laugardagur, janúar 26, 2008

helgarlífið

Ég er snilldarkokkur - svei mér þá
í kvöld eldaði ég lambagrillsneiðar og grænmeti með grískri dressingu og það var fantagott!!
Kjötið var af vestfirskum kindum sem hljóta að borða fullt af indælis þara og hollu grasi því það er gott!!!
Ég hef oft búið til dressingu úr sýrðum rjóma......hef einhvern veginn ekki látið mér detta í hug að nota neitt annað en sýrðan rjóma....í kvöld lenti ég samt í veseni því sýrði rjóminn var grænn og það er ekki mjög náttúrulegur litur á svoleiðis vöru!!!! hvað gera menn þegar enginn sýrður rjómi er til.....jú þá notar maður AB mjólkina sem til er í ísskápnum í staðinn....virkar algerlega frábærlega og hér sit ég södd og sæl!!!

Stofan mín er skemmtileg eftir breytingar og allt í einu miklu stærri en hún var......það eina sem er að núna er hel$%$ snjórinn sem virðist vera til nóg af......en það er nú samt gaman að búa loksins ekki þar sem versta veðrið er - fín tilbreyting=o)

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Breytingar í gangi...

Í dag þegar ég kom heim úr vinnunni og ákvað að breyta aðeins til

Gengið inn í stofuna....ekki alveg búin að ákveða hvað verður um græjurnar

Séð yfir stofuna.....hvað ætli þetta hvíta sé - kannski draslið mitt sem er að hverfa...hahaha

Hornborð með saltlampanum sem ég fékk í jólagjöf og alls konar öðru dóti

Kertaborðin mín...undir stærra borðinu glittir í ástina í lífi mínu....bomann sem hitar mér ansi oft!!

séð úr stofunni fram.....hægra megin á þessari mynd er hluti af myndaveggnum mínum...þarna er meðal annars mynd af fallegasta barni í heimi - mér:oD

miðvikudagur, janúar 23, 2008

miðvikudagur er uppáhalds dagurinn minn....

þeim sem fannst fyndið að láta snjó, rigna, hagla og að lokum snjóa allt á sama sólarhringnum (eða svo gott sem) hefur slæman húmor og ekkert annað

Það góða við þetta var samt að skaflinn sem var fyrir aftan bílinn minn hvarf í aðförunum sem er jákvætt því ég er aum í mokvöðvunum-sem eru líka löðrungavöðvar. Aumleikinn (sætt orð) stafar af ofnotkun þessara vöðva - hahahahaha eða þess að ég tók extra vel á þeim í ræktinni í gær.

Ljúfleika og afslappelsi í vinnunni fer að ljúka og ég fer að vinna meira bráðum....fæ að vita hversu bráðum seinna í dag - er það ekki geðveiki að finnast 100% vinna vera afslappelsi????


vitið þið af hverju miðvikudagur er uppáhaldsdagurinn minn???? Af því að þegar ég fer heim úr vinnu á miðvikudegi er svo lítið eftir af vinnuvikunni.

Powered by ScribeFire.

sunnudagur, janúar 20, 2008

Hvaða vitleysa er það að fara að horfa á mynd sem maður veit að er sorgleg af því maður hefur séð hana áður....seinast þegar ég sá hana grét ég svo mikið og núna grét ég ennþá meira því ég vissi hvað væri að fara að gerast!!!!

fimmtudagur, janúar 17, 2008

það stefndi allt í að ég færi í fangelsi á morgun en ég slepp við það....

Á einhver risa hárþurrku til að bræða þetta hvíta ljóta????


Powered by ScribeFire.

mánudagur, janúar 14, 2008

ef ég nenni

ég nenni bókstaflega engu og síst af öllu nenni ég að vera skynsöm...ég finn fyrir ógurlegum mótþróa innra með mér gegn öllum mögulegum skynsamlegum og sniðugum hlutum

af hverju vinn ég ekki við að spila clayside og sofa???????

Af hverju laga ég td ekki til í eins og klst í dag....nei nei nei nei ég vil ekki

er hér með búin að kasta mér í gólfið í frekjukasti og komin með ekka!!!


Powered by ScribeFire.

miðvikudagur, janúar 09, 2008

Á einhver...

smá þolinmæði handa mér????

ég er búin að komast að því að ég týndi þolinmæðinni einhversstaðar í jólafríinu og mér gengur illa að finna hana aftur!!!

er ekki viss um að ég sé á réttri hillu í lífinu...efi nýja ársins er kominn á fullt og ég er ekki ánægð með margt um þessar mundir....ætli maður geti flokkað niðurbrot sem þunglyndi og farið í dagsbirtulampa og orðið...ja alla veganna blindur!!!! Ég fæ hausverk af dagsbirtulömpunum sem eru hérna í skólanum þannig að vonandi er ég ekki með skammdegisþunglyndi;o) ég er reyndar alveg með á nokkuð hreinu hvað er að....mig langar að sofa meira!!! hahahahahaha í kvöld ætla ég að fara snemma að sofa og ekki horfa á næturhrafnana á skjá einum!!!

Ég er búin að vera rosalega dugleg að elda á hverjum degi og mér finnst það gaman....vildi að ég gæti verið að dunda mér í eldhúsinu allan daginn - ætti kannski að fá mér vinnu sem matráður einhversstaðar!!!


Powered by ScribeFire.

sunnudagur, janúar 06, 2008

Jólin að hverfa.....

hér er allt á uppleið...veikindin búin og rútínan að komast í gang....ég er frekar kát!!!

Ég er búin að skipuleggja matseðil næstu viku og er alveg tilbúin í það að fara að vakna á morgnanna, borða hollan mat, fara í ræktina og halda heimilinu fallegu!! Takið eftir því að ég er ekkert til í að fara snemma að sofa því það hef ég ekki ennþá lært...læri það kannski á því herrans ári 2008.

Í kvöld þegar ég var að elda ætlaði ég eins og oft áður að hringja í upplýsingamiðstöð eldhúsanna (mömmu) og ætlaði að forvitnast aðeins um sósugerð....en mamma vogaði sér að vera að heiman!!!....ógurlegt....en litla hússtjórnarskólagengna systir mín gat hjálpað mér þannig að ég þurfti ekki að hringja í 118. (hahahahaha skemmtileg saga um skötusuðu bak við þetta komment) Maturinn var alla veganna hrikalega góður þannig að ráðin dugðu:o)



Vitið þið hvað er aðalkosturinn við að skreyta ekki fyrir jólin??? að þurfa ekki að taka jólaskrautið niður á þrettándanum!!!!

fimmtudagur, janúar 03, 2008

heilsan er skárri í dag....jákvætt!!!

núna er önnin að hefjast og allt á fullu....þetta er alltaf spennandi tími....ætlaði ekki að segja neitt mikið en vildi bara láta vita að ég er hressari

miðvikudagur, janúar 02, 2008

staðan á nýju ári

í morgun vaknaði ég dálítið slöpp....í kvöld er ég drulluveik!!! Ég skelf í hitamóki....er enn að íhuga hvort ég haldi einu máltíð dagsins niðri....er að vona að höfuðverkurinn hverfi eftir ofurmagn af verkjalyfjum....ætli magaverkurinn hverfi vegna þeirra líka????

hmm verð að sofa meira og athuga hvernig heilsan er þegar ég vakna aftur....hvernig getur manni eiginlega verið kalt í 2 bolum, einni mjög þykkri peysu og undir hnausþykkri sæng....og með hitann í botni???????

jólin og áramótin voru ljúf og sem betur fer voru veikindin nógu hugulsöm að bíða fram í janúar...en að sama skapi finnst mér þetta nýja ár frekar fúlt!!!!!