mánudagur, maí 26, 2008

Þessa vikuna rek ég heilan fjölbrautaskóla....alveg satt....er að spá í að bæta við nokkrum brautum eða fella niður nokkra áfanga - hvað finnst ykkur????

Nú er seinasti mánuðurinn minn hér farinn að nálgast, fæ lykla af nýrri íbúð um helgina...hitti líka eitthvað af tilvonandi samstarfsfélögum á föstudag - spennandi

Ég er búin að ná mér í fullt af kössum hjá foreldrunum....þeim fannst vissara að geyma alla kassa síðan seinast þannig að í raun eru þetta gömlu kassarnir mínir sem sumir hverjir hafa ferðast frá íslandi til danmerkur til íslands og svo aðeins innanlands eftir það.

Hvenær hættir maður að flytja og sest að einhversstaðar????? Hvenær er komið nóg???? Ég hef verið hér lengur en nokkurs staðar annars staðar ef frá er talin barnæskan sem byrjaði þó með flutningum - held samt ekki að ég eigi eftir að vera 15-20 ár á sama stað aftur þannig að ef ég yrði hreppsómagi þá yrði ég send beint í borgarfjörðinn - alla veganna eftir gömlum reglum um hvernig búseta og framfærsluskylda var....eins gott að það reyni ekki á þetta því ekki langar mig að búa í uppsveitum Borgarfjarðar aftur ónei

Seinasta föstudag útskrifuðum við 12 stúdenta með hvítar fallegar húfur og á aðfaranótt laugardags stoppaði fjölskyldulöggan þau öll á leiðinni á flugvöllinn.....reyndar bara í venjulegu eftirliti því að sjálfsögðu brjóta ungarnir mínir ekki af sér undir stýri - eru nefnilega gáfaðir krakkar:) Elsti krakkinn er sennilega 40 ára hahahahahahaha

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hahaha já það er eins gott að vistarbanninu var aflétt og ómagalögunum hahahahaha. Þú ert fyndin kæra frænka.

27 maí, 2008 01:52  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ekki gleyma hugmyndunum sem ég koma með varðandi rekstur þinn á framhaldsskólanum.
Hlakka til að heyra sögur af nýjum samstarfsfélögum.
MAGGAN

27 maí, 2008 10:09  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hehe já þú ert algjör snilli;-)
Ég er búin að selja jeppan minn...
Nú á ég ekkert ;-)
heyrðu vona að þú hafir fiktað mikið í nótt. Sjáumst síðar

27 maí, 2008 19:17  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim