miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Eftir rólegan janúar svona vinnulega séð þá mun febrúar verða ögn kaótískari þar sem ég er komin í nýtt starf með kennslunni og ég þarf að læra inn á það.....seinasta mánuðinn hef ég öðru hvoru kvartað yfir að hafa lítið að gera og ég get lofað ykkur því að næsta mánuðinn mun ég kvarta yfir því að hafa mikið að gera:o)

Í morgun fóru foreldrarnir til köben og í nótt fer tískuprinsessuverslunarstýrumjásan hún Þóra til sömu borgar....held samt að hún eigi ekki eftir að rekast á foreldra mína sem verða í föndurbúð allan tíman því hún á eftir að sötra kampavín á tískusýningum allan tíman!!!! eða hvað sem fólk gerir á svona fashion week....eins gott fyrir alla aðila að koma með eitthvað sætt handa henni mér heim!!!!!!!!!

Í gær var bíllinn minn grafinn úr skaflinum sem var kominn alls staðar í kringum hann.....planið var allt mokað og núna á ég fjall í garðinum fyrir framan stofugluggann


Powered by ScribeFire.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Var að sjá þetta með nýju vinnuna, hvernig líst þér á þetta "auka"djobb ???

Kv. Hanna

07 febrúar, 2008 21:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er frekar spennandi að breyta aðeins til og gera eitthvað nýtt....svo náttúrulega fylgir skrifstofa með í kaupunum=o)

07 febrúar, 2008 23:23  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim