miðvikudagur, apríl 11, 2007

onsdag

Vikan hálfnuð og vinnuvikan að byrja, þessi vinnu"vika" verður löng eða svona u.þ.b. 10 dagar en það er bara gaman...eða hvað?

Annars er verkefnið mitt bara á réttu róli...það verður ekkert panik fyrr en nær dregur áfangaskýrsluskilum sem er 20. apríl.

Það er ótrúlega stutt eftir af önninni...ég er búin að setja seinustu verkefnin inn í tveimur áföngum og þarf að gera slíkt hið sama í hinum þremur seinna í vikunni....7. maí er seinasti kennsludagur og svo er prófvika...þetta þýðir að í raun og veru eru bara rétt rúmlega 7 vikur eftir þangað til ég fer í sumarfrí...hehehe

Svo er útskrift hjá mér á Akureyri 9. júní...hef ekki ákveðið hvort ég fer í hana...fer eftir fjölgun Akureyringa!!!!

Ég er ósátt við verðrið hér...það var niðurbrjótandi að koma hingað í sjávarþorpið á sunnudaginn eftir páskablíðuna í Borgarfirðinum að hér var hvít jörð...helvítis snjór!!! þarf að fara að framkvæma draum minn um að flytja eitthvert þar sem aldrei snjóar....og já vinir það er enn snjór hér, er þetta ekki bannað???

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

hvernig væri Borgarfjörður, þar er alltaf sól og blíða (nema stundum þegar þú kemur í heimsókn!!!!)

11 apríl, 2007 11:01  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim