Helgin er liðin
Ég er komin heim eftir skemmtilega helgi.....best að fara aðeins yfir hana
Föstudagur:
Vann stuttan dag og fór svo heim og pakkaði niður og tók til í bílnum....eftir mat á Kaffi skelltum við stöllurnar okkur af stað og þrátt fyrir smá stopp í Borgarnesi náðum við tímanlega til höfuðborgarinnar á réttum tíma og ég skellti mér til augnlæknis og fékk að vita að ég er enn með sýkinguna í auganu og það ekkert smá sýkingu.....ég fékk augndropa og pensilínkúr og á að mæta aftur eftir 2 vikur...allar líkur á aðgerð einhvern tíman í sumar....þegar augnlæknirinn var búinn að reyna að stinga úr mér augað fórum við og komum okkur fyrir á hótelinu....þegar við vorum búnar að gera okkur sætari fórum við aðeins að versla skó og svo fórum við út að borða í ca 40 mín;o) og skelltum okkur svo á Ölstofuna og spáðum í týpunum þar...fórum svo á barinn á hótelinu og fengum okkur aðeins meira að drekka og rugluðum í týpunum þar....svo urðum við svangar og hringdum á Kaffi og pöntuðum okkur pizzu.....það var samt of löng bið þar þannig að við hringdum í dóminós
Laugardagur
Þar sem ég var að fara á ráðstefnu kl 10 vöknuðum við nokkuð snemma og ögn skjálfandi...eftir staðgóðan morgunverð og smá sólarljós vorum við hressari;o)....eftir hádegi fórum við í búðir.....fyrst kringluna og svo löbbuðum við laugarveginn...þegar við komum upp á hótel lögðum við okkur aðeins til að undirbúa okkur fyrir kvöldið....hin yndislega Fjóla bauð okkur nefnilega á Manchester tónleikana í Höllinni....snilldar tónleikar....verð að viðurkenna að mér fannst trabant skemmtilegastir;o)....við fórum af tónleikunum og beint í partý hjá vini hennar Fjólu....skemmtilegt partý en samt ekki alveg eins og ég er vön...held ég þekki bara barbara því þetta var miklu rólegra og "menntaðra" en ég er vön...eftir partýið fór ég heim því ég var svo þreytt....
Sunnudagur
Morgunmatur og svo útivera í sólinni....fórum aðeins að versla "smá" og svo fór ég í heimsókn til Mæju og skoðaði fallegu börnin hennar aðeins...auðvitað spillti ég þeim aðeins en það er líka alveg leyfilegt öðru hvoru....eftir heimsóknina fór ég í afmæli hjá Sigga og Einari sem urðu 25 ára á laugardaginn....í afmælinu tókst mér að gera frændsystkini mín sturluð og þá sérstaklega skæruliðann hann Einar Má...við slógumst og knúsuðumst og settumst og lögðumst og hoppuðum og dönsuðum og snérum okkur í hringi og kítluðum og hlógum og öskurðum og sungum og borðuðum kex og svo slógumst við aðeins meira....þegar ég var orðin uppgefin á því að vera þriggja ára þá skrapp ég í heimsókn til Fjólu til að sjá íbúðina hennar....síðan var öllum pakkað í bílinn (mér, þóru og ásdísi) og svo skelltum við okkur af stað á grundó og hér er gott að vera
takk takk fyrir helgina þóra mín.....þetta var vel heppnað húsmæðraorlof en ég er hrædd um að ég þurfi sumarfrí til að jafna mig á því;o) ég er orðin of gömul fyrir svona mikið fjör...;o)
Jæja nú er best að fara að loka augunum og reyna að drífa sig í að sofa aðeins...
Föstudagur:
Vann stuttan dag og fór svo heim og pakkaði niður og tók til í bílnum....eftir mat á Kaffi skelltum við stöllurnar okkur af stað og þrátt fyrir smá stopp í Borgarnesi náðum við tímanlega til höfuðborgarinnar á réttum tíma og ég skellti mér til augnlæknis og fékk að vita að ég er enn með sýkinguna í auganu og það ekkert smá sýkingu.....ég fékk augndropa og pensilínkúr og á að mæta aftur eftir 2 vikur...allar líkur á aðgerð einhvern tíman í sumar....þegar augnlæknirinn var búinn að reyna að stinga úr mér augað fórum við og komum okkur fyrir á hótelinu....þegar við vorum búnar að gera okkur sætari fórum við aðeins að versla skó og svo fórum við út að borða í ca 40 mín;o) og skelltum okkur svo á Ölstofuna og spáðum í týpunum þar...fórum svo á barinn á hótelinu og fengum okkur aðeins meira að drekka og rugluðum í týpunum þar....svo urðum við svangar og hringdum á Kaffi og pöntuðum okkur pizzu.....það var samt of löng bið þar þannig að við hringdum í dóminós
Laugardagur
Þar sem ég var að fara á ráðstefnu kl 10 vöknuðum við nokkuð snemma og ögn skjálfandi...eftir staðgóðan morgunverð og smá sólarljós vorum við hressari;o)....eftir hádegi fórum við í búðir.....fyrst kringluna og svo löbbuðum við laugarveginn...þegar við komum upp á hótel lögðum við okkur aðeins til að undirbúa okkur fyrir kvöldið....hin yndislega Fjóla bauð okkur nefnilega á Manchester tónleikana í Höllinni....snilldar tónleikar....verð að viðurkenna að mér fannst trabant skemmtilegastir;o)....við fórum af tónleikunum og beint í partý hjá vini hennar Fjólu....skemmtilegt partý en samt ekki alveg eins og ég er vön...held ég þekki bara barbara því þetta var miklu rólegra og "menntaðra" en ég er vön...eftir partýið fór ég heim því ég var svo þreytt....
Sunnudagur
Morgunmatur og svo útivera í sólinni....fórum aðeins að versla "smá" og svo fór ég í heimsókn til Mæju og skoðaði fallegu börnin hennar aðeins...auðvitað spillti ég þeim aðeins en það er líka alveg leyfilegt öðru hvoru....eftir heimsóknina fór ég í afmæli hjá Sigga og Einari sem urðu 25 ára á laugardaginn....í afmælinu tókst mér að gera frændsystkini mín sturluð og þá sérstaklega skæruliðann hann Einar Má...við slógumst og knúsuðumst og settumst og lögðumst og hoppuðum og dönsuðum og snérum okkur í hringi og kítluðum og hlógum og öskurðum og sungum og borðuðum kex og svo slógumst við aðeins meira....þegar ég var orðin uppgefin á því að vera þriggja ára þá skrapp ég í heimsókn til Fjólu til að sjá íbúðina hennar....síðan var öllum pakkað í bílinn (mér, þóru og ásdísi) og svo skelltum við okkur af stað á grundó og hér er gott að vera
takk takk fyrir helgina þóra mín.....þetta var vel heppnað húsmæðraorlof en ég er hrædd um að ég þurfi sumarfrí til að jafna mig á því;o) ég er orðin of gömul fyrir svona mikið fjör...;o)
Jæja nú er best að fara að loka augunum og reyna að drífa sig í að sofa aðeins...
1 Ummæli:
Valgerður....Valgerður...Valgerður.......Valgerður...........Takk fyrir frábæra og fordómalausa helgi ;)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim