mánudagur, mars 13, 2006

landsbyggðarfrík

komin heim frá borg óttans....þetta var stutt stopp en mjög áhugavert!!!!

það er eitthvað við umferðina í reykjavík sem vekur upp ökuníðingsskrímslið í mér....ég verð ruddi í umferðinni þar og það tekur alveg 100 km að ná ruddanum úr mér eftir að ég kem upp úr göngunum á leiðinni heim.....svona ferð er samt fín áminning um af hverju ég vil ekki búa í reykjavík!!!!

þegar ég bjó seinast í reykjavík var ég orðin að skrímsli....ég var frek, grim, vægðarlaus og hæðin, ég brosti ekki ég glotti og ég var eiginlega frekar neikvæð!!!! Svo losaði ég mig við bílinn nokkrum mánuðum áður en ég flutti til Odense og fór að taka strætó og labba og snöggskánaði í skapinu við það:-D

og ykkur sem finnst ég vera frek, grim, vægðarlaus og hæðin ennþá þá vil ég bara benda á það að ég er mjög góð í að brosa núna og ég er ekki alltaf neikvæð.........maður getur nú ekki búist við kraftaverki bara þó maður losi sig við einn bíl;o)





af hverju ætli fólk sé stundum hrætt við mig??????????????????

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér finnst þú bara yndisleg, algjört hunangsblóm. Þú ert brosmild, kát og síhlæjandi.....ekki deginu eldri en 21 árs.....það hentar mér mjög vel:)

14 mars, 2006 00:33  
Blogger Doppa sagði...

Hehe.. mig minnir nú að þú hafir nú brosað mikið á næturvaktar-bar-spjöllunum okkar hér í "denn". En alveg sammála um umferðina hérna í Reykjavík, algjör martröð. Þess vegna er best að hjóla bara!!

15 mars, 2006 09:34  
Anonymous Nafnlaus sagði...

já það var nú alltaf gaman á spjalli í "denn" hvort sem maður var næturvörður/barþjónn/gestur þá stundina:-D

15 mars, 2006 13:05  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim