þriðjudagur, júlí 25, 2006

home sweet home

ég er komin heim í litla krúttlega sjávarþorpið mitt þar sem eru engin umferðarljós og umferðarmenningin er aðeins minna sturluð en í borg óttans - bara aðeins!!!!

það er alltaf gott að koma heim og sofa í sínu eigin rúmi

...í gær sunnudag fór ég í heimsókn til fallegrar fjölskyldu á álftanesi og þar var mikið spjallað um hin ýmsu málefni...Helga og Jón Örn takk kærlega fyrir mig!

...ég fór líka í kolaportið og hitti nokkra af þeim sem voru fastagestir þar þegar ég vann þar á hinni öldinni...við vorum hjartanlega sammála um að ég væri sérstaklega sæt og skemmtileg;o)

...ég fór til augnlæknis í dag og hann skemmti sér við að þræða misbreiðar nálar inn í táragöngin mín...svo skrifaði hann upp á enn eitt sýklalyfið og sagði mér að ef þetta gengi ekki þá væri uppskurður eina lausnin fyrir mig....þá vitum við það!!!

...listahátíðin Berserkur byrjaði í dag...ég er að hugsa um að fylgjast með þar á morgun þó ég sé vissulega ekki lengur á aldrinum 16-25 þá er ég bara 18 í hjartanu og það hlýtur að telja;o)

jæja er að hugsa um að reyna að sofa e-ð áður en hin stórskemmtilega en sturlaða eiginkona vekur mig í fyrramálið!!!!

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Shit þarf kannski að skera, úffffffff. Ekki gott!!!

Skemmtu þér vel um helgina, gæti verið að ég skelli mér til ykkar.

26 júlí, 2006 20:25  
Anonymous Nafnlaus sagði...

I'm impressed with your site, very nice graphics!
»

11 ágúst, 2006 12:42  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim