mánudagur, júlí 31, 2006

vorkunsemi

ég er svo veik allt í einu...ég er komin með háan hita og hrikalega hálsbólgu..ég vorkenni mér afskaplega þar sem ég á alltaf frekar bágt þegar ég er með hita - verð lítil aftur!!!!

ég sit hérna og skelf úr hita í ca 15 mín og þá skelf ég út kulda í ca 10 mín...venjulega gæti ég alveg sofið en ég á frekar erfitt með að kyngja þannig að ég er búin að vakna á 5 mín fresti í þessa 4 tíma sem ég hef dormað...

Núna sit ég og horfi á þýska sjónvarpsmarkaðinn því ég veit ekki um neitt sem er eins svæfandi og hann!!!

mér er heitt akkúrat núna...

er að spá í að reyna að sofa aðeins meira....ef einhver veit lausn á því hvernig maður losnar við slef úr munninum í svefni án þess að kyngja - vinsamlegast hafið samband við mig


ps) er að spá í að kaupa burstann sem er verið að auglýsa akkúrat núna...hann leysir 5 hárverkfæri af...hann sparar mann sko næstum 300 evrur....og hann getur slétt hár og krullað hár og er algerlega bráðnauðsynlegur!!!!

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ sæta frænkan mín!
Láttu þér nú batna... ekki gott að fá hálsbólgu... ætti að vera bannað yfir sumartímann... Það er hægt að kaupa góðar hálstöflur í apótekunum sem eru bakteríudrepandi og mýkja hálsinn og lina kvalir að einhverju leiti... Láttu nú einhvern góðan vin eða fjölskyldumeðlim fara í Apótekið fyrir þig og svo klikkar gott te með hunangi og sítrónu aldrei... er einnig frábært að éta hvítlauksrif hrátt... hefur gífurlegan lækningamátt... Gangi þér vel... Knús Irpa frænka og Co

31 júlí, 2006 23:44  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim