sunnudagur, júlí 23, 2006

helgi í borg óttans

jæja þá er kominn sunnudagur og aðeins sólarhringur eftir af þessari dvöl minni hér í höfuðborginni!!

á föstudagsdagskvöldið skellti ég mér á kaffihús með sætu bræðrum mínum og kærustum og það var hin besta skemmtun....þeim finnst ég sturluð og efast á köflum um geðheilsu mína...sérstaklega eftir hótanir um geldingu með skeið...en það er í fínu lagi þar sem ég efast um geðheilsu mína mjög reglulega!!!!!

á laugardaginn byrjaði ég á því að skella mér í heimsókn í hafnarfjörðinn og hitti Tomma, Maju og fallegu börnin þeirra. Það var mikið spjallað...Valla Fía nafna mín bakaði handa mér köku og Sveinbjörn Snorri kallaði mig pabba þannig að sú heimsókn var mjög velheppnuð:o)

um kvöldið fór ég svo út að borða með Nóní og þar var mikið spjallað og hlegið...mjög gaman og væri til í að endurtaka það sem fyrst!!

Ég eyddi sem sagt öllum laugardeginum í að tala!!!...menntamál, mismunur milli háskóla landsins, kynlíf, sambandsmál, mismunur kynjana, barneignir og ýmislegt annað var rætt og ég er ánægð með þennan dag.

Dagurinn endaði svo á yndislegu baði í hálfsveitinni og það er langt síðan ég hef verið svona afslöppuð!!!!


....stundum væri ég til í að vera eitthvað sem ég er ekki og núna er akkúrat svoleiðis stund...ef ég væri stærðfræðingur gæti ég auðveldlega reiknað út hversu mikið ég þyrfti að versla í ónefndri búð svo það endist alla næstu helgi!!!! ég hef líka heyrt að stærðfræðingar megi alveg vera pínu spes og það er skemmtileg hugmynd!!!

...stefnan er sett á mikla gleði og ómælt daður á góðri stundu...það verður stuð....svo verður líka eiginkonan búsett hjá mér alla næstu viku þannig að það er auka ástæða til að gleðjast:o)

...verum glöð og kát og viðukennum að við erum sturluð...verum berserkir og sjáumst á góðri stundu!!!!

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er sturlaður BERSERKUR og mér finnst það ÆÐI.

23 júlí, 2006 21:54  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Great site lots of usefull infomation here.
»

13 ágúst, 2006 06:04  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim