sunnudagur, mars 05, 2006

Helgarhugleiðing

helgin að verða búin.....á morgun er mánudagur.....sem er fínt því ég þarf ekki að mæta í vinnuna!!!!
Á morgun eru sjúkrapróf og þar sem ég er ekki með svoleiðis þá ætla ég að sofa út og fá mér góðan morgunmat áður en ég mæti...því auðvitað mæti ég þó ég þurfi ekki að mæta....ég er svo samviskusöm....eða þá að ég hef nóg að gera!!!

Á föstudaginn var UT í skólanum....margt fólk og mikið að gera....ég og heilt lið af útvöldum kynntum Angel allan daginn...gekk fínt hjá okkur...eins og við var að búast;o)
Eftir ráðstefnuna fór starfsfólkið út að borða og úr því varð mikil gleði og mikill hlátur.....menn sendu sms í nafni annara til að ergja saklausar eiginkonur sem héngu í unglingapartýi allt kvöldið....aðrir héldu sýnikennslu í daðri...enn aðrir voru bara fúlir og leiðinlegir!!!!

Á laugardeginum eyddi ég nokkrum klukkutímum á skjálftavaktinni eins og eiginkonan orðar það....eftir það litaði ég hárið og fékk yndislegustu fósturtengdamömmu í heimi til að klippa á mig hanakamb....eftir klippingu fórum við stöllurnar að undirbúa okkur fyrir grímuballið.....við vorum stórglæsilegar en mjög ólíkar....set inn mynd á morgun ef ég finn einhverja sem eignar sig fyrir netbirtingu;o...það var hrikalega gaman á grímuballi og margir flottir grímubúningar!

Í dag fór ég svo aftur til fósturtengdó og fékk hana til að klippa kambinn af.....annars eyddi ég mestum hluta dagsins í að hanga með sætustu stelpunum hér í bæ....Sirrý og Þóra Magga alltaf gaman að hlægja með ykkur......jafnvel þegar önnur ykkar hringir og er með svefngalsa;o)

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég var samt hálf fúl yfir því að hanakamburinn var látinn fjúka. Þú varst bara sæt með hann ;)
Ég veit hver var þessi fúli og leiðinlegi :)

06 mars, 2006 15:15  
Blogger VallaÓsk sagði...

Ég er alltaf sæt sæta;o)

06 mars, 2006 19:30  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sammála drottningunni, hefði viljað sjá þig þó það væri ekki nema einn dag með hanakambinn...

07 mars, 2006 21:09  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim