föstudagur, maí 02, 2008

Þar sem ráðningarsamningur hefur verið undirritaður get ég gefið það upp hér að ég er að fara að kenna við Menntaskólann á Akureyri næsta vetur, ca 50% staða við dönskukennslu.

Þar að auki er ég að fara í nútímafræði við Háskólann á Akureyri og nú vantar mig bara skemmtilega sumarvinnu og einhverja smá vinnu næsta vetur svo dæmið gangi 100% upp.

Ég er á fullu að láta drauminn rætast og ég er nokkuð ánægð...

vantar einhvern 2006 árgerð af skoda fabia???? ég ætla að vera bíllaus næsta vetur!!!

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Já ég skal skipta á honum og á jeppanum mínum;-)
heheheh
bið að heilsa í bili

03 maí, 2008 20:56  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vá til hamingju mín kæra, þá veit ég hvar maður gistir fari maður til Akureyrar... (hehe ég hef ekki komið þangað síðan ´97)

04 maí, 2008 02:27  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ekkert mál með gistinguna:o)

Þó jeppinn sé kannski ekki besti bíll í heimi þá telst maður ekki bíllaus án hans - eða hvað?

05 maí, 2008 08:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hlakka svo til að koma á akureyris til þín í sólina. Liggja á svölunum á túttunum og blístra svo á lýðinn með hvítvínsglas í annarri og ilmandi steik í hinni.

Maggan

06 maí, 2008 17:28  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim