laugardagur, nóvember 01, 2008

hugleiðingar

aftur og aftur missi ég virðinguna fyrir meðmanneskjum mínum......okkur er bent á að snúa bökum saman og huga að hvert öðru og þá rjúkum við í ríkið til að byrgja okkur upp af áfengi - hversu margir komu við í bónus líka og keyptu sykur og ger?????

okkur er sagt að nú sem aldrei fyrr þurfið að hafa fjölskylduna í heiðri og það verður fjölgun hjá konum sem leita sér aðstoðar hjá kvennaathvarfinu - þar sem ekki er sambærileg stofnun fyrir karlmenn vitum við ekki hvort fórnarlömbum meðal þeirra fjölgar.

hvað verður næst??? skilnaðarhrina, fækkun í barnsfæðingum, aukning á sjálfsmorðum eða landsflótti???


Heyrði merkilegan hlut í dag....árið 2001 voru miklu fleiri atvinnulausir en núna þrátt fyrir miklar uppsagnir seinustu vikur...auðvitað eru hlutirnir alvarlegir núna en það þýðir ekkert að leggjast niður og gefast upp!!!


Aðeins svona til að auglýsa hér þá er Háskólinn á Akureyri mjög góður skóli og það er opið fyrir umsóknir til 24. nóvember.

3 Ummæli:

Blogger Fjóla Einarsdóttir sagði...

Ótrúlegt alveg hreint...

01 nóvember, 2008 16:08  
Anonymous Nafnlaus sagði...

jahh. þetta er svakalegt. við erum að svelta og eigum ekkert að drekka ?? hmm damn áfengið að hækka og eg a afmæli eftir 25 daga!!! damn it!!! þarf að fara brugga :-O


asdis.

02 nóvember, 2008 20:41  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég fór nú ekki í ríkið skal ég segja þér! og við Björn gerðum heiðarlega tilraun til þess að kaupa ger en það var nú bara hvergi til í heimabæ okkar!!!
Nú er bara borðað slátur og bjúgu, ekkert smá mindó þessi kall sem ég náði mér í, sér um að slátra, búa til slátur og bjúgu(og sultu líka) og svo eldar hann fyrir mig á hverjum degi, talandi um að hafa matar ást á einhverjum ;)

og ásdís mín þá bendi ég þér á að ég verð stödd í næsta nágrenni við þig um helgina og skal bjóða þer margarítu;) ég á sko helling af vínanda( eða held það, spurning hvort flöskurnar leki!!!)

lifið vel elskurnar mínar kveðja Ella

04 nóvember, 2008 19:06  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim