Ég fór með rútu á Akureyri á föstudaginn með hóp af ungmennum....ferðin gekk vel og við skemmtum okkur vel í rútunni á leiðinni þangað.....við gistum í MA sem var auðvitað ekkert mál að finna þar sem við höfðum mjög "góðan" leiðsögumann;o), eftir smá rúnt lentum við á réttum stað....komum okkur fyrir og svo fór fólk almennt að hugsa fyrir því að borða...ég og Sólberg vorum leiðinlega fólkið...settum fastan útivistartíma og fórum svo að borða!!!!
Ungarnir okkar virtu auðvitað útivistartímann og það var mikið fjör hjá okkur áður en allir voru farnir í ró.....sumir voru í sykursjokki en allir voru kátir og hressir!!!!
Laugardeginum var varið í rölt og skoðunarferðir um bæinn, ég fór að heimsækja Einar og Guggu til að skoða nýju íbúðina þeirra....um kvöldið var svo komið að aðalatriðinu...Söngkeppni framhaldsskólanna....það voru hrikalega mörg ungmenni í íþróttahöllinni og stemmingin var frábær....ég hafði mjög gaman af þessu....það er MJÖG langt síðan ég fór á söngkeppni framhaldsskólanna (1993) og þá var þetta ekki svona stórt batterí....þá var ekki nein bein útsending og keppnin var haldin á Broadway....eftir keppnina fórum við og fengum okkur að borða og undirbjuggum okkur undir langa nótt....nóttin var vissulega löng en allir virtu fyrirfram ákveðinn útivistartíma og ungmennin okkar voru okkur til sóma....það var sko mun minna mál að fá þau til að hætta að blaðra og fara að sofa heldur en nóttina áður;o) ég svaf samt bara í ca 4 tíma áður en það var kominn tími til að vakna, borða morgunmat og ganga frá dótinu...rútuferðin heim var róleg svona framan af en allir vöknuðu vel í Staðarskála og það var mikið fjör restina af leiðinni
Helgin var í alla staði mjög skemmtileg og ég er sátt....núna eru bara 3 viku í að ég fari aftur norður og klári þetta nám....það þýðir líka að það eru tæpar 5 vikur eftir af skólanum og þar með kemur sumarfríið:oD ég er komin með sumarvinnu og er spennt fyrir henni
það eru nokkrir aðrir hlutir í farvatninu sem er of snemmt að tala meira um núna en ég er líka spennt fyrir þeim....vil bara ekki tala um neitt sem er ekki algerlega ákveðið....læt ykkur vita þegar tíminn er réttur:oD
3 Ummæli:
Hurðu, ég bjalla í þig í kvöld ... of forvitin til að lesa svona án þess að fá frekari upplýsingar!! ;)
halló bara að láta vita af mðer, er enn með kökumótin þín
Bannað að gera mann svona forvitinn...:)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim