lífið um þessar mundir
enn einn föstudagurinn kominn....vikurnar líða fljótt um þessar mundir...ég er frekar fegin því að mars hefur oft reynst mér erfiður andlega og mér hefur alltaf þótt hann hrikalega langur....kannski er marsþunglyndið að eldast af mér????
í gær var söngvarakeppni og ball hjá skólanum og ég var að vinna þar...þetta er svo sem ekki það skemmtilegasta sem maður gerir en það var samt mjög gaman og hljómsveitin hélt krökkunum á dansgólfinu allan tímann - ég söng aðeins of mikið og er frekar rám í dag
ég er að hugsa um að drífa mig í bónus núna á eftir því ég hef grun um að barnið ætli að stela bílnum mínum um helgina og ekki vil ég verða matarlaus...ó nei
þóran mín fór frá mér í gær og ég sakna hennar mikið...hún hringdi aðeins í gærkvöldi til að athuga hvort ég væri ekki að haga mér almennilega - sem ég auðvitað geri alltaf!!!
í gær var söngvarakeppni og ball hjá skólanum og ég var að vinna þar...þetta er svo sem ekki það skemmtilegasta sem maður gerir en það var samt mjög gaman og hljómsveitin hélt krökkunum á dansgólfinu allan tímann - ég söng aðeins of mikið og er frekar rám í dag
ég er að hugsa um að drífa mig í bónus núna á eftir því ég hef grun um að barnið ætli að stela bílnum mínum um helgina og ekki vil ég verða matarlaus...ó nei
þóran mín fór frá mér í gær og ég sakna hennar mikið...hún hringdi aðeins í gærkvöldi til að athuga hvort ég væri ekki að haga mér almennilega - sem ég auðvitað geri alltaf!!!
1 Ummæli:
Vissi að ég gæti treyst þér mín kæra. Þú getur líka treyst mér...hef verið afskaplega prúð og stillt hér í borg óttans.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim