sunnudagur, nóvember 30, 2008

Nágrannar mínir eru einstaklega óduglegir að fjölga jólaljósum þessa dagana!! Sýnist samt að síðuhverfi hafi vinninginn!!!

Það mjakast allt hérna norðan heiða þó mér finnist það ekki alveg alltaf mjakast í rétta átt en það gerði það vissulega um helgina - ég verð bara að hætta að búast við því að ég geti gert allt áðan!!!

3 vikur í jólafrí

laugardagur, nóvember 29, 2008

það er um það bil að verða geðsjúkt að gera hjá mér....þarf að fara yfir MA próf og líka FSN próf og svo er ég að fara í próf á þriðjudaginn....ég þarf líka að semja 3 próf nei 4 próf nei meina 6 próf og svo þarf ég að búa til Angel verkefni fyrir seinustu 2 vikurnar af önninni fyrir vestan og setja fyrir skriflegt verkefni fyrir norðan, fara yfir það og já auðvitað fara yfir öll verkefnin sem þarf að fara yfir í Angel.....það er svo líka próf hjá mér 10 des já og vinnufundur hálfan dag 3 des....ef ég þarf ekkert að fara í vinnuna út desember verður þetta ekkert mál!!!!!

ps best að bæta við að ég þarf líka að snara eins og einni ritgerð fram í vikunni....

laugardagur, nóvember 22, 2008

jólaljósunum fjölgar aðeins þessa daganna og það er augljóst að margir hafa hengt upp jólaljósin í dag.....í síðu og hlíðahverfum eru farin að sjást fleiri litir í jólaskreytingum en rauður....litskrúðugasta hverfið eins og er er samt giljahverfið....

önnin styttist í sífellu í báðum skólunum sem ég kenni í og kennslustundum er lokið í háskólanum - 3 próf og 1 ritgerð eftir....ég er í prófum í desember og með námsmat í fjarkennsluskólanum - próf í hinum skólanum eru í janúar.....að mörgu leyti fínt að hafa próf og annað námsmat í janúar upp á stress fyrir jólin ennnnnnnnnnnnnnnnnnnnn þetta þýðir líka að það er kennsla allan desember - seinasti kennsludagur 19 des.

ég er enn kvefuð og eyði nokkrum trjám á dag með snýtipappírsnotkun.....en röddin er komin aftur og nætursvefninn er sífellt betri


þegar ég var að skrá mig inn á síðuna ætlaði ég að skrifa eitthvað um mótmælendur sem hylja andlit sitt - hljótum að álykta að það sé vegna þess að viðkomandi treysti sér ekki til að standa við málstaðinn!!!! en ég ákvað að skrifa ekki um hluti sem pirra mig í dag!!!!!!!

sunnudagur, nóvember 16, 2008

Af svölunum mínum get ég séð 2 hverfi og smá af því 3 og núna er ég búin að ákveða að það sé hafin keppni í jólaskreytingum.....í augnablikinu hefur síðuhverfið vinninginn - þar er búið að hengja upp ljós við 4 hús og 2 í hlíðahverfi og 1 í giljahverfi

ég hef eytt helginni í að fara yfir verkefni og snýta mér - ég hef ekki lagt í laukaðferðina því ég græt svo mikið þegar ég sker lauk að ég er lengi lengi að jafna mig. Legg ekki í rauð augu og rautt nef fyrr en nær dregur jólum og hlutverk rúdólfs kemur til greina. Þetta er svo alvarlegt að ég nota lauk næstum aldrei í mat því það tekur virkilega á að skera hann - hætti ekki að gráta fyrr en svona hálftíma eftir að ég er búin að elda hann.

Nennir einhver að gefa mér 3 dag þar sem ég þarf ekki að mæta í vinnuna heldur get einbeitt mér að skólanum????? Flestir áfangar eru með seinustu tímana í næstu viku og svo bara klára verkefni og lesa fyrir próf

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Ég er orðin aumingi með horframleiðslu og smá hósta....og afskaplega ráma rödd!!!

Veit um alveg 75 nemendur sem finnst það bara gott mál að ég geti ekki haft eins hátt og ég er vön að geta!!!! (hef grun um að það leynist ca 100 nemendur í viðbót sem vorkenna mér ekkert ofsalega!!!!!)

Væri til í að geta sofið þetta úr mér en það er ekki svo gott því ég vakna á ca 2-3 klst fresti orðin algerlega stífluð....hver vill gefa mér annað hvort Lazy-boy stól eða rafmagnsrúm svo ég geti sofið í sitjandi stillingu?????

mánudagur, nóvember 10, 2008

ég er hætt að pirra mig á fólki...........eða sko nei ég get af einhverjum orsökum pirrað mig endalaust á fólki - núna seinast á flutningabílstjórum sem halda að þeir eigi þjóðvegina (fjandans bjánar!!!!!)

annars er ég búin að vera á þeytingi en er komin heim í kotið

var 2 daga á Grundarfirði og 2 daga í Reykjavík/Reykjanesbær - svaf á öðrum staðnum en var á daginn á hinum - gerði meðal annars góð kaup í Ikea og Noa Noa og fékk afmælisgjöf frá gistiheimiliseigandanum!!!

í höfuðborginni fór ég á Janice 27 showið (takk kreditkort hf sem gaf miða) og það var mjög skemmtilegt og gaman að heyra aðeins um Janice Joplin og hlusta á lögin og rifja upp sögu hennar. Leikritið var skemmtilegt en það þarf sko að fara að endurnýja eitthvað í óperunni!!! Eða bara drífa sig í að klára tónlistarhúsið svo það sér nóg framboð af góðum, mjúkum og þægilegum stólum með smá pláss fyrir lappir.

laugardagur, nóvember 01, 2008

hugleiðingar

aftur og aftur missi ég virðinguna fyrir meðmanneskjum mínum......okkur er bent á að snúa bökum saman og huga að hvert öðru og þá rjúkum við í ríkið til að byrgja okkur upp af áfengi - hversu margir komu við í bónus líka og keyptu sykur og ger?????

okkur er sagt að nú sem aldrei fyrr þurfið að hafa fjölskylduna í heiðri og það verður fjölgun hjá konum sem leita sér aðstoðar hjá kvennaathvarfinu - þar sem ekki er sambærileg stofnun fyrir karlmenn vitum við ekki hvort fórnarlömbum meðal þeirra fjölgar.

hvað verður næst??? skilnaðarhrina, fækkun í barnsfæðingum, aukning á sjálfsmorðum eða landsflótti???


Heyrði merkilegan hlut í dag....árið 2001 voru miklu fleiri atvinnulausir en núna þrátt fyrir miklar uppsagnir seinustu vikur...auðvitað eru hlutirnir alvarlegir núna en það þýðir ekkert að leggjast niður og gefast upp!!!


Aðeins svona til að auglýsa hér þá er Háskólinn á Akureyri mjög góður skóli og það er opið fyrir umsóknir til 24. nóvember.