þriðjudagur, júlí 04, 2006

hellú

ég er nú ekki búin að vera fastandi allan þennan tíma;o)

ég fór í blóðtöku í gærmorgun og færði svo fólkinu sem er ekki í sumarfríi í vinnunni minni morgunmat....ég er jú svo indæl!!!!

...við Þóra fórum í bílferð um konungsdæmið allt í gær og hengdum upp auglýsingar um listahátíðina Berserkinn sem verður í lok júlí

...ég fór svo á enn einn bláa hverfisfundinn og þar var rætt um öll þau mál sem ákveða þurfti í sameiningu og verkum var skipt á milli fólks

að lokum fór ég í kaffi til konunnar áður en ég tölti heim

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

ég þessi vinnandi og þessi óhæfi sem vinnur aldrei og kann ekki neitt vorum ekkert smá sátt þegar þú birtist með morgunmatinn. Vil fá svona á hverjum morgni ;)

04 júlí, 2006 17:31  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim