sunnudagur, maí 14, 2006

er á lífi...

já elskurnar mínar ég er alveg á lífi ég er bara pínu upptekin.....

ef ég er ekki að kaupa bíl þá er ég að semja próf, fara yfir verkefni, knúsa þá sem mér þykir vænt um, fara á hestbak, daðra (bara smá), hlægja og allra mest af öllu að njóta þess að það er komið sumar með öllu sem því fylgir!!

Allir sem eru viðkvæmir fyrir því að kennarar séu í löngu sumarfríi, vinsamlega hættið að lesa hér:

Ég fer í sumarfrí eftir rúma viku, á aðeins eftir 7 vinnudaga en það er líka slatti vinna sem þarf að ljúka á þeim...
Ég er ekki búin að plana sumarið í smáatriðum þannig að ef þið eruð með hugmyndir þá tek ég við þeim....ég ætla á Egilsstaði að heimsækja fallega fjölskyldu þar, hugsa að ég verði eins lengi og þau þola mig!!!
Mig langar að eiga nokkra sumardaga í Reykjarvík því borg óttans er nú alltaf yndisleg á sumrin þegar maður heyrir ekkert nema útlensku niður í bæ og allir eru kátir því veðrið er gott!! Kannski ég skelli mér í útileiki með Guðrúnu og félögum og hlúi þar með að barninu innra með mér..og spila...ég elska að spila....Guðrún ég skora á þig í Phase 10!!!!!!!!

Annars ætla ég að njóta þess að vera þar sem góða veðrið verður og hver veit hvar það verður.


Hey afbrýðisama fólk þið megið byrja að lesa aftur:

Helgin sem er að líða er búin að vera ljúf.....fór í Borgarnes og heilsaði upp á nokkra ráðherra og annað merkisfólk.....
....er maður algerlega ómenningarlegur þegar maður fer í snobbveislu þar sem maður getur alls ekki hugsað sér að veitingarnar snerti varirnar og hvað þá tunguna og endar svo í Hyrnunni og fær sér bara pylsu????
Alla vega þá fór Þóran mín og tók á móti styrk úr höndum merkisfólksins og svo fórum við í Bónus og versluðum aðeins og skelltum við okkur heim í sjávarþorpið okkar......við elduðum saman kvöldmat, fyrir ykkur sem efast um eldhúshæfileika Þórunnar þá er hún farin að elda alveg helminginn af máltíðum okkar!!!!! með matnum deildum eins og tveimur vínflöskum og skipulöggðum starf næsta vetrar.....held við höfum fengið fullt af góðum hugmyndum en man þær ekki alveg;o)
Eftir þessa skipulagsvinnu skelltum við okkur í gleði hjá sjálfstæðismönnum sem eru að reyna að sannfæra alla um að farsælast sé að kjósa þá!!!!!
Þetta var mikil gleði og mikið gaman og ég er barasta nokkuð sátt með kvöldið;o)

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

.....var kvöldið bara nokkuð gott.....ekkert meir en það????

14 maí, 2006 20:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hei þú þarna drottning...kvöldið, nóttin, morguninn, dagurinn var allt stórkostlegt en það skrifar maður ekki á blogg sem að móðir manns les!!!!!

14 maí, 2006 20:47  
Blogger Syneta sagði...

Áskorun tekið!! Bring it ON!! :)

15 maí, 2006 10:09  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég fæ ekkert sumarfrí, grát. Nema jú Berlín (en það er svo stutt).

15 maí, 2006 14:41  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim