again again
Ég hef verið að hugsa...svo sem ekkert nýtt en ég var að hugsa um að deila nokkrum hugsunum með ykkur...
.......en það er líka hugsunarhátturinn sem er aðeins öðruvísi....sum gildi mismunandi, hvorki betri né verri bara mismunandi.....
...ég hef stundum rekist á það að hlutir sem mér finnast einfaldir finnst öðrum alls ekki einfaldir...ekki að það komi ekki fyrir alla...en ég hef stundum staðið mig af því að skilja ekki fólk sem er alið upp í þéttbýli því ég er alger dreifari...ég hef búið kannski 6 af 32 árum á stöðum þar sem búa fleiri en 2000 manns....
....ég er ekki að tala um slúður því það er svo sannarlega til allsstaðar...ég er bara að tala um måden at være på!!! (ef einhver getur sagt mér hvað það þýðir á íslensku þá er það vel þegið)
...hvað finnst þér....áttu vini sem eru aldir upp út á landi sem þú skilur ekki eða ertu að verða geðveikur á vinum þínum af mölinni sem meika ekki sens????
....eða er það bara ég????
2 Ummæli:
Stórfurðulegt allt þetta stórborgarfólk... það eru bara dreifbýlistúttur sem meika sens;)
ég skil þig ... en kannski hefur það ekkert með uppeldisstað að gera heldur hvernig fólk er svona "inní'sér"? skilur þú mig?:)
ég hef aldrei búið á stað þar sem færri en 100.000 búa, nema heima hjá mér auðvitað;)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim