sunnudagur, apríl 29, 2007

ap jún sept nóv

Það hlýtur að vera alveg að koma sumar því prófatíminn nálgast ört....ég fer reyndar ekki í nein próf.....það eru tæpar 3 vikur eftir af skólanum sem ég kenni í og tæpar 2 eftir af skólanum sem ég er nemi í....svo kemur sumarfrííííííí....er reyndar búin að ráða mig í smá vinnu en það er bara til að það sé skemmtilegra að vera í fríi!!!!.....ég er að útskrifast í júní...verð þá búin að hljóta löggilt starfsheiti.....í tilefni þess að skólagöngu minni væri að ljúka sótti ég um nám næsta vetur!!!!!

miðvikudagur, apríl 25, 2007

What's up

það rignir á landsbyggðinni...algerlega endalaus rigning...ég er búin að vera mjög dugleg að nota bílinn seinustu daga því ég var farin að bráðna aðeins - alveg satt!!!

...er líka að reyna að halda honum í æfingu því ég fer norður fyrstu helgina í maí

ætlaði að segja eitthvað ógurlega mikilvægt en er algerlega búin að gleyma því....ykkar missir:-D

mánudagur, apríl 23, 2007

again again

Ég hef verið að hugsa...svo sem ekkert nýtt en ég var að hugsa um að deila nokkrum hugsunum með ykkur...

...ég er búin að vera að spá í muninum á því að alast upp í dreifbýli og þéttbýli...það er ykkur að segja stór munur....það er samt pínu erfitt að festa hönd á þennan mun en það eru bæði litlir hlutir og svo stærri hlutir...í þéttbýli skiptir stundum hver einstaklingur minna máli á meðan að í dreifbýli skiptir hver einn meira máli....

.......en það er líka hugsunarhátturinn sem er aðeins öðruvísi....sum gildi mismunandi, hvorki betri né verri bara mismunandi.....

...ég hef stundum rekist á það að hlutir sem mér finnast einfaldir finnst öðrum alls ekki einfaldir...ekki að það komi ekki fyrir alla...en ég hef stundum staðið mig af því að skilja ekki fólk sem er alið upp í þéttbýli því ég er alger dreifari...ég hef búið kannski 6 af 32 árum á stöðum þar sem búa fleiri en 2000 manns....

....ég er ekki að tala um slúður því það er svo sannarlega til allsstaðar...ég er bara að tala um måden at være på!!! (ef einhver getur sagt mér hvað það þýðir á íslensku þá er það vel þegið)

...hvað finnst þér....áttu vini sem eru aldir upp út á landi sem þú skilur ekki eða ertu að verða geðveikur á vinum þínum af mölinni sem meika ekki sens????

....eða er það bara ég????

túdei

Það hefur aðeins borið á því að ég finni fyrir því að það sé ekki alveg borin virðing fyrir því að ég sé í námi.....sérstaklega ákveðinn aðili heldur því fram að ég sé bara í húsmæðraorlofi fyrir norðan.......sá aðili hefur hér með unnið sér inn klukkustundar fyrirlestur um greinina "Skólastarf og skólaumbætur, 10 skref til sóknar" og þriggja klukkustunda umræður um skólasókn eftir landshluta, kyni og aldri á árunum 2004, 2005 og 2006 - verði þér að góðu -þú veist hver þú ert.....hahahahahahahahahahahahahahaha

Annars er allt á fullu hér...og snjórinn hefur hörfað í bili....verð að lesa aðeins meira um hversu stórt hlutfall árganga fer í nám og hvert....bara mér til skemmtunar


Vil benda ykkur öllum á að prinsessan hún Þóra Margrét á stórafmæli í dag....merkilegt að svona lágvaxin og fíngerð manneskja geti átt svona stórt afmæli:D

föstudagur, apríl 20, 2007

urrrrrrrrrr

alhvít jörð og helvítis fjallið sem var autt í gær sést ekki núna...djöfulsins andskotans fjandans snjór

annars er spurning dagsins þessi:

of lítið eða of mikið...hvort er betra????????????????????????

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Gleðilegt sumar!!!

Þá er sumarið komið...eða hvað????
það er frekar kalt hér en þetta hvíta ljóta heldur sig í fjöllunum og Kirkjufellið er ekki grátt þannig að það lítur ágætlega út fyrir vor í augnabliki...lyktin er að vísu ekki orðin alveg rétt en fuglarnir sem stunduðu mökunardans í garðinum mínum í gær hljóta að gefa til kynna að veturinn sé að verða búinn.
Eins og ég sagði seinast þá er ýmislegt að gerast hjá mér og ég get sagt frá því að ég er að fara til Bandaríkjanna 12. maí þannig að það verða engin eurovision/kosningapartý hjá mér í ár....
Annað verður látið í ljós seinna...

mánudagur, apríl 16, 2007

home again

Ég fór með rútu á Akureyri á föstudaginn með hóp af ungmennum....ferðin gekk vel og við skemmtum okkur vel í rútunni á leiðinni þangað.....við gistum í MA sem var auðvitað ekkert mál að finna þar sem við höfðum mjög "góðan" leiðsögumann;o), eftir smá rúnt lentum við á réttum stað....komum okkur fyrir og svo fór fólk almennt að hugsa fyrir því að borða...ég og Sólberg vorum leiðinlega fólkið...settum fastan útivistartíma og fórum svo að borða!!!!

Ungarnir okkar virtu auðvitað útivistartímann og það var mikið fjör hjá okkur áður en allir voru farnir í ró.....sumir voru í sykursjokki en allir voru kátir og hressir!!!!

Laugardeginum var varið í rölt og skoðunarferðir um bæinn, ég fór að heimsækja Einar og Guggu til að skoða nýju íbúðina þeirra....um kvöldið var svo komið að aðalatriðinu...Söngkeppni framhaldsskólanna....það voru hrikalega mörg ungmenni í íþróttahöllinni og stemmingin var frábær....ég hafði mjög gaman af þessu....það er MJÖG langt síðan ég fór á söngkeppni framhaldsskólanna (1993) og þá var þetta ekki svona stórt batterí....þá var ekki nein bein útsending og keppnin var haldin á Broadway....eftir keppnina fórum við og fengum okkur að borða og undirbjuggum okkur undir langa nótt....nóttin var vissulega löng en allir virtu fyrirfram ákveðinn útivistartíma og ungmennin okkar voru okkur til sóma....það var sko mun minna mál að fá þau til að hætta að blaðra og fara að sofa heldur en nóttina áður;o) ég svaf samt bara í ca 4 tíma áður en það var kominn tími til að vakna, borða morgunmat og ganga frá dótinu...rútuferðin heim var róleg svona framan af en allir vöknuðu vel í Staðarskála og það var mikið fjör restina af leiðinni

Helgin var í alla staði mjög skemmtileg og ég er sátt....núna eru bara 3 viku í að ég fari aftur norður og klári þetta nám....það þýðir líka að það eru tæpar 5 vikur eftir af skólanum og þar með kemur sumarfríið:oD ég er komin með sumarvinnu og er spennt fyrir henni

það eru nokkrir aðrir hlutir í farvatninu sem er of snemmt að tala meira um núna en ég er líka spennt fyrir þeim....vil bara ekki tala um neitt sem er ekki algerlega ákveðið....læt ykkur vita þegar tíminn er réttur:oD

miðvikudagur, apríl 11, 2007

heyr heyr

Ef einhver segist hata þig fyrir það sem þú ert, svaraðu þá að það sé betra en að hann elski þig fyrir það sem þú ert ekki

onsdag

Vikan hálfnuð og vinnuvikan að byrja, þessi vinnu"vika" verður löng eða svona u.þ.b. 10 dagar en það er bara gaman...eða hvað?

Annars er verkefnið mitt bara á réttu róli...það verður ekkert panik fyrr en nær dregur áfangaskýrsluskilum sem er 20. apríl.

Það er ótrúlega stutt eftir af önninni...ég er búin að setja seinustu verkefnin inn í tveimur áföngum og þarf að gera slíkt hið sama í hinum þremur seinna í vikunni....7. maí er seinasti kennsludagur og svo er prófvika...þetta þýðir að í raun og veru eru bara rétt rúmlega 7 vikur eftir þangað til ég fer í sumarfrí...hehehe

Svo er útskrift hjá mér á Akureyri 9. júní...hef ekki ákveðið hvort ég fer í hana...fer eftir fjölgun Akureyringa!!!!

Ég er ósátt við verðrið hér...það var niðurbrjótandi að koma hingað í sjávarþorpið á sunnudaginn eftir páskablíðuna í Borgarfirðinum að hér var hvít jörð...helvítis snjór!!! þarf að fara að framkvæma draum minn um að flytja eitthvert þar sem aldrei snjóar....og já vinir það er enn snjór hér, er þetta ekki bannað???

laugardagur, apríl 07, 2007

túdei

það er kominn laugardagur...tíminn flýgur hjá og það er alltof stutt eftir af þessu páskafríi....ég ætlaði að ná að gera svo margt en finnst einhvern veginn að ég hafi ekki gert nóg

verkefnið mitt er enn í 30 mismunandi skjölum en gengur samt sem áður ágætlega...ég er ekki búin að setja allt inn í Angel fyrir næstu vikur og enn eru einhver verkefni óyfirfarin...

það er mun auðveldara að muna eftir öllu sem er eftir heldur en því sem búið er...

í gær var baksturs, eldamennsku og tiltektardagur....tókst ljómandi vel

næstu helgi fer ég til Akureyrar með fulla rúta af ungmennum og verð þess heiðurs aðnjótandi að fá að sofa á gólfinu í tvær nætur...vibí

þriðjudagur, apríl 03, 2007

status

þegar ég náði "vírusinum" úr msn um daginn þá virðist ég hafa sett hann í hálsinn á mér....það voru mistök!!!! vona samt að hálsbólgan verði ekki alvarleg - er eiginlega í afneitun gagnvart henni og hef þess vegna ekki farið til læknis....

í dag fór ég í bónus - loksins er ískápurinn fullur af gómsætu hráefni og ég hlakka til að matreiða eitthvað...mætti segja mér að tilraunaeldhúsið taki til starfa á morgun:o) allir velkomnir að smakka afleiðingarnar!!!!

í gær fór ég í klippingu...var svo fegin því að ég fann sjálfa mig undir öllu hárinu!!!!

gisti í besta yfirlæti hjá fallegustu konunum í reykjavíkinni....þurfti reyndar að koma með ruslmat til að koma þeim á lappir en seinna gæddum við okkur á hrygg og hollu meðlæti:o)

á mánudag sótti ég svo litla/stóra frænda minn á leikskólann og við fengum okkur gott í skál til að hafa það gott í sófanum yfir emil...gott í skál að hans mati er grænmeti og ávextir!!! svo lékum við okkur heilmikið, elduðum mat, ræddum mikið um klukkuna og hann kenndi mér nokkra stafi!!! Þegar pabbi hans kom heim dreif ég mig heim til pabba og mömmu - þar er alltaf gott að vera

í dag vesenaðist ég í Borgarnesi með mömmu og svo dreif ég mig heim og ætlaði sko aldeilis að gera eitthvað af viti í dag en lagði mig í 4 tíma í staðinn:oD