sunnudagur, maí 21, 2006

sunnudagslíf

Ég sit hérna í eldhúsinu hjá Þóru og fylgist með henni töfra fram glæsilega máltíð....stelpan er meistarakokkur!!!! Fyrir ykkur sem efast um þetta þá segi ég bara piff;o)

Í gær brugðum við okkur í afmælisgleði/innflutningsteiti/eurovisionpartý hjá Helgu. Við horfðum reyndar á keppnina hjá Þóru en vorum mættar eiturhressar í stigagjöfina heima hjá Helgu. Það var mikil gleði ríkjandi þar og skemmtilegt fólk....ég ræddi pólitík og annað skemmtilegt í nokkra klukkutíma og skellti mér svo á ball á Kaffi!!!

Þar var dúndrandi stuð og mikil gleði...skemmst frá því að segja að ég dansaði frá mér vit og skemmti mér mjög vel.

Þóran mín segir að ég sé eigingjörn og geri aldrei neitt fyrir hana...hnuss...maður gerir sko ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn!!!!!!

Jæja ég nenni ekki að skrifa meira því ég ætla að fara að borða steikina heyrumst

ps) ég á 2 vinnudaga eftir og svo er SUMARFRÍ!!!!!!!!

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég trúi ekki Valgerður mín að þú hafir alið litla eldabusku upp í henni Þóru okkar - nú er ég stolt af frænku minni, hjá mér eldaði hún pastasúpur eða súpubúðinga!!!

23 maí, 2006 22:39  
Anonymous Nafnlaus sagði...

.....mátt nú ekki gleyma því þegar ég brenndi örbylgjupoppið og íbúðin lyktaði í viku !!!!!

23 maí, 2006 22:59  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim