mánudagur, október 23, 2006

ný vika á leiðinni

Helgin er búin að einkennast af rólegheitum, þvotti, heimilisbreytingum og öðrum húslegum verkum...

Ég fór til Reykjavíkur á föstudaginn og fór á sögusýningu í Aðalstræti - út að borða á Gallileo - í leikhús....Sá sýninguna Eldhús eftir máli og mæli með því verki...skemmtileg ádeila á ýmsa hluti í þjóðfélaginu...var frekar þreytt í rútunni á leiðinni heim og var fegin að komast í mitt rúm eftir ca 40 klst vöku...

Á laugardaginn þvoði ég öll nýju fötin sem ég keypti í Danmörku - fór í Bónus - slappaði af - endurraðaði öllum bókunum mínum eftir nokkrum kerfum (stærð, höfundi, tegund og tungumáli) komst að því að ég á mest af bókum á dönsku.....á líka mest af dönskum dvd-myndum!!!!

Í dag hef ég bara verið að lesa - sofa - elda mat heima hjá Þóru - brjóta saman handklæði - horfa á friends....sannkallaður letidagur....

Er endurnærð eftir helgina og er tilbúin að takast á við næstu viku...þarf að gera verkefni um fjölgreindir og það hvernig er tekið tillit til þeirra í skólastarfi...verkefnaskil eru í lok mánaðarins...þarf reyndar líka að ganga frá logbók í sama áfanga þannig að það ætti að vera nóg að gera...

Stefni líka á að horfa á amk 3 danskar myndir í vikunni því ég keypti slatta af þeim úti:o)

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Bara láta þig vita að ef þig vantar fleiri danskar dvd geturðu fengið slatta hjá mér! Gangi þér vel í starfi og námi. kv.

23 október, 2006 15:11  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hey mig vantar alltaf, gott að læra dönsku áður en maður skellir sér í nám út:-)

23 október, 2006 23:39  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim