fimmtudagur, desember 27, 2007

jóla hvað

hér er fjandans jólasnjór....það snjóaði mikið rétt í kringum jól og það er búið að vera verulega mikið frost...brrr

annars hafa jólin verið ljúf og skemmtileg....fullt af fólki....fullt af mat, ágætis samblanda af rólegheitum og slagsmálum:oD

Veit ekki hvenær ég nenni heim en þyrfti þó að vera duglegri að vinna og/eða læra!!!!

föstudagur, desember 21, 2007

ef ég nenni..

þá mun ég vaska upp...

þá mun ég pakka niður...

þá mun ég ganga frá fjallinu af hreinum þvotti í aukaherberginu...

þá mun ég fara í eitthvað annað en náttbuxur...

þá mun ég gera bara eitthvað annað en að sitja og horfa á allt sem er í sjónvarpinu!!!!!


En jólin koma bráðum og því nenni ég þokkalega...er orðin spennt, búin að pakka inn öllum jólagjöfum og ready að borða góðan mat....ég verð samt á náttbuxunum ef ég nenni ekki að klæða mig í eitthvað annað!!!!


Að einhverju allt allt öðru....í dag var útskrift í skólanum og litlu hnoðrarnir okkar halda nú út í lífið án þess að við getum skipt okkur af þeim...hahahahahaha....úrskriftin gekk vel og ég hélt ræðu....


núna ætla ég að athuga hvort ég nenni....

fimmtudagur, desember 20, 2007

ég er á lífi og ekki fokin í burtu...búin að kaupa flestar jólagjafirnar og gefa allar einkunnir...ætla að fara af nesinu í smá stund á morgun...er orðin þreytt á rokinu og rigningunni hér...ætla að upplifa rok og rigningu annars staðar

föstudagur, desember 14, 2007

hér hefur veðrið herjað á alla í mest allan dag eins og annars staðar á landinu....ég fór í vinnuna og hitti mjög fá:oD nemendur tóku próf í sínum heimabæjum og þeir kennarar sem búa þar sátu yfir prófunum. Skólinn er að verða búinn....flestir nemendur eru komnir í jólafrí og ég á eftir að vinna mánudag og miðvikudag og svo er útskrift á föstudag!! - best að leita af kveðjuræðunni sem ég náði ekki að flytja í vor.

í gærkvöldi gerði ég köku...mjög góð og einn helsti kosturinn að það þarf ekki að baka hana....er að spá í að skella mér í jólabakstur og jólakorta föndur á morgun í tilefni þess að það eru ekki margir dagar til jóla!!

best að gera eitthvað gáfulegt eða kannski bara leggja mig!!!!


Ps) á einhver einhverjar spennandi seríur fyrir mig að horfa á um jólin??

mánudagur, desember 10, 2007

jólin jólin jólin koma brátt

jólin eru handan við hornið og ég er búin að kaupa fyrstu jólagjöfina - kaupi rest í vikunni þegar ég skrepp til reykjavíkur

Vinnan er á seinasta snúningi og ef ég held rétt á öllum spöðum tekst mér að skila einkunnum í lok viku - sem er alveg 4 dögum fyrir áætlun!!!

Þannig að næstu helgi ætla ég að baka og föndra og skrifa jólakort og gera allt annað sem kemur manni í almennt jólaskap - verður stuð!!!

Sumarbústaðurinn er klár um jólin og ég er farin að hugsa fyrir dvd til að taka með þangað og náttúrulega konfekti, kökum og góðum mat!!!

þriðjudagur, desember 04, 2007

úti er alltaf að snjóa

Hér í sjávarþorpinu kyngir snjónum niður í logni og blíðu...hversu lengi ætli hún endist þessi blíða í þetta skiptið????

Seinasti mánuður ársins hafinn og jólasturlunin er farin að færa sig yfir fólkið...veit ekki hvað ég á að kaupa í jólagjafir....veit ekki hvað mig langar í.......hmmmm er að hugsa um að íhuga þetta aðeins betur!!!

Veit ekki alveg hvenær ég geri mér ferð í jólainnkaup....kannski seinna