fimmtudagur, febrúar 28, 2008

það er sko kominn fimmtudagur í dag og ég er búin að vera ótrúlega dugleg í vikunni að fara yfir verkefni, senda pósta og skipta mér af!!! Seinni partinn þarf ég svo að vera ótrúlega dugleg að búa til verkefni fyrir næstu viku.

Það eru lotuskipti hjá okkur núna sem þýðir að allir fá einkunn fyrir hálfa önn.....sem þýðir það að seinasta önnin mín hér er hálfnuð....flutningsdagur er settur 1. júlí!!!

á morgun er ég að hugsa um að fara í borgarfjörðinn, á laugardag er ferðinni heitið til höfuðborgarinnar og á mánudaginn ætla ég að fara á sunnanverða vestfirði - verð þar í sólarhring og svo aftur til reykjavíkurinnar og að lokum heim í fjörðinn minn.

mánudagur, febrúar 25, 2008

sunnudags

dúnkoddi....hmm hver gleymdi svoleiðs hér??

launaseðlar síðan um mitt ár 2004

uppskriftir í þúsundatali

tryggingaskjöl frá þremur mismunandi tryggingarfélögum

fleiri póstkort og fleiri nafnspjöld

ca 25 metrar af símasnúrum og 5 mismunandi litar lan-snúrur

þetta og ýmislegt annað spennandi valt upp úr skúffum og kössum í dag - búin að fara í gegnum alla draslkassa og henda fullt af alls konar dóti

laugardagur, febrúar 23, 2008

laugardags

Hefur einhver týnt hleðslutæki fyrir nokia síma á seinustu 3 árum????

Vissuð þið að ég á sennilega fleiri hundruð nafnspjöld....og álíka mörg póstkort

komst líka að því að ég á örugglega 100 umslög þannig að ég verð að hætta að kaupa nýtt búnt þegar ég þarf að senda eitt bréf og týna svo restinni áður en ég sendi næsta bréf.

Vantar einhvern leiðbeiningar um hvernig fylla á út skattaskýrslu fyrir árið 2003???

Vill einhver skoða skattaskýrslur frá mér fyrir árin 2002, 2003 og 2004 - 2 eru frá DK og þar get ég séð að fyrri helming árs 2003 þénaði ég tæplega 900.000 isk og ykkur að segja var ég grunnskólakennari seinni helminginn þannig að sennilega voru launin ekki mikið hærri þar!!!! þá eins og nú eyddi ég öllum peningunum mínum um leið.....hahahahahahaha

Eins og sum ykkar hafa kannski giskað á þá er ég að fara í gegnum pappakassa og sortera upp úr þeim.....þannig er mál með vexti að þegar ég flutti seinast og aðeins þar áður þá nennti ég ekki að fara almennilega í gegnum pappíra og svoleiðis og pakkaði bara nánast öllu - tók svo bara ekkert upp úr völdum kössum:oS

best að halda áfram þessari skemmtun

sunnudagur, febrúar 17, 2008

er vorið að koma?????

Hér er búið að rigna og blása í nokkra daga og af þeim orsökum er alveg þó nokkuð mikið af snjónum farið=o) en trúið mér það er ennþá fullt af snjó í ruðningum og hrúgum hér og þar um bæinn og fjallgarðurinn minn er enn nokkuð stór en samt hættur að vera í mount everest stærð!!!

Á morgun fer ég í fangelsi - hef lítið gert af mér þannig að þetta verður ekki löng dvöl....fer svo á föstudag til ólafsvíkur þannig að bíllinn minn verður notaður í þessari viku!!!!

Allir útlandafararnir mínir eru komnir heim heilir á höldnu!!!!

Í dag er ég búin að vera að ganga frá þvotti og taka til í sokkaskúffunni minni....tók ca 30 pör af sokkum úr skúffunni en hún er samt ennþá full.....ætli ég eigi nóg af sokkum?????? í þessum skrifuðum orðum heyri ég að uppvaskið í eldhúsinu er með læti þannig að það er best ég sinni því!!!

mánudagur, febrúar 11, 2008

enn ein vikan

það er ekkert smá sem tíminn líður - hér á mörkum hins byggilega þá fjúka þeir framhjá!!! algerlega bókstaflega...

Hver eru helstu einkenni veðurtengds þunglyndis???

Á föstudaginn verður árshátíð í skólanum...þá eru líka þemadagar fimmtudag og föstudag - í fyrsta skipti í 4 ár er ég ekki á kafi við að skipuleggja annað eða hvoru tveggja og ÉG ER SVO SVO SVO SVO SÁTT!!!!!!!!

föstudagur, febrúar 08, 2008

ég er orðin svo þreytt á veðrinu...snjór snjór snjór snjór....ef byggt væri snjóhús úr fjallinu sem er fyrir framan húsið hjá mér þá yrði það 15 fm herbergi með löglegri húsnæðislofthæð!! og enn snjóar....eða skefur....eða bara eitthvað ógeð!!!!!!!!!!!! Svo á að rigna í dag og það þýðir að húsið mitt verður umkringt síki og þá mun draumur minn um að prufa að búa í kastala rætast!!!!!!!!!!!!!

Annars allt ágætt að frétta héðan af mörkum hins byggilega heims


Powered by ScribeFire.

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Eftir rólegan janúar svona vinnulega séð þá mun febrúar verða ögn kaótískari þar sem ég er komin í nýtt starf með kennslunni og ég þarf að læra inn á það.....seinasta mánuðinn hef ég öðru hvoru kvartað yfir að hafa lítið að gera og ég get lofað ykkur því að næsta mánuðinn mun ég kvarta yfir því að hafa mikið að gera:o)

Í morgun fóru foreldrarnir til köben og í nótt fer tískuprinsessuverslunarstýrumjásan hún Þóra til sömu borgar....held samt að hún eigi ekki eftir að rekast á foreldra mína sem verða í föndurbúð allan tíman því hún á eftir að sötra kampavín á tískusýningum allan tíman!!!! eða hvað sem fólk gerir á svona fashion week....eins gott fyrir alla aðila að koma með eitthvað sætt handa henni mér heim!!!!!!!!!

Í gær var bíllinn minn grafinn úr skaflinum sem var kominn alls staðar í kringum hann.....planið var allt mokað og núna á ég fjall í garðinum fyrir framan stofugluggann


Powered by ScribeFire.

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Einhver sérfræðingurinn er búinn að reikna út að dagurinn í gær, ss fyrsti mánudagur í febrúar væri stærsti skrópadagurinn hjá fólki. Mér fannst samt miklu erfiðara að vakna í morgun.....er ég eitthvað sein á mér eða hvað??????


Powered by ScribeFire.

föstudagur, febrúar 01, 2008

brrrrr

hér er kalt....samt ekki eins kalt og í borgarfirðinum samkvæmt áræðanlegum heimildum...

ætlaði að skrifa eitthvað hérna í gær...og fyrradag og á þriðjudaginn...er búin að steingleyma hvað ég ætlaði að skrifa um.....

í nótt dreymdi mig bruna sem ég var að slökkva...mér er sagt að það tákni rifrildi.....mig dreymir oft eld, bruna, íkveikjur og ýmislegt því tengt.....er það þess vegna sem það er svo oft stuttur í mér þolinmæðisþráðurinn????? Ég rífst samt ekki mikið - lengur.....held ég!!!! Vil samt taka það fram að ég er aldrei að kveikja í í draumunum heldur alltaf að reyna að slökkva....það meiðist aldrei neinn og það eru alltaf sömu húsin sem brenna á mismunandi hátt.....oft er ástæða húsbrunanna sinueldur!!!! Ætli það skemmi mann að eiga eldhræddann pabba?????

Ég hef ekki hreyft bílinn minn í langan tíma....því mér finnst það ekki kvenleg iðja að moka upp bíla svo ég labba bara allt sem ég þarf að fara=o) sem betur fer er búðin hér flutt nær mér svo ég verð ekki uppgefin á að fara þangað....

Fattaði allt í einu að ég hef alveg gleymt að segja frá áætlunum ársins 2008....ég ætla bæði að flytja og fara í nám á þessu ári=o)