/kvöld kláraði ég að fara yfir öll verkefni þannig að allar einkunnir eru klárar!!!! Missti reyndar af því að sjá fyrsta klukkutímann af Eurovision en ég hlustaði á það í útvarpinu í staðinn...fáránlegt að rúv sendi ekki svona stóratburði í beinni útsendingu;o)

Á morgun er prófyfirsetur og pökkunardagur

Laugardagur er svo ferðadagur....3 flug plönuð:oD

Powered by ScribeFire.

þriðjudagur, maí 08, 2007

alltaf í kringum glæpalýð...

Var að horfa á fréttirnar og sá þar vini mína sem spiluðu á harmonikkur fyrir mig á laugardaginn...mér fannst það vingjarnlegt af þeim....ég kvartaði sem sagt ekki yfir þeim....kannski voru það þeir sem kveiktu öll þessi bál á sunnudagsmorgun???? ég meina það var hrikalega kalt á laugardagsnóttina.......verð samt að segja að djammið var óvenju fjörlegt svona með harmonikkuspil í eyrunum þegar maður gekk á milli skemmtistaða...nú eða stóð fyrir utan þá að kjafta!!!





Powered by ScribeFire.

mánudagur, maí 07, 2007

Spennufall

Ég er pínu dofin í augnablikinu....stóra verkefnið búið og hvað nú????

Það gekk mjög vel að flytja verkefnið þó ég hafi talað heldur lengi...núna á ég bara eftir að skila sjálfsmatinu og þá er námið alveg búið....þetta veldur smá tómleika...hvað nú???? Ég á eftir að sakna þess að fara á Akureyri og eiga í hrokafullum samræðum við fólk:oD





Powered by ScribeFire.

föstudagur, maí 04, 2007

bæklingur - tilbúinn og útprentaður

veggspjald - tilbúið til upphengingar

glærur- svo til tilbúnar...(á eftir að semja texta með einni glærunni)



Í kvöld er ég búin að slást, fara í boltaleik, jarma, byggja 3 hæða höll með sundlaug á þakinu og svara óendanlega mörgum spurningum...





Powered by ScribeFire.

miðvikudagur, maí 02, 2007

Allt á fullu að venju....

...í dag skila ég bæklingi um skólann og heimildaskrá....á föstudag skila ég veggspjaldi og á laugardag flyt ég erindið mitt með fínu fínu glærunum sem ég er búin að sérsníða fyrir þetta tækifæri...



Annars eru annarlok farin að nálgast hér eins og í öðrum framhaldsskólum.....próf í næstu viku og svona....þar sem ég er að fara til usa þarf ég að skila öllum einkunnum föstudaginn 11. maí....er reyndar auðvitað búin að fara yfir öll verkefni jafnóðum þannig að það ætti ekki að vera mikið mál....var að reikna það út um daginn að ég fer yfir ca 18000 á önn og bý til ca 120 verkefni...alger vitleysa maður!!!!





Nýjasta æðið þessa dagana eru djúpsteiktar ostastangir - afskaplega hollar og vítamínríkar en hvað er eiginlega málið með þessu...þykist vita að Sirran fussi og sveii og mér finnst leiðinlegt að yfirgefa okkar ostalausa málstað en þær eru bara svo góðar.....









Powered by ScribeFire.