föstudagur, október 27, 2006

aha

tíminn líður frekar hratt um þessar mundir....

í kvöld fór ég í leikhús...eins konar farandsleikhús...þjóðleikhúsið er að ferðast um landið með verk sem heitir Patrekur 1,5....þetta var mjög skemmtilegt og ég mæli með því að þið farið og sjáið það þegar það kemur í þjóðleikhúsið....


annars er veturinn kominn hérna á snæfellsnesi með skemmtilegum veðrabreytingum og öllu því sem virðist fylgja vetrinum hér.......í morgun snjóaði...um hádegi ringdi...um kaffileytið var hundslappadrífa...í kvöld var rigning......ég hata vetur á snæfellsnesi!!!!

mánudagur, október 23, 2006

ný vika á leiðinni

Helgin er búin að einkennast af rólegheitum, þvotti, heimilisbreytingum og öðrum húslegum verkum...

Ég fór til Reykjavíkur á föstudaginn og fór á sögusýningu í Aðalstræti - út að borða á Gallileo - í leikhús....Sá sýninguna Eldhús eftir máli og mæli með því verki...skemmtileg ádeila á ýmsa hluti í þjóðfélaginu...var frekar þreytt í rútunni á leiðinni heim og var fegin að komast í mitt rúm eftir ca 40 klst vöku...

Á laugardaginn þvoði ég öll nýju fötin sem ég keypti í Danmörku - fór í Bónus - slappaði af - endurraðaði öllum bókunum mínum eftir nokkrum kerfum (stærð, höfundi, tegund og tungumáli) komst að því að ég á mest af bókum á dönsku.....á líka mest af dönskum dvd-myndum!!!!

Í dag hef ég bara verið að lesa - sofa - elda mat heima hjá Þóru - brjóta saman handklæði - horfa á friends....sannkallaður letidagur....

Er endurnærð eftir helgina og er tilbúin að takast á við næstu viku...þarf að gera verkefni um fjölgreindir og það hvernig er tekið tillit til þeirra í skólastarfi...verkefnaskil eru í lok mánaðarins...þarf reyndar líka að ganga frá logbók í sama áfanga þannig að það ætti að vera nóg að gera...

Stefni líka á að horfa á amk 3 danskar myndir í vikunni því ég keypti slatta af þeim úti:o)

föstudagur, október 20, 2006

föstudagur

ég kom heim og henti mér beint í djúpu laugina í vinnunni og er búin að vera þar á svamli síðan þá......það voru einkunnaskil í dag þannig að það er búið að vera slatti mikið að gera seinustu daga og verður það eitthvað áfram (ef ég man rétt þá nær þetta tímabil fram í miðjan desember...........

Annars er allt í fína hér....ég er á leiðinni til Reykjavíkur í leikhús og skrifa þess vegna meira seinna

sunnudagur, október 15, 2006

loksins blogg....


....ég er búin að vera meira og minna netlaus síðan á miðvikudaginn og ég hef eiginlega ekkert saknað þess....ætti samt að fá verðlaun því það er langt síðan ég hef verið offline í svona langan tíma:o)

er að hugsa um koma með smá ferðasögu...

á leiðinni til danmerkur eignaðist ég kærasta...hann slefaði yfir mér í fleiri klukkutíma og daðraði alveg frá því að ég sá hann fyrst og þangað til ég stakk af í köben...nýi kærastinn heitir Siggi og er ósköp mikið krútt...

ég byrjaði á því að fara til Odense þar sem ég slapp í H&M í ca klst svona rétt til að ath hvort ég hefði gleymt því hvernig ætti að versla þar;o)

ég gisti á hóteli í odense fyrstu nóttina og hitti annemette(kynntist henni þegar ég var í dk 95-96) í hádeginu á fimmtudag....við versluðum aðeins áður en við fórum heim til hennar í ejby

á fimmtudagsmorgun fórum við til randers til kristine(kynntist henni líka þegar ég var í dk 95-96) við byrjuðum á því að fá okkur að borða og svo skelltum við okkur í að versla.....um kvöldið buðu annemette og kristina mér í afmæliskvöldmat

á laugardagsmorgun eftir morgunmat skelltum við okkur í randers regnskov þar sem maður getur séð alls konar dýr....líka þessi sem ég ætla ekki að skrifa um því að þóra les þetta pottþétt....

ég og annemette fórum svo aftur til ejby og slöppuðum af um kvöldið

í dag fór ég svo til kaupmannahafnar þar sem mér tókst að kaupa fullt af dönskum dvd myndum áður en ég skellti mér í bíó.....

í nótt gisti ég á sama hóteli og ég gisti á þegar ég var með sigga og einari hér 2004.....þetta hótel er rétt hjá aðallestarstöðinni og þetta er örugglega ekki snyrtilegasta hverfi kaupmannahafnar...

....þetta er samt yndislegt hótel og morgunmaturinn var mjög góður fyrir 2 árum og ég hlakka til að prufa hann í fyrramálið....ég er eiginlega svöng en ég er ekki alveg viss um að það sé sniðugt að þvælast um ein á istedgade seint um kvöld....kannski er ég bara taugaveikluð en mér fannst óþægilegt að labba ein heim úr bíóinu áðan....

ég var ekki svona stressuð þegar ég var hérna með strákunum en það er ekki alveg það sama að vera einn....samt fannst mér það ekkert mál 96 þegar ég var í kaupmannahöfn ein seinast en sennilega er það aldurinn sem breytir manni aðeins.....heimurinn er líka orðinn meira brútal seinustu 10 árin....

á morgun ætla ég að gera eina tilraun í viðbót til að versla áður en ég skelli mér á flugvöllinn....hlakka mikið til að koma heim en veit samt sem áður að það er mjög mikil vinna sem bíður mín en svona er lífið.....

bitfarið sem tyson...aka...bitbrjálæðingurinn...aka...landsbyggðardrottningin veitti mér seinustu helgi er horfið....ég á eftir að rota hana einhvern tíma;o) var ansi nálægt því seinasta vetur þegar hún beit mig í eyrað en nartið seinustu helgi var bara fyndið;o)


fyrir þá sem ekki eru með það á hreinu þá átti ég afmæli í gær laugardag!!!!!!


steinunn ertu viss um að þú viljir að ég kaupi sokkabuxur handa drengnum?? hélt að þú hefðir haft áhyggjur af því að væri að reyna að breyta honum í stelpu seinast:o)

sunnudagur, október 08, 2006

come into my dreams...

tíminn líður frekar hratt.....

mér finnst hann eiginlega líða of hratt.....


foreldrarnir eru komnir heim og kisa farin til þeirra....það er kominn hiti á baðherbergið hjá mér....það er kominn nýr meðlimur í dagdrykkjuklúbbinn....árshátíðin í gær var skemmtileg....ég er frekar móðgandi og grimm á köflum....nýi sófinn hennar þóru er mjög góður að lúlla í....ég er með bitfar á brjóstinu...

miðvikudagur, október 04, 2006

letiblóð...

Bloggleysi undanfarinna daga stafar einfaldlega af leti og engu öðru...

ég ákvað að drífa mig heim strax eftir skóla á laugardaginn og var komin í fjörðinn fagra rétt eftir miðnætti...þá var einmitt kominn tími til að drífa sig á ball og þar skemmti ég mér mjög vel langt fram eftir nóttu

annars er bara þetta venjulega...mikið að gera í vinnunni...mikið að gera í skólanum...mikið að gera við að vera löt...lenti í því að þurrka upp ælu í gær....ojjj


ég er að fara til útlanda eftir viku....jei

mamma og pabbi koma heim og villidýrið fer til þeirra um helgina...jei

árshátíð bæjarins á laugardaginn....jei