laugardagur, júlí 15, 2006

komin heim

Þetta er mynd af bústaðnum, hann er umkringdur trjám þó það sjáist nú ekki alveg á þessari mynd.
Barnafoss
Hraunfossar
Ég fór í bíltúr á fimmtudag og skoðaði Barnafoss og Hraunfossa...hefur svo sem ekkert breyst síðan seinast en mér finnst alltaf gaman að labba um þarna þannig að í hvert skipti sem ég er í nágrenninu fer ég smá hring....fór líka í Húsafell en það var nú bara til að kaupa rafhlöður í myndavélina!!!

Í dag(föstudag) fór ég í langa gönguferð um æskuslóðir og leynda staði í kringum ánna (nei mamma við lékum okkur aldrei við ánna!!!), það var rigning þegar ég lagði af stað en það stytti upp fljótlega....það var samt hífandi rok allan tímann!!!
þegar ég kom aftur í bústaðinn skellti ég mér í sund á Kleppjárnsreykjum(engin sturta komin í bústaðinn ennþá) og að því loknu og pakkaði ég saman dótinu mínu og renndi yfir í sjávarplássið mitt með smá stoppi í svignaskarði og á hyrnunni.

4 Ummæli:

Blogger VallaÓsk sagði...

Hata að geta ekki sofnað þegar ég er svo þreytt að mig svíður í augun...að geta ekki slökkt á heilanum er óþolandi, það er allt í einum graut í augnablikinu - veit einhver um sálfræðing fyrir mig???

16 júlí, 2006 03:49  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Greinilegt að þig vantar góðan sálfræðing, farin að comenta eigin síðu. En hvað um það dúllan mín, hún mamma gamla er nú ekki(og var ekki heldur) blind, humm ég lagði saman tvo og tvo þegar ég sá vörubíla, gröfur og aðrar vinnuvélar við lækjarbakkann við ána forðum og skildi að einhver börn (kannski bara álfabörn) "stælust" til að leika þarna þegar mamma vissi ekki.
Já mömmur hafa jafnvel líka augu á hnakkanum og vita ansi margt sem krakkarnir halda að þær hafi ekki hugmynd um!

16 júlí, 2006 23:44  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Rosalega flottur bústaður!!

17 júlí, 2006 00:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hey what a great site keep up the work its excellent.
»

17 ágúst, 2006 01:07  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim