sunnudagur, nóvember 16, 2008

Af svölunum mínum get ég séð 2 hverfi og smá af því 3 og núna er ég búin að ákveða að það sé hafin keppni í jólaskreytingum.....í augnablikinu hefur síðuhverfið vinninginn - þar er búið að hengja upp ljós við 4 hús og 2 í hlíðahverfi og 1 í giljahverfi

ég hef eytt helginni í að fara yfir verkefni og snýta mér - ég hef ekki lagt í laukaðferðina því ég græt svo mikið þegar ég sker lauk að ég er lengi lengi að jafna mig. Legg ekki í rauð augu og rautt nef fyrr en nær dregur jólum og hlutverk rúdólfs kemur til greina. Þetta er svo alvarlegt að ég nota lauk næstum aldrei í mat því það tekur virkilega á að skera hann - hætti ekki að gráta fyrr en svona hálftíma eftir að ég er búin að elda hann.

Nennir einhver að gefa mér 3 dag þar sem ég þarf ekki að mæta í vinnuna heldur get einbeitt mér að skólanum????? Flestir áfangar eru með seinustu tímana í næstu viku og svo bara klára verkefni og lesa fyrir próf

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim