sunnudagur, janúar 06, 2008

Jólin að hverfa.....

hér er allt á uppleið...veikindin búin og rútínan að komast í gang....ég er frekar kát!!!

Ég er búin að skipuleggja matseðil næstu viku og er alveg tilbúin í það að fara að vakna á morgnanna, borða hollan mat, fara í ræktina og halda heimilinu fallegu!! Takið eftir því að ég er ekkert til í að fara snemma að sofa því það hef ég ekki ennþá lært...læri það kannski á því herrans ári 2008.

Í kvöld þegar ég var að elda ætlaði ég eins og oft áður að hringja í upplýsingamiðstöð eldhúsanna (mömmu) og ætlaði að forvitnast aðeins um sósugerð....en mamma vogaði sér að vera að heiman!!!....ógurlegt....en litla hússtjórnarskólagengna systir mín gat hjálpað mér þannig að ég þurfti ekki að hringja í 118. (hahahahaha skemmtileg saga um skötusuðu bak við þetta komment) Maturinn var alla veganna hrikalega góður þannig að ráðin dugðu:o)



Vitið þið hvað er aðalkosturinn við að skreyta ekki fyrir jólin??? að þurfa ekki að taka jólaskrautið niður á þrettándanum!!!!

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Haha kannast við það...:-)

06 janúar, 2008 21:34  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim