mánudagur, júlí 31, 2006

vorkunsemi

ég er svo veik allt í einu...ég er komin með háan hita og hrikalega hálsbólgu..ég vorkenni mér afskaplega þar sem ég á alltaf frekar bágt þegar ég er með hita - verð lítil aftur!!!!

ég sit hérna og skelf úr hita í ca 15 mín og þá skelf ég út kulda í ca 10 mín...venjulega gæti ég alveg sofið en ég á frekar erfitt með að kyngja þannig að ég er búin að vakna á 5 mín fresti í þessa 4 tíma sem ég hef dormað...

Núna sit ég og horfi á þýska sjónvarpsmarkaðinn því ég veit ekki um neitt sem er eins svæfandi og hann!!!

mér er heitt akkúrat núna...

er að spá í að reyna að sofa aðeins meira....ef einhver veit lausn á því hvernig maður losnar við slef úr munninum í svefni án þess að kyngja - vinsamlegast hafið samband við mig


ps) er að spá í að kaupa burstann sem er verið að auglýsa akkúrat núna...hann leysir 5 hárverkfæri af...hann sparar mann sko næstum 300 evrur....og hann getur slétt hár og krullað hár og er algerlega bráðnauðsynlegur!!!!

sunnudagur, júlí 30, 2006

helgin so far..

litla sæta íbúðin mín er full af fólki...ég hef eiginlega rekið gistiheimili í viku núna og alltaf fjölgar gestunum...ekki pláss fyrir fleiri nema þá helst upp í hjá mér og í sófanum þar sem íðilfögur eiginkona mín ætti að vera en hefur ekki verið seinustu nætur!!!

Listahátíðin kláraðist í gær!!!!! það var mjög gaman að þessu öllu en búið að vera mikið stress og mikið vesen...ég er að hugsa um að bregða mér í sumarfrísgírinn aftur því enn eru ca 2 vikur eftir af fríinu

á föstudagskvöld var ball með pöpunum og það var mikil snilld...ég brilleraði með ýmsum sveiflum og skemmti mér stórvel
í gærkvöldi var svo bæði bryggjuball og sixtiesball og ég fór í smá skemmtistaða ráp áður en ég fór inn á kaffi þar sem var alltof margt fólk og sjúklega heitt....ballið hefði átt að vera úti!!!!

í gær stóð ég skjálftavaktina með miklum sóma en mér sýnist á öllu að því sleppi ég að mestu í dag...best að bregða sér út í góða veðrið..

þriðjudagur, júlí 25, 2006

home sweet home

ég er komin heim í litla krúttlega sjávarþorpið mitt þar sem eru engin umferðarljós og umferðarmenningin er aðeins minna sturluð en í borg óttans - bara aðeins!!!!

það er alltaf gott að koma heim og sofa í sínu eigin rúmi

...í gær sunnudag fór ég í heimsókn til fallegrar fjölskyldu á álftanesi og þar var mikið spjallað um hin ýmsu málefni...Helga og Jón Örn takk kærlega fyrir mig!

...ég fór líka í kolaportið og hitti nokkra af þeim sem voru fastagestir þar þegar ég vann þar á hinni öldinni...við vorum hjartanlega sammála um að ég væri sérstaklega sæt og skemmtileg;o)

...ég fór til augnlæknis í dag og hann skemmti sér við að þræða misbreiðar nálar inn í táragöngin mín...svo skrifaði hann upp á enn eitt sýklalyfið og sagði mér að ef þetta gengi ekki þá væri uppskurður eina lausnin fyrir mig....þá vitum við það!!!

...listahátíðin Berserkur byrjaði í dag...ég er að hugsa um að fylgjast með þar á morgun þó ég sé vissulega ekki lengur á aldrinum 16-25 þá er ég bara 18 í hjartanu og það hlýtur að telja;o)

jæja er að hugsa um að reyna að sofa e-ð áður en hin stórskemmtilega en sturlaða eiginkona vekur mig í fyrramálið!!!!

sunnudagur, júlí 23, 2006

helgi í borg óttans

jæja þá er kominn sunnudagur og aðeins sólarhringur eftir af þessari dvöl minni hér í höfuðborginni!!

á föstudagsdagskvöldið skellti ég mér á kaffihús með sætu bræðrum mínum og kærustum og það var hin besta skemmtun....þeim finnst ég sturluð og efast á köflum um geðheilsu mína...sérstaklega eftir hótanir um geldingu með skeið...en það er í fínu lagi þar sem ég efast um geðheilsu mína mjög reglulega!!!!!

á laugardaginn byrjaði ég á því að skella mér í heimsókn í hafnarfjörðinn og hitti Tomma, Maju og fallegu börnin þeirra. Það var mikið spjallað...Valla Fía nafna mín bakaði handa mér köku og Sveinbjörn Snorri kallaði mig pabba þannig að sú heimsókn var mjög velheppnuð:o)

um kvöldið fór ég svo út að borða með Nóní og þar var mikið spjallað og hlegið...mjög gaman og væri til í að endurtaka það sem fyrst!!

Ég eyddi sem sagt öllum laugardeginum í að tala!!!...menntamál, mismunur milli háskóla landsins, kynlíf, sambandsmál, mismunur kynjana, barneignir og ýmislegt annað var rætt og ég er ánægð með þennan dag.

Dagurinn endaði svo á yndislegu baði í hálfsveitinni og það er langt síðan ég hef verið svona afslöppuð!!!!


....stundum væri ég til í að vera eitthvað sem ég er ekki og núna er akkúrat svoleiðis stund...ef ég væri stærðfræðingur gæti ég auðveldlega reiknað út hversu mikið ég þyrfti að versla í ónefndri búð svo það endist alla næstu helgi!!!! ég hef líka heyrt að stærðfræðingar megi alveg vera pínu spes og það er skemmtileg hugmynd!!!

...stefnan er sett á mikla gleði og ómælt daður á góðri stundu...það verður stuð....svo verður líka eiginkonan búsett hjá mér alla næstu viku þannig að það er auka ástæða til að gleðjast:o)

...verum glöð og kát og viðukennum að við erum sturluð...verum berserkir og sjáumst á góðri stundu!!!!

föstudagur, júlí 21, 2006

allar fréttir af andláti mínu eru stórlega ýktar....

ég er ekki dauð...ekki týnd...ekki flúin af landi brott...

...ég er bara búin að vera frekar upptekin við það að vera í sumarfríi og svo líka við það að vera ekki í sumarfríi;o)

....mánudag og þriðjudag var ég í fríi og var afskaplega dugleg við það!!! Vaka á nóttunni og sofa á daginn...hanga á kaffi...horfa á sjónvarp og ráfa um netið...

....á miðvikudagsmorgun var ég nánast grátbænd um að mæta í smá vinnu og þar sem ég er afskaplega góðhjörtuð þá var ég að vinna að undirbúningi listahátíðar miðvikudag og fimmtudag (kannski er ég ekki svona góðhjörtuð heldur er svona auðvelt að plata mig???) í gær fimmtudag var glampandi sól í sjávarplássinu og ég brann við að eyða deginum utandyra við að mála auglýsingarskilti...

...í morgun fór ég svo til reykjavíkur og lét taka mynd af heilanum í mér og verslaði svo nokkrar nauðsynjar....núna sit ég á hressó og er að bóka atburði helgina...laugardagur er nánast frátekinn frá hádegi en það er enn nógur tími eftir ef þig langar til að gera e-ð skemmtilegt:o)

er að hugsa um að skella mér í matvörubúð og svo í hálfsveitina þar sem kvöldplanið hljóðar upp á afslöppun og lushbað (elska baðkör!!!!)

mánudagur, júlí 17, 2006

mánudagur til mæðu...ójá

Hér er búið að vera fínt veður í 2 daga - ekkert búið að rigna...enda ringdi nóg fyrir amk heilan mánuð á laugardaginn og föstudag og fimmtudag;o)



Ég fór í enn eitt skiptið til læknis í dag...

....blóðprufan útskýrði ekki hvað væri að mér...sem er að vissu leyti fínt...að vísu kom í ljós að ég er með vírussýkingu þannig að ég þarf að fara í aðra blóðprufu eftir nokkrar vikur.....

....ég á að fara í myndatöku á heila á föstudag....ég verð að viðurkenna að það örlar aðeins fyrir áhyggjum hjá mér....

....svo er augað líka í ólagi og ég á leið til augnlæknis á mánudag...

......helvítis læknavesen...ég hef ekki þurft að fara til læknis í langan tíma og núna er ég fastagestur og það munar einhverjum örfáum krónum að ég fái afsláttarkort - mér finnst það sorglegt!!!

...það er hér með staðfest að ég er aumingi!!!

Fleiri myndir

Hér eru nokkrar myndir í viðbót....ég er búin að setja fullt af myndum inn í myndaalbúmið mitt sem er linkur á hér til hægri...

Sætustu stelpurnar í sjávarplássinu:


Smá sýnishorn af útsýninu frá bústaðnum:

Nokkrar myndir frá Hraunfossum og Barnafossi:






Gaman að þessu....

laugardagur, júlí 15, 2006

komin heim

Þetta er mynd af bústaðnum, hann er umkringdur trjám þó það sjáist nú ekki alveg á þessari mynd.
Barnafoss
Hraunfossar
Ég fór í bíltúr á fimmtudag og skoðaði Barnafoss og Hraunfossa...hefur svo sem ekkert breyst síðan seinast en mér finnst alltaf gaman að labba um þarna þannig að í hvert skipti sem ég er í nágrenninu fer ég smá hring....fór líka í Húsafell en það var nú bara til að kaupa rafhlöður í myndavélina!!!

Í dag(föstudag) fór ég í langa gönguferð um æskuslóðir og leynda staði í kringum ánna (nei mamma við lékum okkur aldrei við ánna!!!), það var rigning þegar ég lagði af stað en það stytti upp fljótlega....það var samt hífandi rok allan tímann!!!
þegar ég kom aftur í bústaðinn skellti ég mér í sund á Kleppjárnsreykjum(engin sturta komin í bústaðinn ennþá) og að því loknu og pakkaði ég saman dótinu mínu og renndi yfir í sjávarplássið mitt með smá stoppi í svignaskarði og á hyrnunni.

miðvikudagur, júlí 12, 2006

síðan seinast...

það er auðvitað margt sem er búið að gerast síðan ég skrifaði einhverjar fréttir af mér seinast...ætli það sé ekki um að gera að koma með smá update af lífi mínu...

*búin að nördast í angel í marga klukkutíma - vakti heila nótt um daginn að nördast...
*fór á opnun á listasýningu og fékk fiskisúpu þar...
*ég hjálpaði pabba í vinnunni og var rosa dugleg...
*las fullt en ekki búin klára neina bók....hálfnuð með nokkrar;o)
*búin að fá milljón hugmyndir af verkefnum fyrir veturinn...
*búin að spjalla mikið við alls konar fólk...ætli það sé hægt að spjalla yfir sig??
*varð vitni að heimiliserjum í gula gettóinu...er ekkert smá fegin að búa í rólegu bláu hverfi;o)
*búin að halda matarboð og fylla matargestinn...
*búin að djamma á mánudegi og fara í picknic á þyrlupallinum
*endurheimti mann, konu, ungling og ástmann öll heim sama daginn - hvað á það að þýða að skilja mig eftir aleina!!!!

...það er pottþétt e-ð meira markvert búið að gerast en ég man það ekki í bili...


á morgun ætla ég að skella mér í sumarbústað og vera í rólegheitum...bústaðurinn er á mörkum hins byggilega heims þannig að þar er ekki netsamband, enginn skjár 1, næstum ekki gsm samband og sennilega bara 2 útvarpsstöðvar....þar er samt rafmagn og rennandi vatn þannig að mér er sama....ég ætla að klippa tré, tína rabbabara og fíla grasið þar sem það grær...kannski ég misþyrmi líka lúpínu!!!


læt vita af mér þegar ég kem aftur í menninguna...farið vel með ykkur þangað til og ef þú saknar sveitasælu og fuglasöngs þá ert þú velkomin/n í heimsókn...sendu bara sms eða hringdu og fáðu staðsetninguna á hreint

þriðjudagur, júlí 11, 2006

lífið er dásamlegt

maðurinn minn, konan mín og ástmaður minn eru öll á réttum stað!!!!

föstudagur, júlí 07, 2006

So true....

Hið góða við að búa í litlum bæ, er að þegar ég veit ekkert hvað ég er að gera, veit einhver annar það

miðvikudagur, júlí 05, 2006

this is my life

það er svo sem ekkert mikið að gerast hérna í sjávarplássinu en tíminn líður hér eins og annars staðar...

....ég er alveg handviss um að það verður brjálað að gera í ágúst þannig að ég hef verið mjög dugleg við að skipuleggja næsta vetur...er búin að vinna nánast alla grunnvinnuna og á eiginlega bara eftir að setja þetta inn í Angel...ég er með öðrum orðum alveg hrikalega dugleg stelpa....

....ég er búin að fá að vita dagsetningarnar fyrir staðlotur næstu annar....þetta eru drög en samkvæmt þessu á ég að mæta 3 næstu önn....ég er búin að skoða fögin og er frekar spennt fyrir þeim....held þetta verði spennandi önn...

....í dag var Angel uppfært....það er spennandi....ég er svo mikið nörd í mér að ég iða í skinninu að fara að prufa mig áfram.....ég á sem sagt eftir að vera upptekin við að nördast næstu daga....heyrumst

þriðjudagur, júlí 04, 2006

hellú

ég er nú ekki búin að vera fastandi allan þennan tíma;o)

ég fór í blóðtöku í gærmorgun og færði svo fólkinu sem er ekki í sumarfríi í vinnunni minni morgunmat....ég er jú svo indæl!!!!

...við Þóra fórum í bílferð um konungsdæmið allt í gær og hengdum upp auglýsingar um listahátíðina Berserkinn sem verður í lok júlí

...ég fór svo á enn einn bláa hverfisfundinn og þar var rætt um öll þau mál sem ákveða þurfti í sameiningu og verkum var skipt á milli fólks

að lokum fór ég í kaffi til konunnar áður en ég tölti heim

mánudagur, júlí 03, 2006

hungurverkfall...

...ég er hér með komin í hungurverkfall í 10 tíma....ég er í nettu svimakasti yfir því að mega ekkert borða og aðeins drekka 1 vatnsglas ef það er nauðsynlegt....reyndar er þetta með svimakastið ekki grín....svimaköst eru ástæða þess að ég á að fasta....læknirinn ætlar að tappa af mér blóði til að grennslast fyrir um ástæðu þess að heimur minn snýst aðeins of mikið....

...annars er helgin búin að vera ljúf og afskaplega róleg...ég bakaði brauð á föstudaginn og fór á fund í sambandi við Á góðri stundu....í ár bý ég í bláa hverfinu....það er allt að fara á fullt í undirbúningi....á laugardaginn fór ég líka á fund þar sem bara aðilar frá bláa hverfinu voru viðstaddir og nú bý ég yfir leynilegri vitneskju....hehe

...ég er búin með ca 3 kafla í ævisögu minni...er líka búin að skipuleggja alla áfangana sem ég er viss um að ég sé að fara að kenna í haust...er líka búin að skrifa 2 bréf til vina úti í heimi...ég er sem sagt ótrúlega dugleg og iðin stelpa..

...draumfarir mínar seinustu nætur hafa verið stórmerkilegar og ég er eiginlega pínulítið hrædd við að sofna því það eru ótrúlegustu hlutir sem hugur minn býr til....ætli það sé hægt að úrskurða mann geðveikan á grundvelli draumfara??