föstudagur, desember 14, 2007

hér hefur veðrið herjað á alla í mest allan dag eins og annars staðar á landinu....ég fór í vinnuna og hitti mjög fá:oD nemendur tóku próf í sínum heimabæjum og þeir kennarar sem búa þar sátu yfir prófunum. Skólinn er að verða búinn....flestir nemendur eru komnir í jólafrí og ég á eftir að vinna mánudag og miðvikudag og svo er útskrift á föstudag!! - best að leita af kveðjuræðunni sem ég náði ekki að flytja í vor.

í gærkvöldi gerði ég köku...mjög góð og einn helsti kosturinn að það þarf ekki að baka hana....er að spá í að skella mér í jólabakstur og jólakorta föndur á morgun í tilefni þess að það eru ekki margir dagar til jóla!!

best að gera eitthvað gáfulegt eða kannski bara leggja mig!!!!


Ps) á einhver einhverjar spennandi seríur fyrir mig að horfa á um jólin??

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim