föstudagur, nóvember 27, 2009

vitið þið hversu miklu þið hafið eytt í bækur, geisladiska og dvd-diska seinasta árið?? Ég var að reikna saman mína eyðslu....segjum bara að upphæðin hafi komið mér á óvart!!!! Ég var semsagt að taka saman kvittanir til að senda í Vísindasjóð og þurfti þess vegna að fara yfir þetta.

Ég hvet ykkur til að halda svona utan um eyðsluna hjá ykkur því það er athyglisvert að sjá niðurstöðuna eftir árið.

Að einhverju allt allt öðru....eiginlega hægt að segja að þetta sé allt önnur Ella hahahahahaha
í kvöld bakaði ég banana/döðlubrauð....mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm það er svo gott

ég man það núna að næst þegar ég bakaði svoleiðis ætlaði ég að baka það í muffins formum - verð að muna það næst!!

Vitið þið hversu stutt er til jóla??? Ég hlakka svo til að fara til Reykjavíkur aðra vikuna í desember - flugið pantað og ég farin að pakka.....eða alla veganna farin að hugsa um hvað ég eigi að taka með mér...treysti því ekki alveg að allt til konfektgerðar sé til á heimilinu sem ég er að fara að konfektast á. Er dónalegt að koma með sín eigin áhöld með sér????? eða er það kannski bara fagmannlegt???

Ég á enn eftir 150 bls af Stieg Larsson nr 2 og ég er að farast úr spenningi....getur jólafríið ekki farið að koma svo ég geti lesið allan tímann....rauðvín, ostar og góð bók.....hvað er eiginlega að þessari mynd???

fimmtudagur, nóvember 19, 2009

ég fór og keypti 3 bókina eftir Stieg Larsson áðan - á sænsku. Þessi bók kostaði með afslættinum 1500 eins og sú fyrri....þetta þýðir að ég hef sparað 7000 við að kaupa sænskar bækur.....giskið hvað aukajólagjöfin mín mun kosta í ár????? nei ekki 7000 því ég keypti mér líka naglalakk í dag en restin fer í aukajól....hehehe

ég er að farast úr spennu yfir Flickan som lekte med elden....langar helst að melda mig veika í ca 350 bls í viðbót

ætti annars að vera að vinna....hmm nei nenni ekki....best að lesa einn kafla áður en ég fer að sofa

miðvikudagur, nóvember 11, 2009

í dag kom sjaldgæf hlið á sjálfri mér í ljós....hagsýna Valgerður mætti á svæðið strax á eftir þreyttu Valgerði.
Hagsýna Valgerður ákvað það að fyrst að bókin sem mig langaði í kostaði 5000 kr á íslensku en bara 1750 á sænsku þá myndi ég rifja upp sænsku taktana!!!! Núna les ég Flickan som lekte med elden og ég er búin að spara 3250 kr - ætla að kaupa bók nr 3 á ensku á 2700- hún er ekki komin út á íslensku og mun kosta örugglega 5000 líka...þannig að eiginlega verð ég kominn í 6000 kr plús þá og get leyft mér að kaupa mér eitthvað fallegt hahahahahaha ef þetta er ekki stelpustærðfræði þá veit ég ekki hvað!!!!!

nennir einhver að koma hingað og setja saman hillu fyrir mig??

mánudagur, nóvember 09, 2009

stórar og mikilvægar ákvarðanir hafa verið teknar seinustu dagana....þetta mun allt koma í ljós með tíð og tíma en ég gef samt ekkert upp strax:)

brjálað að gera að venju...ritgerðir eru skrifaðar, verkefni fá 9 í einkunn....farið hefur verið yfir fullt af verkefnum og önnur búin til...fullt af góðum mat hefur verið búinn til og borðaður.....

ég er búin að losa mig við hor og hita og kvefið er komið í póst til réttmæts eiganda!!!

mánudagur, nóvember 02, 2009

það er ískalt í dag...alltof kalt til að striplast um í ófóðruðu pilsi....hér eftir og fram í maí verða eingöngu fóðruð pils í boði!!!! sennilega líka sokkabuxur í stað leggings!!! gott ef ég þarf ekki að finna legghlífar og lopasokka og jafnvel að læra að prjóna andlitshlífar!!!!!

eru til pils með flísfóðri????

á einhver uppskrift af legghlífum með hæl????