miðvikudagur, mars 08, 2006

vikan hálfnuð

enn ein vikan er hálfnuð og mér finnst ég eiginlega alveg hafa misst af þessu.....hvert fara allir þessir dagar??

það er kominn 8. mars og það þýðir að það eru 19 dagar í stór verkefnaskil í ha....ætla að skella mér í verkefnavinnu um helgina og held ég eigi eftir að skemmta mér frekar vel því þetta er mjög skemmtilegur áfangi.

Ég er búin að vaka langt fram á nætur seinustu vikur og ég finn að ég er að verða þreytt.....best að borða eitthvað gott í kvöldmat og halda áfram að vaka í kvöld;o)

Önnin er hálfnuð þannig að í raun og veru er farið að styttast í vorpróf...og sumarfrí....held ég lifi á þessari hugsun í dag því það er kalt úti og ekki alveg útséð með hvort það verður slydda, rigning eða snjókoma í dag!!

Best að halda áfram í vinnunni, knús og kossar

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú ert svo best :)

08 mars, 2006 15:25  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég ákvað að taka mér páskafrí þetta árið, fer til Akureyrar helgina 7-9 að horfa á barnið keppa í handbolta og ætla svo að stoppa hjá ykkur skvísunum í baka leiðinni - hlakka geg til.

Stoppa þó lengur heldur en þið stoppuðuð hjá mér!!!!

08 mars, 2006 23:09  
Blogger VallaÓsk sagði...

Hlakka til að þú kíkir í hemsókn hingað Fjóla!!

09 mars, 2006 04:01  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim