sunnudagur, maí 28, 2006

helgarlíf

í dag var fallegur dagur í sjávarþorpinu, sólin skein og allir virtust kátir og ánægðir.....ég gerði mest lítið fyrr en undir kvöld þegar ég tók til og ryksugaði hérna í hreysinu mínu...þyrfti að klára þessa tiltekt á morgun og er að reyna fullvissa mig um að ég hafi ekkert betra að gera....veit ekki hvernig þetta á eftir að fara því ég er ótrúlega erfið í samningum og ekki ginkeypt fyrir mútum!!!


í gær voru kosningarnar og það þýðir að nú er sældarlífinu lokið....ekki hægt að búast við því að framboð sjálfstæðismanna fæði mig lengur í von um atkvæði mitt....ég þarf sennilega að taka mig á í eldhússtörfunum!!!!

ég ákvað að kjósa eftir stefnuskrá í þetta skipti og sveik þar með rautt uppeldi og kaus blátt...mun aldrei gerast í alþingiskosningum en eins og ég segi þá kaus ég málefni en ekki lit...mér fannst hinn flokkurinn ekki geta staðið við og svarað nægjanlega fyrir sína stefnuskrá þannig að þetta var í raun og veru ekki flókin ákvörðun

í gærkvöldi fylgdumst við þóra svo með útsendingum í sjónvarpi og fylgdumst með tölunum birtast.....við komumst fljótt að því að við vorum svo lítið inni í þessum málum að við þekktum ekki einu sinni alla algengustu lista-stafina og notuðum því moggann okkur til hjálpar...þegar við vorum búnar að spá í þessu öllu í dágóða stund ákváðum við að skella okkur á kosningavöku sjálfstæðisflokksins og tókum þátt í miklum sigurlátum þegar úrslitin komu í ljós

jæja það er best að hætta þessu bulli hér og halda áfram að telja sjálfri mér trú um að það sé betra að eyða morgundeginum í tiltekt, þrif, brauðbakstur og bónusferð en að fara í bíltúr á akranes.....mig langar vissulega í nýtt brauð en ég er samt ekki viss;o)

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég tek undir þetta með brauðið, gott heimabakað er ómótstæðilegt. Ég nota brauðvél og útfærða uppskrift. Þetta tekst það vel að heimilisfólkið borðar það auk mín ef búðarbrauðið er á þrotum ;-)

30 maí, 2006 10:13  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim