fimmtudagur, maí 25, 2006

fimmtudagslíf

starfsmannaferðin var snilld.....við fórum á ýmsa staði og leystum þrautir (vorum með rútu), þetta var sambland af gamni og alvöru og ég held að allir hafi skemmt sér vel....ferðin endaði svo á grilli í skildi og sungum og hlógum...

....ég og þóra fengum annan grillarann til að skutlast með okkur inn í stykkis til að heimsækja búðina sem selur drykkina sem má ekki auglýsa þar sem við vorum búnar með birgðirnar sem við tókum með okkur....efast um að þessi ágæti grillari geri okkur nokkurn tíma greiða aftur eftir mikinn fíflagang af okkar hálfu á leiðinni....

...þegar við komum heim aftur sló þóran upp partýi og þar sátum við nokkur og ræddum lífsins lystisemdir fram á kvöld við ákafa drykkju og mikinn hlátur....þegar leið á kvöldið fækkaði í hópnum en við þóra vorum hvergi nærri hættar að sulla þannig að við fórum með "nýja gaurinn" í vinnunni á krákuna þar sem sjálfstæðisflokkurinn hélt smá hóf og þar héldum við áfram að skemmta okkur, sulla og hlægja...

...klukkan 2 upplifði ég það að vera búin að vera á skralli í 12 klst og að vera seinust uppistandandi....skellti mér þá heim að borða og sofa...vaknaði samt óvenju hress og kát í morgun.....er reyndar ekkert búin að gera í dag nema hanga...jú og svo keyrði ég fyrir nes með ásdísi og þóru...jæja ætla aftur út í sólina sem fann loksins sjávarplássið mitt í morgun!!!!!

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast snilli og þú stóðst þig vel þ.e. ég þurfti ekki að tæta ráðningarsamninginn ;-)
Vonandi sjáumst eitthvað í sumar annars held ég bara áfram að bögga þig á MSN og tölvupósti ;-)
Kv. "alveg að verða reykjavíkurmær" :-D

26 maí, 2006 11:47  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim