mánudagur, júlí 03, 2006

hungurverkfall...

...ég er hér með komin í hungurverkfall í 10 tíma....ég er í nettu svimakasti yfir því að mega ekkert borða og aðeins drekka 1 vatnsglas ef það er nauðsynlegt....reyndar er þetta með svimakastið ekki grín....svimaköst eru ástæða þess að ég á að fasta....læknirinn ætlar að tappa af mér blóði til að grennslast fyrir um ástæðu þess að heimur minn snýst aðeins of mikið....

...annars er helgin búin að vera ljúf og afskaplega róleg...ég bakaði brauð á föstudaginn og fór á fund í sambandi við Á góðri stundu....í ár bý ég í bláa hverfinu....það er allt að fara á fullt í undirbúningi....á laugardaginn fór ég líka á fund þar sem bara aðilar frá bláa hverfinu voru viðstaddir og nú bý ég yfir leynilegri vitneskju....hehe

...ég er búin með ca 3 kafla í ævisögu minni...er líka búin að skipuleggja alla áfangana sem ég er viss um að ég sé að fara að kenna í haust...er líka búin að skrifa 2 bréf til vina úti í heimi...ég er sem sagt ótrúlega dugleg og iðin stelpa..

...draumfarir mínar seinustu nætur hafa verið stórmerkilegar og ég er eiginlega pínulítið hrædd við að sofna því það eru ótrúlegustu hlutir sem hugur minn býr til....ætli það sé hægt að úrskurða mann geðveikan á grundvelli draumfara??

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ef það væri hægt væri ég löngu komin á Klepp...........

03 júlí, 2006 12:49  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hmm?? ertu semsagt ordin klikkud útaf tví ad u ert ad dreyma svo skrítid??? hmm neii hh tad virkar ekki thannig,

4 dagar i heimkomu!

03 júlí, 2006 14:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel hjá Doktornum... vona að allt sé í góðu standi.. En þetta með draumana getur verið soldið súrt.. Kannast við að fá ótrúlegustu hluti í kollinn á nóttunni.. Eins gott að ekki sé hægt að úrskurða mann geðveikann ;)
Hafðu það svo gott í sumarfríinu þínu langa
Kveðja Irpa frænka

04 júlí, 2006 09:26  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim