miðvikudagur, nóvember 11, 2009

í dag kom sjaldgæf hlið á sjálfri mér í ljós....hagsýna Valgerður mætti á svæðið strax á eftir þreyttu Valgerði.
Hagsýna Valgerður ákvað það að fyrst að bókin sem mig langaði í kostaði 5000 kr á íslensku en bara 1750 á sænsku þá myndi ég rifja upp sænsku taktana!!!! Núna les ég Flickan som lekte med elden og ég er búin að spara 3250 kr - ætla að kaupa bók nr 3 á ensku á 2700- hún er ekki komin út á íslensku og mun kosta örugglega 5000 líka...þannig að eiginlega verð ég kominn í 6000 kr plús þá og get leyft mér að kaupa mér eitthvað fallegt hahahahahaha ef þetta er ekki stelpustærðfræði þá veit ég ekki hvað!!!!!

nennir einhver að koma hingað og setja saman hillu fyrir mig??

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

ég er til vænan

16 nóvember, 2009 09:38  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim