laugardagur, maí 29, 2010

þá er enn einn kosningar/júróvisíonadagurinn runninn upp....búin að kjósa í dag og læt það nægja

ég er búin að eyða miklum tíma í að laga til í tölvunni því ég þarf að skila henni í júní...ég er líka búin að vera að laga til í kennsluumhverfum...taka afrit og eyða út drasli og svona...

slatti af prófum bíða eftir því að ég fari yfir þau....

fór í bíltúr um daginn og skoðaði Múlagöng...ég hlýt að venjast þeim einhvern tíma...

og þetta er lífið í hnotskurn um þessar mundir....nei alveg rétt ég er komin með dagsetningu á sumarvinnuna...þarf samt að muna að spyrja klukkan hvað ég á að byrja....

miðvikudagur, maí 19, 2010

ég þjáist af martröðum um svín, gyltur að myrða grísi....hvað merkir það???

þriðjudagur, maí 18, 2010

ég er svo svekkt:(

ég var búin að ákveða að vera óhollustuleg í kvöld....setti franskar í ofninn og hlakkaði SSSSSSSSSSSVOOOOOOOOOOOOOOO mikið til...var samt með hollustu samviskubit svo hinn hluti máltíðarinnar var mjög hollur og settur saman úr fleiri fæðuflokkum en fitu!!! svo tek ég frönskurnar úr ofninum aðeins of snemma...jakk vil ekki borða þær - þannig ég endaði á að borða bara grænmetispítu í matinn:o( svekkur
annars eru bara 2 kennsludagar eftir víiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
svo eru 3 vikna próf og yfirsetu kaffihlaðborð áður en allt er búið

föstudagur, maí 07, 2010

komin á Hvanneyri í rólegheit og spss reikning...ekki það að spss eigi heima hér en það elti mig frá Akureyrinni...á að skila verkefni á mánudaginn og á eftir að klára það....fékk panik kast í Skagafirði yfir því að hafa gleymt glósunum úr seinasta tíma en áttaði mig á því í næsta firði á eftir að ég hefði glósað inn í glærurnar í seinustu lotu því ég gleymdi að taka með mér stílabók í tímann....þannig að ég er með glósurnar með mér hjúkkit....

er að fara á Snæfellsnesið í seinasta skipti...ekki það að ég ætli aldrei þangað aftur en næst verð ég ekki að fara í vinnuna því ég er að hætta að vinna þar - 6 ár á sama stað er ágætt eða hvað??? er líka að hætta í MA í vor/sumar....þannig að ég er farin að huga að næsta flutningi...