þriðjudagur, ágúst 26, 2008

Ég er búin að kaupa nokkrar skólabækur og prenta út fullt af glærum og kennsluáætlunum og raða upp í möppu...ég er orðin skipulagsfrík á seinni árum því hérna í gamla daga skoðaði ég aldrei kennsluáætlanir og keypti bækurnar rétt fyrir próf eða verkefnaskil - ef ég þurfti þess

Ég tók smá kast áðan hvað ég væri eiginlega að gera í nám...ég myndi falla á fyrsta prófi ef ekki væri búið að biðja mig um að fara fyrir þann tíma.....en ég er nú klárari en svo!!!!!! Ég er sem sagt búin að jafna mig á óörygginu og hlakka bara til á morgun þegar það verður fyrsti skóladagur hjá mér

um helgina skelli ég mér í ferðalag sem með nokkrum stoppum endar í danmörku að skoða tvíbura - er að spá í að kaupa svoleiðis hahahahahahahahahahaha

6 Ummæli:

Blogger Syneta sagði...

Gangi þér vel í skólanum :)

Þú átt eftir að rúlla þessu upp!

27 ágúst, 2008 01:54  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta verður ekkert mál fyrir þig eins og við ræddum í gær. Þú ert svo klár og hryllilega dugleg.
Verður ferðalagastopp hjá mér áður en þú ferð að sækja tvíburana þína......allt er nú hægt að panta á netinu...hahahahahahahaha.

Hin vinnuóða sölukona

27 ágúst, 2008 09:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta verður ekkert mál fyrir þig eins og við ræddum í gær. Þú ert svo klár og hryllilega dugleg.
Verður ferðalagastopp hjá mér áður en þú ferð að sækja tvíburana þína......allt er nú hægt að panta á netinu...hahahahahahahaha.

Hin vinnuóða sölukona

27 ágúst, 2008 09:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk takk

Kem í höfuðborgina um hádegi á þriðjudag og er svo sem næstum til í allt:o) spurning um að fyrstur pantar tíma fyrstur fær;o)

27 ágúst, 2008 10:06  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ!! Hvernig hefur þú það þessa dagana?! Sýnist af blogginu að það sé allavega nóg að gera hjá þér!
Annars gat ég ekki stillt mig um að 'kommenta' þar sem ég var gestur númer 16161 og fannst ég verða festa þetta á spjöld sögunnar.
Kv. Henný

28 ágúst, 2008 23:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ Henný
Hér er allt á fullu:) Er að vinna á 2 stöðum og í skóla - en ég tek þetta á kæruleysinu og auðvitað dugnaðinum!!!

28 ágúst, 2008 23:43  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim