miðvikudagur, maí 31, 2006

húsmóðirin in action

ég er hreinlega að brillera sem húsmóðir þessa daganna....í gær eldaði ég svo góðan kvöldmat að ásdís er að hugsa um að ættleiða mig sem matmóður sína(hún reyndar segir það næstum alltaf þegar ég elda eitthvað og lætur móður sína hringja í mig til að fá að vita hvernig maður eldar almennilega:-D).....í dag vaknaði ég snemma til að baka pizzasnúða og nú er það ekki bara ásdís sem er að hugsa um að ætleiða mig sem matmóður.....auk þess er ég búin að skúra, skrúbba og bóna endalaust....mér finnst leiðinlegt að þurfa að þrífa eftir sjálfa mig....að verða að ganga frá þegar ég er búin að elda eða baka

í gær fór ég út á skaga til að fá nýtt kort í símann minn....ég var búin að finna heimilisfangið á búðinni á netinu og skoða kortið fram og til baka....ég skildi rata....ég mætti á svæðið og fann ekki búðina..urr...endaði á að hringja í 118 og spurja hvar búðin væri og þá var búið að flytja búðina...tvöfalt urr....ég fann samt búðina á endanum og fékk nýtt símakort og rataði að lokum frá akranesi og ætla aldrei þangað aftur...ég hata staði sem ég rata ekki á;o)

jæja best að fara að vaska upp enn einu sinni....knús á línuna!!

mánudagur, maí 29, 2006

hallú

í gær tókust samningar við sjálfa mig ágætlega og ég notaði daginn í dag til að laga til, þrífa, þvo þvott og baka brauð....ég fór ekki í bónus en ég geri það seinna:o)

er nokkuð lukkuleg með hreina fína heimilið mitt og heiti því að halda þessu svona....alltaf!!!

sunnudagur, maí 28, 2006

helgarlíf

í dag var fallegur dagur í sjávarþorpinu, sólin skein og allir virtust kátir og ánægðir.....ég gerði mest lítið fyrr en undir kvöld þegar ég tók til og ryksugaði hérna í hreysinu mínu...þyrfti að klára þessa tiltekt á morgun og er að reyna fullvissa mig um að ég hafi ekkert betra að gera....veit ekki hvernig þetta á eftir að fara því ég er ótrúlega erfið í samningum og ekki ginkeypt fyrir mútum!!!


í gær voru kosningarnar og það þýðir að nú er sældarlífinu lokið....ekki hægt að búast við því að framboð sjálfstæðismanna fæði mig lengur í von um atkvæði mitt....ég þarf sennilega að taka mig á í eldhússtörfunum!!!!

ég ákvað að kjósa eftir stefnuskrá í þetta skipti og sveik þar með rautt uppeldi og kaus blátt...mun aldrei gerast í alþingiskosningum en eins og ég segi þá kaus ég málefni en ekki lit...mér fannst hinn flokkurinn ekki geta staðið við og svarað nægjanlega fyrir sína stefnuskrá þannig að þetta var í raun og veru ekki flókin ákvörðun

í gærkvöldi fylgdumst við þóra svo með útsendingum í sjónvarpi og fylgdumst með tölunum birtast.....við komumst fljótt að því að við vorum svo lítið inni í þessum málum að við þekktum ekki einu sinni alla algengustu lista-stafina og notuðum því moggann okkur til hjálpar...þegar við vorum búnar að spá í þessu öllu í dágóða stund ákváðum við að skella okkur á kosningavöku sjálfstæðisflokksins og tókum þátt í miklum sigurlátum þegar úrslitin komu í ljós

jæja það er best að hætta þessu bulli hér og halda áfram að telja sjálfri mér trú um að það sé betra að eyða morgundeginum í tiltekt, þrif, brauðbakstur og bónusferð en að fara í bíltúr á akranes.....mig langar vissulega í nýtt brauð en ég er samt ekki viss;o)

fimmtudagur, maí 25, 2006

fimmtudagslíf

starfsmannaferðin var snilld.....við fórum á ýmsa staði og leystum þrautir (vorum með rútu), þetta var sambland af gamni og alvöru og ég held að allir hafi skemmt sér vel....ferðin endaði svo á grilli í skildi og sungum og hlógum...

....ég og þóra fengum annan grillarann til að skutlast með okkur inn í stykkis til að heimsækja búðina sem selur drykkina sem má ekki auglýsa þar sem við vorum búnar með birgðirnar sem við tókum með okkur....efast um að þessi ágæti grillari geri okkur nokkurn tíma greiða aftur eftir mikinn fíflagang af okkar hálfu á leiðinni....

...þegar við komum heim aftur sló þóran upp partýi og þar sátum við nokkur og ræddum lífsins lystisemdir fram á kvöld við ákafa drykkju og mikinn hlátur....þegar leið á kvöldið fækkaði í hópnum en við þóra vorum hvergi nærri hættar að sulla þannig að við fórum með "nýja gaurinn" í vinnunni á krákuna þar sem sjálfstæðisflokkurinn hélt smá hóf og þar héldum við áfram að skemmta okkur, sulla og hlægja...

...klukkan 2 upplifði ég það að vera búin að vera á skralli í 12 klst og að vera seinust uppistandandi....skellti mér þá heim að borða og sofa...vaknaði samt óvenju hress og kát í morgun.....er reyndar ekkert búin að gera í dag nema hanga...jú og svo keyrði ég fyrir nes með ásdísi og þóru...jæja ætla aftur út í sólina sem fann loksins sjávarplássið mitt í morgun!!!!!

miðvikudagur, maí 24, 2006

kuldi á landi íss og snjóa.........

hér er kalt.......ógeðslega kalt meira að segja........ekki segja mér að hætta að ganga í pilsi.......það er komið sumar og þá á maður sko alveg að geta gengið í pilsi!!!!!
það er meira að segja svo kalt að mér finnst ekki hægt að kalla fallega landið okkar land elds og ísa lengur....eldur er amk heitur!!!!!

Í dag var seinasti vinnudagurinn minn í bili....alveg þangað til í ágúst reyndar...júbíiiiiiiiii sumarfrí!!!
Dagurinn byrjaði á fyrirlestri og svo var tími til að laga til og pakka niður áður en það komu gestir til okkar.......þar sem ég er afskaplega feimin þá náttúrulega lét ég mig hverfa um leið og gestirnir mættu og fór í klippingu og litun....gestirnir voru reyndar ekki farnir þegar ég kom aftur en ég er skyldurækin og vinnusöm þannig að ég fór og kláraði að pakka niður.....varð að klára það því Hannan mín hótaði að setja ráðningasamninginn minn í tætarann ef ég drifi ekki í þessu:o(.....jákvæð hvatnig eða þannig....ég er enn hálfgrátandi!!!

Ég er léleg húsmóðir þessa dagana....ég elda ekki...ég þríf ekki....ég geri ekkert hérna heima hjá mér.......ég væri sennilega orðin hungurmorða ef þóra og anna "mamma" skiptust ekki á að elda mat handa mér........í morgun borðaði ég td jógúrt sem rann út um miðjan apríl.......það var reyndar allt í lagi með það en það mætti nú kannski að vera til aðeins nýrra jógúrt í ísskápnum!!!
Ég er bara að hugsa um aðra hluti um þessar mundir en að kaupa inn...elda...þrífa..laga til - þvæ þó ennþá fötin mín;o) ohh er samt að hugsa um að vaska upp núna svo ég eigi hreina diska í fyrramálið!!!!

Áðan ákvað ég að bregða mér á borgarafund í sjávarplássinu mínu....ágætis fundur og nokkuð málefnalegar umræður...er nokkuð ákveðin hvað ég kýs eða sko öllu heldur þá er ég ákveðin í hverja ég kýs ekki!!!! var orðin nokkuð ákveðin í að skila auðu en nú er hinn flokkurinn farinn að heilla mig aðeins......hmmm...verð allaveganna búin að ákveða mig á laugardaginn!!!

Á morgun er starfsmannaferð........hef á tilfinningunni að þetta verði köld ferð en vona að hún verði jafnframt mjög skemmtileg.......ætti kannski að fara og finna fullt af hlýjum fötum til að taka með mér!!

sunnudagur, maí 21, 2006

sunnudagslíf

Ég sit hérna í eldhúsinu hjá Þóru og fylgist með henni töfra fram glæsilega máltíð....stelpan er meistarakokkur!!!! Fyrir ykkur sem efast um þetta þá segi ég bara piff;o)

Í gær brugðum við okkur í afmælisgleði/innflutningsteiti/eurovisionpartý hjá Helgu. Við horfðum reyndar á keppnina hjá Þóru en vorum mættar eiturhressar í stigagjöfina heima hjá Helgu. Það var mikil gleði ríkjandi þar og skemmtilegt fólk....ég ræddi pólitík og annað skemmtilegt í nokkra klukkutíma og skellti mér svo á ball á Kaffi!!!

Þar var dúndrandi stuð og mikil gleði...skemmst frá því að segja að ég dansaði frá mér vit og skemmti mér mjög vel.

Þóran mín segir að ég sé eigingjörn og geri aldrei neitt fyrir hana...hnuss...maður gerir sko ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn!!!!!!

Jæja ég nenni ekki að skrifa meira því ég ætla að fara að borða steikina heyrumst

ps) ég á 2 vinnudaga eftir og svo er SUMARFRÍ!!!!!!!!

fimmtudagur, maí 18, 2006

Eurovision, tiltekt og skemmtilegheit..

í kvöld er eurovision undankeppni....jeiiii...hlakka til að horfa á Silvíu á sviðinu í Aþenu og gera grín af öllum hinum atriðunum

núna er öll kennsla búin og það eina sem er eftir í vinnunni eru nokkrir fundir og TILTEKT, það á að dúkaleggja allan skólann núna á næstu vikum þannig að við þurfum að pakka öllu dótinu okkar niður í kassa...sem er allt í lagi nema af því að ég er meistari í ruslasöfnun!!!! eða kannski öllu heldur pappírssöfnun.
Ég er samt hálfnuð að sortera pappírana mína og ef ég væri dugleg og samviskusöm þá færi ég í vinnuna á morgun og kláraði að ganga frá.....ég efast um bæði dugnað minn og samviskusemi þannig að ég geng frá þessu á þriðjudaginn eftir hádegi!!!

Ég er skemmtileg og ég þekki fullt af skemmtilegu fólki sem mér finnst gaman að spjalla við og umgangast...ég þekki líka minna skemmtilegt fólk sem er minna gaman að spjalla við og umgangast....þoli ekki þegar ég er kallaður lygari!!!

miðvikudagur, maí 17, 2006

smáfréttir af mér

þá er þessi nótt að verða búin....ég var að vinna aðeins í gærkvöldi en svo var ég ekki þreytt þegar ég ætlaði að fara að sofa þannig að ég er enn vakandi...

....gott að það er ekki vinnudagur að hefjast eftir ca 3 tíma því ég verð örugglega þreytt í hádeginu...ef ekki þá er spurning um að einhver komi með sleggju og roti mig!!!!

hey btw þá á ég bara svona ca 3 vinnudaga eftir af önninni...nú hefst prjónaskapur og almennt hangs...á ca 300 bækur sem ég hef safnað að mér í vetur og ég er að fá samviskubit yfir að hafa ekki lesið þær ennþá

Það er búið að vera gott veður í sjávarplássinu mínu í þó nokkurn tíma núna...mæli með búsetu í sjávarþorpum þegar veðrið hagar sér svona;o)

Þóran mín er svo yndisleg að hún ætlar að fara með mér til augnlæknis á föstudaginn til að halda í höndina á mér...eða allaveganna keyra mig heim, þetta er bara bragð til að fá að keyra nýja sæta bílinn minn;o)

sólin skín núna þannig að ég er að hugsa um að fara í gönguferð - hagið ykkur vel í dag...það ætla ég að gera;o) sofandi!!!!

sunnudagur, maí 14, 2006

er á lífi...

já elskurnar mínar ég er alveg á lífi ég er bara pínu upptekin.....

ef ég er ekki að kaupa bíl þá er ég að semja próf, fara yfir verkefni, knúsa þá sem mér þykir vænt um, fara á hestbak, daðra (bara smá), hlægja og allra mest af öllu að njóta þess að það er komið sumar með öllu sem því fylgir!!

Allir sem eru viðkvæmir fyrir því að kennarar séu í löngu sumarfríi, vinsamlega hættið að lesa hér:

Ég fer í sumarfrí eftir rúma viku, á aðeins eftir 7 vinnudaga en það er líka slatti vinna sem þarf að ljúka á þeim...
Ég er ekki búin að plana sumarið í smáatriðum þannig að ef þið eruð með hugmyndir þá tek ég við þeim....ég ætla á Egilsstaði að heimsækja fallega fjölskyldu þar, hugsa að ég verði eins lengi og þau þola mig!!!
Mig langar að eiga nokkra sumardaga í Reykjarvík því borg óttans er nú alltaf yndisleg á sumrin þegar maður heyrir ekkert nema útlensku niður í bæ og allir eru kátir því veðrið er gott!! Kannski ég skelli mér í útileiki með Guðrúnu og félögum og hlúi þar með að barninu innra með mér..og spila...ég elska að spila....Guðrún ég skora á þig í Phase 10!!!!!!!!

Annars ætla ég að njóta þess að vera þar sem góða veðrið verður og hver veit hvar það verður.


Hey afbrýðisama fólk þið megið byrja að lesa aftur:

Helgin sem er að líða er búin að vera ljúf.....fór í Borgarnes og heilsaði upp á nokkra ráðherra og annað merkisfólk.....
....er maður algerlega ómenningarlegur þegar maður fer í snobbveislu þar sem maður getur alls ekki hugsað sér að veitingarnar snerti varirnar og hvað þá tunguna og endar svo í Hyrnunni og fær sér bara pylsu????
Alla vega þá fór Þóran mín og tók á móti styrk úr höndum merkisfólksins og svo fórum við í Bónus og versluðum aðeins og skelltum við okkur heim í sjávarþorpið okkar......við elduðum saman kvöldmat, fyrir ykkur sem efast um eldhúshæfileika Þórunnar þá er hún farin að elda alveg helminginn af máltíðum okkar!!!!! með matnum deildum eins og tveimur vínflöskum og skipulöggðum starf næsta vetrar.....held við höfum fengið fullt af góðum hugmyndum en man þær ekki alveg;o)
Eftir þessa skipulagsvinnu skelltum við okkur í gleði hjá sjálfstæðismönnum sem eru að reyna að sannfæra alla um að farsælast sé að kjósa þá!!!!!
Þetta var mikil gleði og mikið gaman og ég er barasta nokkuð sátt með kvöldið;o)

miðvikudagur, maí 10, 2006

lífið er svona....í bili;o)

ég er búin að vera hugsa um það í dálítið langan tíma að mig langi til að kaupa mér nýjan bíl þegar það væri komið sumar....í dag þegar ég vaknaði var rosalega gott veður og sennilega komið sumar þannig að ég fór og keypti mér nýjan bíl!!!!

annars er frekar lítið að frétta nema það að mér líður illa á pensillíni og ég er eiginlega bara búin að vera frekar slöpp síðan snemma á mánudagsmorgun.....ég hugga mig við það að kúrinn sé búinn á laugardaginn og ég lifi þetta sennilega af......vona ég!!!

mánudagur, maí 08, 2006

Helgin er liðin

Ég er komin heim eftir skemmtilega helgi.....best að fara aðeins yfir hana

Föstudagur:
Vann stuttan dag og fór svo heim og pakkaði niður og tók til í bílnum....eftir mat á Kaffi skelltum við stöllurnar okkur af stað og þrátt fyrir smá stopp í Borgarnesi náðum við tímanlega til höfuðborgarinnar á réttum tíma og ég skellti mér til augnlæknis og fékk að vita að ég er enn með sýkinguna í auganu og það ekkert smá sýkingu.....ég fékk augndropa og pensilínkúr og á að mæta aftur eftir 2 vikur...allar líkur á aðgerð einhvern tíman í sumar....þegar augnlæknirinn var búinn að reyna að stinga úr mér augað fórum við og komum okkur fyrir á hótelinu....þegar við vorum búnar að gera okkur sætari fórum við aðeins að versla skó og svo fórum við út að borða í ca 40 mín;o) og skelltum okkur svo á Ölstofuna og spáðum í týpunum þar...fórum svo á barinn á hótelinu og fengum okkur aðeins meira að drekka og rugluðum í týpunum þar....svo urðum við svangar og hringdum á Kaffi og pöntuðum okkur pizzu.....það var samt of löng bið þar þannig að við hringdum í dóminós

Laugardagur
Þar sem ég var að fara á ráðstefnu kl 10 vöknuðum við nokkuð snemma og ögn skjálfandi...eftir staðgóðan morgunverð og smá sólarljós vorum við hressari;o)....eftir hádegi fórum við í búðir.....fyrst kringluna og svo löbbuðum við laugarveginn...þegar við komum upp á hótel lögðum við okkur aðeins til að undirbúa okkur fyrir kvöldið....hin yndislega Fjóla bauð okkur nefnilega á Manchester tónleikana í Höllinni....snilldar tónleikar....verð að viðurkenna að mér fannst trabant skemmtilegastir;o)....við fórum af tónleikunum og beint í partý hjá vini hennar Fjólu....skemmtilegt partý en samt ekki alveg eins og ég er vön...held ég þekki bara barbara því þetta var miklu rólegra og "menntaðra" en ég er vön...eftir partýið fór ég heim því ég var svo þreytt....

Sunnudagur
Morgunmatur og svo útivera í sólinni....fórum aðeins að versla "smá" og svo fór ég í heimsókn til Mæju og skoðaði fallegu börnin hennar aðeins...auðvitað spillti ég þeim aðeins en það er líka alveg leyfilegt öðru hvoru....eftir heimsóknina fór ég í afmæli hjá Sigga og Einari sem urðu 25 ára á laugardaginn....í afmælinu tókst mér að gera frændsystkini mín sturluð og þá sérstaklega skæruliðann hann Einar Má...við slógumst og knúsuðumst og settumst og lögðumst og hoppuðum og dönsuðum og snérum okkur í hringi og kítluðum og hlógum og öskurðum og sungum og borðuðum kex og svo slógumst við aðeins meira....þegar ég var orðin uppgefin á því að vera þriggja ára þá skrapp ég í heimsókn til Fjólu til að sjá íbúðina hennar....síðan var öllum pakkað í bílinn (mér, þóru og ásdísi) og svo skelltum við okkur af stað á grundó og hér er gott að vera

takk takk fyrir helgina þóra mín.....þetta var vel heppnað húsmæðraorlof en ég er hrædd um að ég þurfi sumarfrí til að jafna mig á því;o) ég er orðin of gömul fyrir svona mikið fjör...;o)

Jæja nú er best að fara að loka augunum og reyna að drífa sig í að sofa aðeins...

miðvikudagur, maí 03, 2006

Örg, þreytt og pirruð....

ég er að verða þreytt....vinnuálag annarinnar hefur verið frekar mikið og ég er ósköp fegin að þetta er að verða búið í bili..

..ég er farin að haga mér eins og smákrakki við sjálfa mig og það liggur við að ég gefist upp á mér..

....í morgun var ég td að taka til föt til að nota í ræktinni seinni partinn og ég ákvað það að ég ætlaði sko ekki í sturtu í skólanum því þá yrði mér svo kalt og ég ætlaði sko heldur ekki í sturtu heima hjá mér því það væri líka kalt.....ég ákvað að hætta að pakka í töskuna því ég nennti ekki að reyna að tjónka við sjálfa mig nývaknaða þannig að ég fer bara heim í hádeginu og pakka handklæði og svona svo ég geti farið í sturtu þegar ég er búin í ræktinn;o)

...ég er semsagt örg, þreytt og pirruð og hlakka mikið til að fara í húsmæðraorlof til Reykjavíkur um helgina...vonandi verð ég aðeins minna pirruð þá og næ að hlaða aðeins batteríin fyrir seinustu 2-3 vikurnar

í gærkvöldi bauðst mér ný kona og viðhald og ég er mikið að spá í hvort það verði ekki of mikið með 2 konur, 1 mann og 1 viðhald

þriðjudagur, maí 02, 2006

Vantar aðstoð....

...nennir einhver að minna mig reglulega á að 8. maí er í næstu viku og það er akkúrat þá sem ég á að skila seinasta verkefni annarinnar í HA - ég á að semja próf!!!!

....ég er sérstaklega dugleg við að eyða tímanum þannig að ég þarf virkilega á því að halda að einhver minni mig á að tíminn líði.....ekki segja mér samt að fara heim að læra það vekur bara upp mótþróa í mér!!!!

mánudagur, maí 01, 2006

húsmóðurstúss, kjötsúpa og auðmjúk afsökunarbeiðni

í nótt svaf ég betur en ég hef gert í langan langan tíma....ástæðan er afar óþægilegt lak á akureyris og yndislegu mjúku rúmfötin mín hér

í dag er ég búin að leika duglega húsmóður...vaska upp...versla í matinn...elda mat...þvo og hengja upp þvott og auðvitað hanga á netinu.

afsökunarbeiðni dagsins á ástkær eiginkona mín sem ég sakaði um saurlifnað.....hún gerir ekki svoleiðis og ástæða þess að hún skrapp aðeins á djammið í reykjavíkinni var sú að hún var að leita af tilvonandi eiginmanni mínum.....sem hún segist hafa fundið....nú á hún bara eftir að kynna mig fyrir honum

ég bauð henni í mat í kvöld til að bæta aðeins fyrir dónaskapinn í mér sem verður samt seint bættur.....vonandi á hún einhvern tíman eftir að fyrirgefa mér;)


ps) ég er að fara í matarboð 21. maí, þóran mín ætlar að elda stórsteik fyrir mig og ég hlakka mikið til að sjá hana svitna í eldhúsinu - takk þóran mín.....fallega gert af þér að tapa þessu veðmáli bara svo þú getir eldað fyrir mig!!!!