mánudagur, apríl 23, 2007

túdei

Það hefur aðeins borið á því að ég finni fyrir því að það sé ekki alveg borin virðing fyrir því að ég sé í námi.....sérstaklega ákveðinn aðili heldur því fram að ég sé bara í húsmæðraorlofi fyrir norðan.......sá aðili hefur hér með unnið sér inn klukkustundar fyrirlestur um greinina "Skólastarf og skólaumbætur, 10 skref til sóknar" og þriggja klukkustunda umræður um skólasókn eftir landshluta, kyni og aldri á árunum 2004, 2005 og 2006 - verði þér að góðu -þú veist hver þú ert.....hahahahahahahahahahahahahahaha

Annars er allt á fullu hér...og snjórinn hefur hörfað í bili....verð að lesa aðeins meira um hversu stórt hlutfall árganga fer í nám og hvert....bara mér til skemmtunar


Vil benda ykkur öllum á að prinsessan hún Þóra Margrét á stórafmæli í dag....merkilegt að svona lágvaxin og fíngerð manneskja geti átt svona stórt afmæli:D

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim