sunnudagslíf
nú er enn einni helginni að verða lokið og ég er barasta hress og kát, ég er búin að sofa í 4 tíma í nótt(í dag) en er samt ánægð því ég var vakin af skemmtilegu símtali frá gamalli vinkonu sem ég hef ekki heyrt frá í langan tíma. Núna er ég að spá í hvað ég eigi að fá mér í hádegismat og gengur illa að komast að niðurstöðu því vogin er á fullu að rugla í höfðinu á mér.
ég eyddi fullt af peningum í reykjavík á föstudaginn í föt og annað slíkt....mjög sátt
ég fór líka til augnlæknis sem stakk mig í augað með sverustu nál sem ég hef séð hjá lækni sem er ekki dýralæknir.....augnlæknirinn komst að niðurstöðu og úrskurðaði mig með frekar nördalegan sjúkdóm.....ég er með bakflæði í táragöngunum í auganu og fékk lyf sem ég á að taka í nokkra daga og svo kemur bið í nokkrar vikur og ef þetta verður ekki komið í lag eftir það þá verð ég að fara í aðgerð!!!!! Ég fékk pínu hnút í magann þegar hún sagði mér þetta en ég er búin að jafna mig að mestu á því og ákvað að hugsa ekki um málið fyrr en að því kæmi og þangað til ætla ég að trúa því að þetta lagist.....
þegar ég var búin að kaupa allt sem mig langaði í þá fór ég og hitti Guðrúnu og við sátum í nokkra klukkutíma og spjölluðum um daginn og veginn!!! Við fórum líka og gáfum öndunum brauð....svanirnir voru MJÖG ágengir og einn þeirra nartaði meira að segja í Guðrúnu. Yndislegt kvöld að öllu leyti sem lauk með því að ég ákvað að drífa mig heim í sjávarþorpið og knúsa allt fallega fólkið þar.....
í gærkvöldi var svo ball og þegar okkur var hent út af skúrandi starfsfólki var farið í partý og þar var ég langt fram á morgun.....en núna er ég svo svöng að ég verð að hætta!!!!!
knús og kossar
ég eyddi fullt af peningum í reykjavík á föstudaginn í föt og annað slíkt....mjög sátt
ég fór líka til augnlæknis sem stakk mig í augað með sverustu nál sem ég hef séð hjá lækni sem er ekki dýralæknir.....augnlæknirinn komst að niðurstöðu og úrskurðaði mig með frekar nördalegan sjúkdóm.....ég er með bakflæði í táragöngunum í auganu og fékk lyf sem ég á að taka í nokkra daga og svo kemur bið í nokkrar vikur og ef þetta verður ekki komið í lag eftir það þá verð ég að fara í aðgerð!!!!! Ég fékk pínu hnút í magann þegar hún sagði mér þetta en ég er búin að jafna mig að mestu á því og ákvað að hugsa ekki um málið fyrr en að því kæmi og þangað til ætla ég að trúa því að þetta lagist.....
þegar ég var búin að kaupa allt sem mig langaði í þá fór ég og hitti Guðrúnu og við sátum í nokkra klukkutíma og spjölluðum um daginn og veginn!!! Við fórum líka og gáfum öndunum brauð....svanirnir voru MJÖG ágengir og einn þeirra nartaði meira að segja í Guðrúnu. Yndislegt kvöld að öllu leyti sem lauk með því að ég ákvað að drífa mig heim í sjávarþorpið og knúsa allt fallega fólkið þar.....
í gærkvöldi var svo ball og þegar okkur var hent út af skúrandi starfsfólki var farið í partý og þar var ég langt fram á morgun.....en núna er ég svo svöng að ég verð að hætta!!!!!
knús og kossar
5 Ummæli:
Vá hvað ég er glöð að hafa klárað þennan djamm pakka fyrir 2 árum:-) myndi ekki nenna þessu....
Þetta er samt svo gaman Steinunn!!
Vá! ALLT er nú til.... BAKFLÆÐI í táragöngunum... hljómar skringilega og Á-I þú færð alla mína samúð varðandi STÓRU nálina... Ég hefði t.d. BARA dáið ef ég hefði séð SVONA nál sem ætti að stinga einhversstaðar í mig... SÉRSTAKLEGA í augun... Gangi þér vel að batna af bakflæðinu og Ég er ánægð með hvað þú ert dugleg að Skemmta þér... Gott að einhver sér um það í fjölskyldunni. Kveðja Irpa frænka
Það er alltaf gaman með henni Þóru Möggu, þú ert rétt að kynnast toppinum af ísjakanum Valgerður mín.
Ég bara varð að koma þessu á framfæri
http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1191724
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim