fimmtudagur, febrúar 28, 2008

það er sko kominn fimmtudagur í dag og ég er búin að vera ótrúlega dugleg í vikunni að fara yfir verkefni, senda pósta og skipta mér af!!! Seinni partinn þarf ég svo að vera ótrúlega dugleg að búa til verkefni fyrir næstu viku.

Það eru lotuskipti hjá okkur núna sem þýðir að allir fá einkunn fyrir hálfa önn.....sem þýðir það að seinasta önnin mín hér er hálfnuð....flutningsdagur er settur 1. júlí!!!

á morgun er ég að hugsa um að fara í borgarfjörðinn, á laugardag er ferðinni heitið til höfuðborgarinnar og á mánudaginn ætla ég að fara á sunnanverða vestfirði - verð þar í sólarhring og svo aftur til reykjavíkurinnar og að lokum heim í fjörðinn minn.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Gleymdir að nefna að á laugardaginn færðu dýrindis máltíð hjá mér og kannski eins og 1-2 hvítvínsglös....ef þú verður stillt og vaskar upp eftir þig.

Þú verður að lofa að keyra varlega.
Maggan

28 febrúar, 2008 11:21  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég vildi bara ekki gera alla afbrýðisama með því að segja þeim hvað það verður sjúklega gaman hjá okkur!!!
Ég lofa að keyra varlega en uppvaskið er allt annað mál.....hehehehehe

28 febrúar, 2008 15:14  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim