föstudagur, nóvember 27, 2009

vitið þið hversu miklu þið hafið eytt í bækur, geisladiska og dvd-diska seinasta árið?? Ég var að reikna saman mína eyðslu....segjum bara að upphæðin hafi komið mér á óvart!!!! Ég var semsagt að taka saman kvittanir til að senda í Vísindasjóð og þurfti þess vegna að fara yfir þetta.

Ég hvet ykkur til að halda svona utan um eyðsluna hjá ykkur því það er athyglisvert að sjá niðurstöðuna eftir árið.

Að einhverju allt allt öðru....eiginlega hægt að segja að þetta sé allt önnur Ella hahahahahaha
í kvöld bakaði ég banana/döðlubrauð....mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm það er svo gott

ég man það núna að næst þegar ég bakaði svoleiðis ætlaði ég að baka það í muffins formum - verð að muna það næst!!

Vitið þið hversu stutt er til jóla??? Ég hlakka svo til að fara til Reykjavíkur aðra vikuna í desember - flugið pantað og ég farin að pakka.....eða alla veganna farin að hugsa um hvað ég eigi að taka með mér...treysti því ekki alveg að allt til konfektgerðar sé til á heimilinu sem ég er að fara að konfektast á. Er dónalegt að koma með sín eigin áhöld með sér????? eða er það kannski bara fagmannlegt???

Ég á enn eftir 150 bls af Stieg Larsson nr 2 og ég er að farast úr spenningi....getur jólafríið ekki farið að koma svo ég geti lesið allan tímann....rauðvín, ostar og góð bók.....hvað er eiginlega að þessari mynd???

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

fyrst þetta ert þú þá er alls ekki dónalegt að mæta með áhöldin með sér (enda ertu félagslega óhæf)........var einmitt að vonast til þess að þú myndir mæta með konfektgerðardót því ég á lítið af slíku.....en ég á veist þú vélina...þarna...matvinnslu, þarft ekki að mæta með hana.
Hlakka mega mikið til að fá þig.

Konan sem á ekkert konfektgerðardót

27 nóvember, 2009 17:40  
Anonymous Nafnlaus sagði...

er ekki í lagi með þig! maður á aldreiiii að skoða svona dót! never eða reyna út alla launaseðla! maður fer að grenja útaf því hvað maður eyðir miklum peningi í ekkert!!!!

lil u

30 nóvember, 2009 23:21  
Anonymous Nafnlaus sagði...

EKKI KALLA BÆKURNAR MÍNAR EKKERT!!!!
en jú það er nauðsynlegt að vita hvað maður á mikið:o) reyndar önnur ástæða líka en maður getur ekki rætt allt á netinu....hahahaha

Hei þú þarna í vesturbænum - hlakka til að koma og tek sérvalið dót með - gott þú átt þarna vélina sem tætir dótið!!!

Sjáumst eftir 10 daga, þessi félagslega óhæfa

30 nóvember, 2009 23:41  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hahah var ekki að því. ekki vildi ég vita hvað ég eyði mínum peningum í einhvað eins og mat shit hvað ég mundi aldrei eyða auri í það aftur heheh. peningar eru þarna til þess að eyða þeim ekki að muna hvað þú eyddir þeim í!!!!

lil u

02 desember, 2009 21:26  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Heyrðu pant fá konfekt :) USSSS eyðslan allt árið það er sko :S Já frétti að þú hefðir fjáfest í sænsku útgáfunni :)

SE

07 desember, 2009 10:12  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Heyrðu pant fá konfekt :) USSSS eyðslan allt árið það er sko :S Já frétti að þú hefðir fjáfest í sænsku útgáfunni :)

SE

07 desember, 2009 10:12  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim