laugardagur, febrúar 23, 2008

laugardags

Hefur einhver týnt hleðslutæki fyrir nokia síma á seinustu 3 árum????

Vissuð þið að ég á sennilega fleiri hundruð nafnspjöld....og álíka mörg póstkort

komst líka að því að ég á örugglega 100 umslög þannig að ég verð að hætta að kaupa nýtt búnt þegar ég þarf að senda eitt bréf og týna svo restinni áður en ég sendi næsta bréf.

Vantar einhvern leiðbeiningar um hvernig fylla á út skattaskýrslu fyrir árið 2003???

Vill einhver skoða skattaskýrslur frá mér fyrir árin 2002, 2003 og 2004 - 2 eru frá DK og þar get ég séð að fyrri helming árs 2003 þénaði ég tæplega 900.000 isk og ykkur að segja var ég grunnskólakennari seinni helminginn þannig að sennilega voru launin ekki mikið hærri þar!!!! þá eins og nú eyddi ég öllum peningunum mínum um leið.....hahahahahahaha

Eins og sum ykkar hafa kannski giskað á þá er ég að fara í gegnum pappakassa og sortera upp úr þeim.....þannig er mál með vexti að þegar ég flutti seinast og aðeins þar áður þá nennti ég ekki að fara almennilega í gegnum pappíra og svoleiðis og pakkaði bara nánast öllu - tók svo bara ekkert upp úr völdum kössum:oS

best að halda áfram þessari skemmtun

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Vá gott að passa dótið sitt vel. Bið að heilsa voða vel

24 febrúar, 2008 20:12  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim